Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2023 15:12 Helgi Rúnar er forstjóri 66° Norður. 66° Norður Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. Fréttastofa ræddi í dag við tvo starfsmenn 66° Norður í Bankastræti, sem sögðu að aðeins væru greidd laun í tvo tíma, frá hálf tvö til hálf fjögur, eða meðan á samstöðufundi verkfallsins á Arnarhóli stæði. Forstjóri fyrirtækisins segir málið þó á misskilningi byggt. „Það er náttúrulega þannig að sumt fólk hjá okkur er í fullu starfi og sumt fólk er að taka vaktir. Við greiðum fyrir þá vakt sem viðkomandi er að missa af,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður. Fólk í fullu starfi fái að sama skapi greitt, þrátt fyrir þátttöku í verkfallinu. Öllum hafi gefist kostur á að taka þátt Sendir hafi verið út upplýsingapóstar til starfsfólks fyrir helgi þar sem því hafi verið tjáð að öllum gæfist kostur á að leggja niður störf eftir hádegi í dag. Viðkomandi starfsmenn þyrftu að upplýsa yfirmann sinn um það fyrir klukkan 13 í gær. Þá var kallað eftir því að starfsfólk virti hvert ákvarðanir annars um að taka þátt í verkfallinu eða ekki. Helgi segir að 66° Norður vilja standa fyrir kynjajafnrétti. Fyrirtækið sé með jafnlaunavottun til margra ára, og veiti konum brautargengi til stöðuhækkana til jafns við karla. Fjöldi fyrirtækja og stofnana standi ekki jafn framarlega, en geti hins vegar „keypt sig út úr umræðunni“ eins og Helgi kemst að orði. „Með því að borga kannski einhverja örlítið fleiri klukkutíma. Við erum með tíu búðir og það er gríðarlegt tjón ef við þurfum að loka þeim öllum, eða að stórum hluta. Við erum að reyna að vera fyrirmyndir fyrir aðrar stofnanir og fyrirtæki, og höldum því áfram. Við styðjum þennan málstað, eins og við sögðum fólkinu okkar og við hvern sem vill hlusta á það,“ segir Helgi. Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Fréttastofa ræddi í dag við tvo starfsmenn 66° Norður í Bankastræti, sem sögðu að aðeins væru greidd laun í tvo tíma, frá hálf tvö til hálf fjögur, eða meðan á samstöðufundi verkfallsins á Arnarhóli stæði. Forstjóri fyrirtækisins segir málið þó á misskilningi byggt. „Það er náttúrulega þannig að sumt fólk hjá okkur er í fullu starfi og sumt fólk er að taka vaktir. Við greiðum fyrir þá vakt sem viðkomandi er að missa af,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður. Fólk í fullu starfi fái að sama skapi greitt, þrátt fyrir þátttöku í verkfallinu. Öllum hafi gefist kostur á að taka þátt Sendir hafi verið út upplýsingapóstar til starfsfólks fyrir helgi þar sem því hafi verið tjáð að öllum gæfist kostur á að leggja niður störf eftir hádegi í dag. Viðkomandi starfsmenn þyrftu að upplýsa yfirmann sinn um það fyrir klukkan 13 í gær. Þá var kallað eftir því að starfsfólk virti hvert ákvarðanir annars um að taka þátt í verkfallinu eða ekki. Helgi segir að 66° Norður vilja standa fyrir kynjajafnrétti. Fyrirtækið sé með jafnlaunavottun til margra ára, og veiti konum brautargengi til stöðuhækkana til jafns við karla. Fjöldi fyrirtækja og stofnana standi ekki jafn framarlega, en geti hins vegar „keypt sig út úr umræðunni“ eins og Helgi kemst að orði. „Með því að borga kannski einhverja örlítið fleiri klukkutíma. Við erum með tíu búðir og það er gríðarlegt tjón ef við þurfum að loka þeim öllum, eða að stórum hluta. Við erum að reyna að vera fyrirmyndir fyrir aðrar stofnanir og fyrirtæki, og höldum því áfram. Við styðjum þennan málstað, eins og við sögðum fólkinu okkar og við hvern sem vill hlusta á það,“ segir Helgi.
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels