Ráðamenn hafi engan áhuga á ófremdarástandi á lánamarkaði Árni Sæberg skrifar 25. október 2023 11:06 Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala. Bylgjan Fasteignasali segir að húsnæðislánakerfið hér á landi hafi ekkert skánað á þeim fjörutíu árum síðan verðtrygging var innleidd. „Fólk bara deyfist og svæfist við þetta mótlæti, herðir að sér.“ Þetta sagði Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, þegar hún ræddi stöðuna á húsnæðismarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur fengu Ingibjörgu í viðtal eftir að hafa heyrt af neytanda sem greiðir mánaðarlega 449 þúsund krónur af húsnæðisláni, þar af aðeins 6.780 krónur inn á höfuðstól lánsins. „Þetta er náttúrulega hlutur sem er búið að ræða í áratugi, í raun allt frá því að verðtryggingu var skellt á árið 1980, með þessum Ólafslögum svokölluðu, og þetta átti að vera til skammst tíma. Það var mikil verðbólga í kringum 1980 til 1983, þegar Sigtúnshópurinn var að berjast. Það eru fjörutíu ár síðan og í raun og veru hefur kerfinu ekkert farið fram á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Fólk hætti síðast að greiða af láninu Ingibjörg segir að fólk reyni eftir fremsta megni að greiða af húsnæðisláninu og geti þar af leiðandi jafnvel ekki greitt fyrir hádegismat barna sinna í skólanum. „Þetta bitnar náttúrulega harðast á þeim sem eru tiltölulega nýbúin að koma sér út á markað og þetta er svo mikil svívirða. Hvar enda þessir peningar?“ Ráðamenn hafi takmarkaðan áhuga á að setja sig inn í málin Ingibjörg segir að nú sé fólki boðið upp á að greiða allt að þrefalda afborgun frá því sem að best lét, þeim sem tóku lán á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisaði og reynt var að hreyfa við húsnæðismarkaði. „Ég leyfi mér að segja það að ég er farin að efast um að ráðamenn okkar, sem eru ríkisstjórnin og þeir sem sitja á þingi, skilji þetta og að þeir hafi afar takmarkaðan áhuga á því að setja sig inn í þessi mál. Það eru of margir sem synda fram hjá og segja „þetta er ekki mitt vandamál.“.“ Viðtal við Ingibjörgu má heyra í heild sinni hér að neðan: Bítið Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Þetta sagði Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, þegar hún ræddi stöðuna á húsnæðismarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur fengu Ingibjörgu í viðtal eftir að hafa heyrt af neytanda sem greiðir mánaðarlega 449 þúsund krónur af húsnæðisláni, þar af aðeins 6.780 krónur inn á höfuðstól lánsins. „Þetta er náttúrulega hlutur sem er búið að ræða í áratugi, í raun allt frá því að verðtryggingu var skellt á árið 1980, með þessum Ólafslögum svokölluðu, og þetta átti að vera til skammst tíma. Það var mikil verðbólga í kringum 1980 til 1983, þegar Sigtúnshópurinn var að berjast. Það eru fjörutíu ár síðan og í raun og veru hefur kerfinu ekkert farið fram á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Fólk hætti síðast að greiða af láninu Ingibjörg segir að fólk reyni eftir fremsta megni að greiða af húsnæðisláninu og geti þar af leiðandi jafnvel ekki greitt fyrir hádegismat barna sinna í skólanum. „Þetta bitnar náttúrulega harðast á þeim sem eru tiltölulega nýbúin að koma sér út á markað og þetta er svo mikil svívirða. Hvar enda þessir peningar?“ Ráðamenn hafi takmarkaðan áhuga á að setja sig inn í málin Ingibjörg segir að nú sé fólki boðið upp á að greiða allt að þrefalda afborgun frá því sem að best lét, þeim sem tóku lán á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisaði og reynt var að hreyfa við húsnæðismarkaði. „Ég leyfi mér að segja það að ég er farin að efast um að ráðamenn okkar, sem eru ríkisstjórnin og þeir sem sitja á þingi, skilji þetta og að þeir hafi afar takmarkaðan áhuga á því að setja sig inn í þessi mál. Það eru of margir sem synda fram hjá og segja „þetta er ekki mitt vandamál.“.“ Viðtal við Ingibjörgu má heyra í heild sinni hér að neðan:
Bítið Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira