Danir senda Þóri Hergeirs smá pillu: Ekki við hæfi að gera eins og Norðmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 11:45 Þórir Hergeirsson ræðir við eftirlitsdómara í leik Noregs og Sviss á Evrópumóti kvenna í handknattleik. Vísir/Getty Danska handboltasambandið hefur gefið það út að það muni ekki hafa sömu reglu og norska handboltalandsliðið á komandi heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar norsku stelpurnar og hann setti þá reglu að leikmenn hans megi ekki gefa eiginhandaráritanir eftir leiki né láta taka myndir af sér með stuðningsmönnum norska liðsins. Ástæðan fyrir þessu er ótti við að með þessu séu þær að koma sér í mikla smithættu og geti þar með náð sér í inflúensu, nóróveiru eða kórónuveiru. Þórir sagði í samtali við Verdens Gang að Norðmenn hafi þurft að taka þessa ákvörðun sjálfir því þeir geti ekki beðið eftir öðrum til að taka á þessari óvissu fyrir þau. Þórir fékk á sig mikla gagnrýni eftir þetta og var meðal annars sakaður um móðursýki af norskum fjölmiðlamanni. Danska landsliðið spilar alla leiki sína í höllinni í Herning sem tekur tólf þúsund manns í sæti. Það er búist við fullri höll og miklum áhuga á danska liðinu. „Við erum ekki að hugsa um að setja slíka reglu enda þykir okkur það ekki við hæfi. Eitthvað mjög neikvætt þarf að gerast í samfélaginu til þess að við förum þessa leið,“ sagði Morten Henriksen, framkvæmdastjóri danska sambandsins, við TV2. „Ef hlutirnir halda áfram að vera eins og þeir eru núna þá get ég fullvissað ykkur um að við munum fá heilbrigða, áhugasama og viðkunnanlega handboltaleikmenn til að mæta á stuðningsmannasvæðið,“ sagði Morten. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar norsku stelpurnar og hann setti þá reglu að leikmenn hans megi ekki gefa eiginhandaráritanir eftir leiki né láta taka myndir af sér með stuðningsmönnum norska liðsins. Ástæðan fyrir þessu er ótti við að með þessu séu þær að koma sér í mikla smithættu og geti þar með náð sér í inflúensu, nóróveiru eða kórónuveiru. Þórir sagði í samtali við Verdens Gang að Norðmenn hafi þurft að taka þessa ákvörðun sjálfir því þeir geti ekki beðið eftir öðrum til að taka á þessari óvissu fyrir þau. Þórir fékk á sig mikla gagnrýni eftir þetta og var meðal annars sakaður um móðursýki af norskum fjölmiðlamanni. Danska landsliðið spilar alla leiki sína í höllinni í Herning sem tekur tólf þúsund manns í sæti. Það er búist við fullri höll og miklum áhuga á danska liðinu. „Við erum ekki að hugsa um að setja slíka reglu enda þykir okkur það ekki við hæfi. Eitthvað mjög neikvætt þarf að gerast í samfélaginu til þess að við förum þessa leið,“ sagði Morten Henriksen, framkvæmdastjóri danska sambandsins, við TV2. „Ef hlutirnir halda áfram að vera eins og þeir eru núna þá get ég fullvissað ykkur um að við munum fá heilbrigða, áhugasama og viðkunnanlega handboltaleikmenn til að mæta á stuðningsmannasvæðið,“ sagði Morten.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira