Annað hvort komist allir í pottinn eða enginn Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2023 11:15 Óvíst er hvað verður um laugar borgarinnar á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Konur og kvár komast ekki í sund á Selfossi á kvennafrídaginn en karlar munu geta stungið sér ofan í. Í sundlaugum Reykjavíkurborgar verður annað hvort opið fyrir alla eða lokað fyrir alla en gert er ráð fyrir að þjónusta borgarinnar verði afar skert þennan dag. Sveitarstjórn Árborgar hefur ákveðið að Sundlaug Selfoss verði ekki opin fyrir konum og kvárum næsta þriðjudag þegar kvennafrídagurinn er. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að þar sem engar konur verði á vakt sé ekki hægt að taka á móti þeim af öryggisástæðum. Kvennaklefar laugarinnar verða lokaðir, sem og útiklefar. Mögulegt er að opnunartími laugarinnar verður skertur seinnipart dags. Hver ákveði fyrir sig Í Reykjavík eru átta sundlaugar en að sögn Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, upplýsingafulltrúa borgarinnar, hefur ekki verið tekin ákvörðun hvernig opnun lauganna verður háttað. Þó er það ljóst að komist konur ekki í sund, komist karlar ekki heldur. Eva segist von á að laugarnar verð flestar, ef ekki allar, alveg lokaðar þennan dag. „Ef það koma konur sem vilja fara í sund er út af öryggisástæðum ekki hægt að leyfa það ef það eru engar konur að vinna. Karlar geta ekki farið inn í kvennaklefa til að bregðast við ef það verða einhver vandræði. Þannig ég held að sundlaugarnar verði alveg lokaðar ef þær verða lokaðar,“ segir Eva. Konur og kvár mikill meirihluti Starfsemi Reykjavíkurborgar verður afar skert á kvennafrídaginn en laun þeirra kvenna og kvára sem fara í verkfall þann dag verða ekki skert. „Það er reynt að halda úti grunnþjónustu og nauðsynlegri þjónustu fyrir kannski forgangshópa. En að öðru leyti má búast við að það verði mikið af skerðingum á starfsemi Reykjavíkurborgar enda er 75 prósent starfsfólks konur eða kvár. Þetta sýnir hvað þessi hópur er mikilvægur hluti af atvinnulífinu,“ segir Eva. Sundlaugar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Árborg Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Sveitarstjórn Árborgar hefur ákveðið að Sundlaug Selfoss verði ekki opin fyrir konum og kvárum næsta þriðjudag þegar kvennafrídagurinn er. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að þar sem engar konur verði á vakt sé ekki hægt að taka á móti þeim af öryggisástæðum. Kvennaklefar laugarinnar verða lokaðir, sem og útiklefar. Mögulegt er að opnunartími laugarinnar verður skertur seinnipart dags. Hver ákveði fyrir sig Í Reykjavík eru átta sundlaugar en að sögn Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, upplýsingafulltrúa borgarinnar, hefur ekki verið tekin ákvörðun hvernig opnun lauganna verður háttað. Þó er það ljóst að komist konur ekki í sund, komist karlar ekki heldur. Eva segist von á að laugarnar verð flestar, ef ekki allar, alveg lokaðar þennan dag. „Ef það koma konur sem vilja fara í sund er út af öryggisástæðum ekki hægt að leyfa það ef það eru engar konur að vinna. Karlar geta ekki farið inn í kvennaklefa til að bregðast við ef það verða einhver vandræði. Þannig ég held að sundlaugarnar verði alveg lokaðar ef þær verða lokaðar,“ segir Eva. Konur og kvár mikill meirihluti Starfsemi Reykjavíkurborgar verður afar skert á kvennafrídaginn en laun þeirra kvenna og kvára sem fara í verkfall þann dag verða ekki skert. „Það er reynt að halda úti grunnþjónustu og nauðsynlegri þjónustu fyrir kannski forgangshópa. En að öðru leyti má búast við að það verði mikið af skerðingum á starfsemi Reykjavíkurborgar enda er 75 prósent starfsfólks konur eða kvár. Þetta sýnir hvað þessi hópur er mikilvægur hluti af atvinnulífinu,“ segir Eva.
Sundlaugar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Árborg Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira