Kvennaverkfall ekki um að „hæpa einhverja gúddí gæja“ Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 16:02 Sóley Tómasdóttir gefur Haraldi Þorleifssyni veitingamanni með meiru og karlkyns vinum hans engan afslátt; kvennaverkfallið er að hennar mati ekki hannað til að velmeinandi karlmenn geti nýtt tækifærið og keypt sér friðþægingarafslátt. vísir/vilhelm Svo virðist sem ákvörðun Haralds Þorleifssonar eiganda veitingahússins Önnu Jónu að fá þjóðþekkta einstaklinga til að hlaupa í skarðið fyrir kvenkyns þjóna, ætli að snúast í höndum hans. Sóley Tómasdóttir femínisti fordæmir hugmyndina. „Ég veit að það er langt í að jafnrétti verði raunverulegt á Íslandi, hvað þá í heiminum. En að vel meinandi karlar sem langar til að leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna um að láta kvennaverkfallið snúast um sig er beinlínis bakslag,“ skrifar Sóley á Facebooksíðu sína. Haraldur kom fram með þá hugmynd að kalla til „vanhæfa gestaþjóna“ til að þjóna á stað hans Önnu Jónu í tilefni af kvennaverkfallinu. Og voru nokkrir frægir sem mynstruðu sig á þjónalista svo sem þeir Ari Eldjárn, Sigurður Guðmundsson, Unnsteinn Manuel, Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar, Haraldur Þorleifsson, Einar Örn, Gunnar Hansson, Jón Gnarr og Högni Egilsson. Jón Ólafsson tónlistarmaður var einnig á lista en hann mynstraði sig af skipinu og bar fyrir sig því að hann ætti svo mörg börn og þyrfti að sinna þeim. Jón sleppur þó ekki undan reiði Sóleyjar. „Og enn verri er tilhugsunin um að þeim verði hampað fyrir að hætta við og vera gaurarnir sem eru svo góðir í að taka gagnrýni.“ Þannig eru þeir sem hafa verið kynntir sem „vanhæfir gestaþjónar“ í stöðu sem er vandséð hvernig hægt sé að snúa sig út úr. „Kvennaverkfall 24. október 2023 snýst ekki um karla,“ skrifar Sóley og gefur ekki þumlung eftir. „Það snýst um uppreisn kvenna gegn kerfislægu misrétti. Kvenna sem hafa hvorki áhuga á friðþægingaraflslætti í tilefni dagsins né því að baráttan þeirra snúist uppí að hæpa einhverja gúddí gæja.“ Og Sóley lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi hætti: „Plís, elsku vinir. Látið þennan dag í friði.“ Kvennaverkfall Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Jafnréttismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
„Ég veit að það er langt í að jafnrétti verði raunverulegt á Íslandi, hvað þá í heiminum. En að vel meinandi karlar sem langar til að leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna um að láta kvennaverkfallið snúast um sig er beinlínis bakslag,“ skrifar Sóley á Facebooksíðu sína. Haraldur kom fram með þá hugmynd að kalla til „vanhæfa gestaþjóna“ til að þjóna á stað hans Önnu Jónu í tilefni af kvennaverkfallinu. Og voru nokkrir frægir sem mynstruðu sig á þjónalista svo sem þeir Ari Eldjárn, Sigurður Guðmundsson, Unnsteinn Manuel, Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar, Haraldur Þorleifsson, Einar Örn, Gunnar Hansson, Jón Gnarr og Högni Egilsson. Jón Ólafsson tónlistarmaður var einnig á lista en hann mynstraði sig af skipinu og bar fyrir sig því að hann ætti svo mörg börn og þyrfti að sinna þeim. Jón sleppur þó ekki undan reiði Sóleyjar. „Og enn verri er tilhugsunin um að þeim verði hampað fyrir að hætta við og vera gaurarnir sem eru svo góðir í að taka gagnrýni.“ Þannig eru þeir sem hafa verið kynntir sem „vanhæfir gestaþjónar“ í stöðu sem er vandséð hvernig hægt sé að snúa sig út úr. „Kvennaverkfall 24. október 2023 snýst ekki um karla,“ skrifar Sóley og gefur ekki þumlung eftir. „Það snýst um uppreisn kvenna gegn kerfislægu misrétti. Kvenna sem hafa hvorki áhuga á friðþægingaraflslætti í tilefni dagsins né því að baráttan þeirra snúist uppí að hæpa einhverja gúddí gæja.“ Og Sóley lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi hætti: „Plís, elsku vinir. Látið þennan dag í friði.“
Kvennaverkfall Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Jafnréttismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira