Álftanes leikur til styrktar Ljósinu: „Viljum nýta þá athygli sem okkur er veitt til góðs“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2023 16:30 Frá leik Álftaness fyrr á tímabilinu Vísir/Hulda Margrét Ljósið og körfuknattleiksdeild Álftaness hafa framlengt samstarf sitt sem hófst á síðasta keppnistímabili. Markmið samstarfsins er að auka vitund á starfsemi samtakanna og fjölga svokölluðum Ljósavinum. Í því tilefni er boðað til góðgerðaleiks næstkomandi fimmtudag, þegar liðið tekur á móti Njarðvíkingum í Forsetahöllinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Aðgangseyrir sem kemur inn sökum miðasölu á umræddum leik mun renna óskiptur til Ljóssins og munu leikmenn og forsvarsmenn deildarinnar afhenda ávísun að andvirði einnar milljónar króna, líkt og gert var á síðasta keppnistímabili. Halldór Kristmannsson, sem hefur verið öflugur bakhjarl körfuboltans á Álftanesi, leggur fram myndarlegt fjárframlag til stuðnings samstarfsins. „Við sem nýliðar í efstu deild körfuboltans viljum nýta þá athygli sem okkur er veitt til góðs. Markmiðið er bæði að styðja við bakið á, og vekja athygli á, starfsemi Ljóssins, sem og að vinna gott starf í þágu körfuboltans og samfélagsins á Álftanesi. Við búumst við troðfullri Forsetahöll á fimmtudag,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek. Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins segir að það fagnaðarefni að samstarf Ljóssins og Álftaness haldi áfram en mikil áhersla er lögð á hreyfingu og íþróttir í starfi Ljóssins. „Okkur þykir mjög vænt um það að Álftanes beri merki okkar á sínum treyjum og auki þar með sýnileika okkar í samfélaginu.“ Hægt er að gerast styrktaraðili samtakanna með því að skrá sig sem Ljósavin eða leggja inn á styrktarreikning: 0130-26-410420, kt. 590406-0740. Leikur Álftaness og Njarðvíkur í Subway deild karla hefst kl. 19:15 á fimmtudaginn og er fólk hvatt til að mæta snemma til leiks þar sem búist er við fullu húsi. Subway-deild karla UMF Njarðvík Krabbamein Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Aðgangseyrir sem kemur inn sökum miðasölu á umræddum leik mun renna óskiptur til Ljóssins og munu leikmenn og forsvarsmenn deildarinnar afhenda ávísun að andvirði einnar milljónar króna, líkt og gert var á síðasta keppnistímabili. Halldór Kristmannsson, sem hefur verið öflugur bakhjarl körfuboltans á Álftanesi, leggur fram myndarlegt fjárframlag til stuðnings samstarfsins. „Við sem nýliðar í efstu deild körfuboltans viljum nýta þá athygli sem okkur er veitt til góðs. Markmiðið er bæði að styðja við bakið á, og vekja athygli á, starfsemi Ljóssins, sem og að vinna gott starf í þágu körfuboltans og samfélagsins á Álftanesi. Við búumst við troðfullri Forsetahöll á fimmtudag,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek. Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins segir að það fagnaðarefni að samstarf Ljóssins og Álftaness haldi áfram en mikil áhersla er lögð á hreyfingu og íþróttir í starfi Ljóssins. „Okkur þykir mjög vænt um það að Álftanes beri merki okkar á sínum treyjum og auki þar með sýnileika okkar í samfélaginu.“ Hægt er að gerast styrktaraðili samtakanna með því að skrá sig sem Ljósavin eða leggja inn á styrktarreikning: 0130-26-410420, kt. 590406-0740. Leikur Álftaness og Njarðvíkur í Subway deild karla hefst kl. 19:15 á fimmtudaginn og er fólk hvatt til að mæta snemma til leiks þar sem búist er við fullu húsi.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Krabbamein Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira