Lakers ekki unnið í fyrstu umferð síðan svartnættið 2016-17 reið yfir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2023 11:00 Þessir þrír voru samherjar síðast þegar Lakers vann leik á opnunardag. Victor Decolongon/Getty Images NBA-deildin í körfubolta hefst með pompi og prakt í kvöld. Ríkjandi meistarar í Denver Nuggets fá Los Angeles Lakers í heimsókn og ef marka má undanfarin tímabil má reikna með öruggum sigri heimaliðsins. Klukkan 23.30 í kvöld – í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 - fer NBA-tímabilið 2023-24 af stað þegar þeir Nikola Jokić og Anthony Davis (að öllum líkindum) munu berjast um uppkastið í Denver. Um er að ræða viðureign milli liða sem mættust í úrslitum Vesturdeildar á síðustu leiktíð. Þó Denver hafi mætt með sóp með sér í það einvígi þá þótti það einfaldlega kraftaverk að Lakers hefði komist svo langt eftir hreint út sagt skelfilega byrjun á tímabilinu. Byrjun tímabilsins 2022-23 var einkar slæm en Lakers hefur gert það að vana sínum að tapa í fyrstu umferð deildarinnar. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sigur í fyrstu umferð en það var að sama skapi tímabil sem allt stuðningsfólk Lakers vill helst gleyma sem fyrst. Hér að neðan er samantekt yfir leiki Lakers í fyrstu umferð undanfarin ár. Hvað varðar kvöldið þá er leikur Golden State Warriors og Phoenix Suns í beinni útsendingu á eftir leik Lakers og Nuggets. 2022 Lakers byrjaði síðasta tímabil hreint út sagt ömurlega og tapaði fyrstu fimm leikjum sínum, sá fyrsti gegn þáverandi NBA-meisturum í Golden State Warriors. Það er þó þess virði að minnast á að fyrsti sigur liðsins á síðustu leiktíð kom gegn Denver Nuggets þann 30. október. 2021 Tímabilið 2021 byrjaði einnig gegn Golden State Warriors og viti menn, Stephen Curry og félagar höfðu betur. Að þessu sinni vann Lakers tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og fjóra af fyrstu sjö. 2020 Tímabilið hófst ekki fyrr en í desember sökum kórónuveirufaraldursins. Liðin frá Lakers mættust í fyrsta leik og fór það svo að Clippers vann sjö stiga sigur, 116-109. Þetta var þó besta byrjun Lakers undanfarin þrjú ár þar sem liðið vann þrjár af fyrstu fimm leikjum sínum. 2019 Hér mættust liðin frá Lakers einnig í fyrsta leik og það kemur ekki á óvart en Clippers vann tíu stiga sigur, 112-102. Lakers vann hins vegar næstu sjö leiki sína og samtals 17 af fyrstu 19 leikjum sínum. 2018 Þrátt fyrir tvöfalda tvennu frá Lebron James, 26 stig og 12 fráköst, þá tapaði liðið fyrir Trail Blazers í Portland. Raunar tapaði liðið þremur fyrstu leikjum sínum og alls fjórum af fyrstu sex. 2017 Liðin frá LA mættust í fyrsta leik og það er ekki að spyrja að því, Clippers vann stórsigur. Lakers tapaði fjórum af fyrstu sex. 2016 Eins ótrúlegt og það hljómar þá vann Lakers sex stiga sigur á Houston Rockets þann 26. október 2016 en það var fyrsti leikur liðanna í NBA-deildinni það árið. Jordan Clarkson var stigahæstur með 25 stig, Timofey Mozgov reif niður 8 fráköst og Julius Randle gaf 6 stoðsendingar. Timofey Mozgov spilaði aðeins eitt tímabil með Lakers.Manuela Davies/Getty Images Það sem gerir þennan sigur enn magnaðri er sú staðreynd að Lakers vann aðeins 26 leiki þetta tímabil og endaði í 14. sæti Vesturdeildar. Eina liðið með lakari árangur í Vestrinu þetta tímabilið var Phoenix Suns en bæði lið eru talin líkleg til að fara langt í ár. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Klukkan 23.30 í kvöld – í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 - fer NBA-tímabilið 2023-24 af stað þegar þeir Nikola Jokić og Anthony Davis (að öllum líkindum) munu berjast um uppkastið í Denver. Um er að ræða viðureign milli liða sem mættust í úrslitum Vesturdeildar á síðustu leiktíð. Þó Denver hafi mætt með sóp með sér í það einvígi þá þótti það einfaldlega kraftaverk að Lakers hefði komist svo langt eftir hreint út sagt skelfilega byrjun á tímabilinu. Byrjun tímabilsins 2022-23 var einkar slæm en Lakers hefur gert það að vana sínum að tapa í fyrstu umferð deildarinnar. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sigur í fyrstu umferð en það var að sama skapi tímabil sem allt stuðningsfólk Lakers vill helst gleyma sem fyrst. Hér að neðan er samantekt yfir leiki Lakers í fyrstu umferð undanfarin ár. Hvað varðar kvöldið þá er leikur Golden State Warriors og Phoenix Suns í beinni útsendingu á eftir leik Lakers og Nuggets. 2022 Lakers byrjaði síðasta tímabil hreint út sagt ömurlega og tapaði fyrstu fimm leikjum sínum, sá fyrsti gegn þáverandi NBA-meisturum í Golden State Warriors. Það er þó þess virði að minnast á að fyrsti sigur liðsins á síðustu leiktíð kom gegn Denver Nuggets þann 30. október. 2021 Tímabilið 2021 byrjaði einnig gegn Golden State Warriors og viti menn, Stephen Curry og félagar höfðu betur. Að þessu sinni vann Lakers tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og fjóra af fyrstu sjö. 2020 Tímabilið hófst ekki fyrr en í desember sökum kórónuveirufaraldursins. Liðin frá Lakers mættust í fyrsta leik og fór það svo að Clippers vann sjö stiga sigur, 116-109. Þetta var þó besta byrjun Lakers undanfarin þrjú ár þar sem liðið vann þrjár af fyrstu fimm leikjum sínum. 2019 Hér mættust liðin frá Lakers einnig í fyrsta leik og það kemur ekki á óvart en Clippers vann tíu stiga sigur, 112-102. Lakers vann hins vegar næstu sjö leiki sína og samtals 17 af fyrstu 19 leikjum sínum. 2018 Þrátt fyrir tvöfalda tvennu frá Lebron James, 26 stig og 12 fráköst, þá tapaði liðið fyrir Trail Blazers í Portland. Raunar tapaði liðið þremur fyrstu leikjum sínum og alls fjórum af fyrstu sex. 2017 Liðin frá LA mættust í fyrsta leik og það er ekki að spyrja að því, Clippers vann stórsigur. Lakers tapaði fjórum af fyrstu sex. 2016 Eins ótrúlegt og það hljómar þá vann Lakers sex stiga sigur á Houston Rockets þann 26. október 2016 en það var fyrsti leikur liðanna í NBA-deildinni það árið. Jordan Clarkson var stigahæstur með 25 stig, Timofey Mozgov reif niður 8 fráköst og Julius Randle gaf 6 stoðsendingar. Timofey Mozgov spilaði aðeins eitt tímabil með Lakers.Manuela Davies/Getty Images Það sem gerir þennan sigur enn magnaðri er sú staðreynd að Lakers vann aðeins 26 leiki þetta tímabil og endaði í 14. sæti Vesturdeildar. Eina liðið með lakari árangur í Vestrinu þetta tímabilið var Phoenix Suns en bæði lið eru talin líkleg til að fara langt í ár. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira