Talinn hafa stefnt fólki í lífshættu með því að aka vísvitandi á annan bíl Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2023 14:11 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Hringveginum í Hamarsfirði á Suðausturlandi. Vísir/Vilhelm Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag í máli manns sem er grunaður um að keyra bíl sínum vísvitandi á annan bíl og lagt líf fólks sem var í þeim bíl í hættu. Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann fyrsta febrúar í fyrra á Hringveginum, nánar tiltekið í sunnanverðum Hamarsfirði nokkru sunnan við brúna yfir Hamarsá. Manninum er gefið að sök að hafa ekið bíl sínum á annan bíl. Bílarnir hafi báðir ekið í sömu akstursstefnu, en maðurinn ekið á mikilli ferð og ekið vísvitandi á hinn bílinn. Í hinum bílnum voru tvær manneskjur sem báðar hlutu einhverja áverka. Annað þeirra fékk eymsli í nefi og hin eymsli og stirðleika í hálsinum. Framhald aðalmeðferðar málsins fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Vilhelm Tilefnislaus og vísvitandi árekstur Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum er verknaðinum lýst sem ófyrirleitnum. Þá segir að hann hafi stefnt lífi og heilsu fólksins í augljósa hættu með árekstrinum, en hann á að hafa verið tilefnislaus. Líkt og áður segir er því líka haldið fram að áreksturinn hafi verið vísvitandi af hálfu mannsins. Fram kemur að í blóði mannsins hafi mælst 1,99 prósent vínandamagn. Samkvæmt umferðarlögum myndi hann þá teljast óhæfur til að stjórna bifreið. Fólkið sem lenti í árekstrinum krefst hvort um sig tveggja milljóna króna frá manninum. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar. Þá verði hann sviptur ökuréttindum og gert að greiða sakarkostnað málsins. Dómsmál Bílar Múlaþing Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann fyrsta febrúar í fyrra á Hringveginum, nánar tiltekið í sunnanverðum Hamarsfirði nokkru sunnan við brúna yfir Hamarsá. Manninum er gefið að sök að hafa ekið bíl sínum á annan bíl. Bílarnir hafi báðir ekið í sömu akstursstefnu, en maðurinn ekið á mikilli ferð og ekið vísvitandi á hinn bílinn. Í hinum bílnum voru tvær manneskjur sem báðar hlutu einhverja áverka. Annað þeirra fékk eymsli í nefi og hin eymsli og stirðleika í hálsinum. Framhald aðalmeðferðar málsins fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Vilhelm Tilefnislaus og vísvitandi árekstur Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum er verknaðinum lýst sem ófyrirleitnum. Þá segir að hann hafi stefnt lífi og heilsu fólksins í augljósa hættu með árekstrinum, en hann á að hafa verið tilefnislaus. Líkt og áður segir er því líka haldið fram að áreksturinn hafi verið vísvitandi af hálfu mannsins. Fram kemur að í blóði mannsins hafi mælst 1,99 prósent vínandamagn. Samkvæmt umferðarlögum myndi hann þá teljast óhæfur til að stjórna bifreið. Fólkið sem lenti í árekstrinum krefst hvort um sig tveggja milljóna króna frá manninum. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar. Þá verði hann sviptur ökuréttindum og gert að greiða sakarkostnað málsins.
Dómsmál Bílar Múlaþing Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Sjá meira