Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2023 10:20 Tölvugerð mynd sýnir farþegaferju sigla um göngin. Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. Þetta þýðir þó ekki að göngin séu komin á beinu brautina. Sá varnagli er sleginn í fréttatilkynningu iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins að tilboð berist innan þess kostnaðarramma sem norska Stórþingið markaði árið 2021, upp á ríflega fimm milljarða norskra króna, á verðlagi ársins 2024, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fáist ekkert tilboð frá hæfum bjóðanda innan þess ramma þarf að bera málið aftur undir Stórþingið en þar hafa margir þingmenn verulegar efasemdir um verkefnið. Svona sjá menn fyrir sér að göngin verði að innanverðu. Meðfram bakkanum verður 3,5 metra breið flóttaleið sem einnig gefur færi á viðhaldsvinnu.KYSTVERKET/SNØHETTA/PLOMP Skipagöngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Þau eiga að verða nægilega stór fyrir farþegaskip Hurtigruten og Kystruten og stefnt að opnun árið 2030. Megintilgangurinn er að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá veðravíti og svæsinni röst á siglingaleiðinni utan við Stað sunnan Álasunds. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 130 milljónum norskra króna, um 1.600 milljónum íslenskra, til forvinnu og framkvæmdar útboðsins árið 2024. Meðal annars er fyrirhugað að verktakar sem valdir verða í forvali fái greitt upp í þann kostnað sem fylgir tilboðsgerð. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.STAD SKIPSTUNNEL Siglingastofnunin norska hefur þegar auglýst samkeppnisútboð um ráðgjöf vegna skipaganganna, verkefni sem metið er 30 til 90 milljónir norskra króna, eða yfir 1,1 milljarð íslenskra. Sá sem hreppir þann samning yrði tæknilegur ráðgjafi í öllu ferlinu þar til göngin verða fullbyggð, allt frá útboði til lokafrágangs. Ráðgjafarfyrirtækið myndi aðstoða við verkfræðivinnu innan allra nauðsynlegra tæknigreina. „Við erum að upplifa mikinn áhuga á fyrstu skipagöngum heims. Þetta er stórkostlegt verkefni, bæði á norskan og alþjóðlegan mælikvarða, þannig að við gerum ráð fyrir að það séu nokkuð mörg ráðgjafafyrirtæki sem vilja leggja þessu lið,“ er haft eftir Terje Skjeppestad, verkefnisstjóra skipaganganna, í fréttatilkynningu Kystverket. Fyrir sjö árum sýndi Stöð 2 frétt þar sem skipstjórar prófuðu göngin í siglingahermi: Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00 Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Þetta þýðir þó ekki að göngin séu komin á beinu brautina. Sá varnagli er sleginn í fréttatilkynningu iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins að tilboð berist innan þess kostnaðarramma sem norska Stórþingið markaði árið 2021, upp á ríflega fimm milljarða norskra króna, á verðlagi ársins 2024, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fáist ekkert tilboð frá hæfum bjóðanda innan þess ramma þarf að bera málið aftur undir Stórþingið en þar hafa margir þingmenn verulegar efasemdir um verkefnið. Svona sjá menn fyrir sér að göngin verði að innanverðu. Meðfram bakkanum verður 3,5 metra breið flóttaleið sem einnig gefur færi á viðhaldsvinnu.KYSTVERKET/SNØHETTA/PLOMP Skipagöngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Þau eiga að verða nægilega stór fyrir farþegaskip Hurtigruten og Kystruten og stefnt að opnun árið 2030. Megintilgangurinn er að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá veðravíti og svæsinni röst á siglingaleiðinni utan við Stað sunnan Álasunds. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 130 milljónum norskra króna, um 1.600 milljónum íslenskra, til forvinnu og framkvæmdar útboðsins árið 2024. Meðal annars er fyrirhugað að verktakar sem valdir verða í forvali fái greitt upp í þann kostnað sem fylgir tilboðsgerð. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.STAD SKIPSTUNNEL Siglingastofnunin norska hefur þegar auglýst samkeppnisútboð um ráðgjöf vegna skipaganganna, verkefni sem metið er 30 til 90 milljónir norskra króna, eða yfir 1,1 milljarð íslenskra. Sá sem hreppir þann samning yrði tæknilegur ráðgjafi í öllu ferlinu þar til göngin verða fullbyggð, allt frá útboði til lokafrágangs. Ráðgjafarfyrirtækið myndi aðstoða við verkfræðivinnu innan allra nauðsynlegra tæknigreina. „Við erum að upplifa mikinn áhuga á fyrstu skipagöngum heims. Þetta er stórkostlegt verkefni, bæði á norskan og alþjóðlegan mælikvarða, þannig að við gerum ráð fyrir að það séu nokkuð mörg ráðgjafafyrirtæki sem vilja leggja þessu lið,“ er haft eftir Terje Skjeppestad, verkefnisstjóra skipaganganna, í fréttatilkynningu Kystverket. Fyrir sjö árum sýndi Stöð 2 frétt þar sem skipstjórar prófuðu göngin í siglingahermi:
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00 Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44
Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00
Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30