Þrennir tónleikar í súginn eftir óveður og bilun Árni Sæberg skrifar 22. október 2023 14:55 Hafdís Huld heldur á tónleikaferðalag í byrjun nóvember. Aðsend Tónlistarkonan Hafdís Huld og aðdáendur hennar sitja eftir með sárt ennið eftir að flugferð hennar var frestað ítrekað og loks aflýst. Hún hefur þurft að aflýsa þrennum tónleikum á Bretlandseyjum vegna þessa. Hafdís var leið í sitt fyrst tónlistarferðalag í mörg ár í fyrradag, og stefndi raunar á fyrstu tónleikana eftir fæðingarorlof, pásu vegna heimfaraldurs og gerð nýrrar plötu, þegar óveður setti strik í reikninginn. Flugi hennar og fylgdarliðs til Lundúna var frestað um nokkrar klukkustundir vegna óveðurs og aftur svo frestunin náði fjórtán klukkustundum. Að fjórtán klukkustundum liðnum bárust þau tíðindi að ekki yrði flogið vegna bilunar sem orðið hafði á flugvélinni sem hún átti bókað far með. Hefði þurft að mæta á sama tíma og gestirnir Í samtali við Vísi segir Hafdís að ómögulegt hafi verið að bóka annað flugfar til Bretlands. Öllum flugferðum frá landinu hafi verið frestað eða aflýst og því hafi verið fullbókað í allar ferðir. Til stóð að halda tónleika á fimmtudagskvöld í Leicester. Hafdís segir í samtali við Vísi að hún hafi leitað allra leiða til þess að komast á áfangastað og hún hafi um tíma íhugað að bóka flug í gegnum München í Þýskalandi. Þá hefði hún komið á tónleikastaðinn á sama tíma og gestirnir, ef allt hefði farið eins og í sögu. Því ákvað hún að láta það vera og aflýsa tónleikunum. „Þetta er algjör martröð, sérstaklega af því að nú er ég búin að eyða öllum deginum í það, eftir að vera í alla nótt upp á flugvelli, að svara bréfum frá fólki sem var til dæmis búið að fljúga frá Bandaríkjunum til að koma á tónleikana. Svo getur maður verið með móral fyrir því ofan á allt saman, þetta er eiginlega alveg ömurlegt.“ Geisladiskar á tónleikaferðalagi Hafdís Huld segir að aflýsing flugsins komi til með að hafa keðjuverkandi áhrif á fyrirhugað tónleikaferðalag. Ekkert verði af þrennum tónleikum og finna þurfi þeim nýjan tíma, þeir verði sennilega ekki haldnir á þessu ári. Tónleikaferðalagið hefjist ekki fyrr en í byrjun nóvember með tónleikum í Liverpool á Englandi. Hún hafi ákveðið að skipta ferðalaginu í nokkur minni, enda sé maðurinn hennar með í hljómsveitinni og þau eigi ung börn. „Það besta eiginlega er að nýju geisladiskarnir mínir, já fólk kaupir enn þá svoleiðis í útlöndum, þeir voru sendir á fyrsta staðinn, svo til London af því við komumst ekki þangað, svo var tónleikunum í London aflýst og þeir sendir til Glasgow. Núna verða þeir sendir til Íslands, svo þeir eru líka búnir að vera á rúntinum. Ég hef aldrei lent í öðru eins klúðri. Þú getur ekki búið þetta til, allt sem getur farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.“ Á tónleikaferðalaginu mun Hafdís Huld meðal annars flytja tónlist af nýrri plötu sinni, sem gefin verður út í byrjun næsta árs. Á henni má heyra lagið Darkest night, sem hefur þegar verið gefið út. Tónlist Bretland Fréttir af flugi Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Hafdís var leið í sitt fyrst tónlistarferðalag í mörg ár í fyrradag, og stefndi raunar á fyrstu tónleikana eftir fæðingarorlof, pásu vegna heimfaraldurs og gerð nýrrar plötu, þegar óveður setti strik í reikninginn. Flugi hennar og fylgdarliðs til Lundúna var frestað um nokkrar klukkustundir vegna óveðurs og aftur svo frestunin náði fjórtán klukkustundum. Að fjórtán klukkustundum liðnum bárust þau tíðindi að ekki yrði flogið vegna bilunar sem orðið hafði á flugvélinni sem hún átti bókað far með. Hefði þurft að mæta á sama tíma og gestirnir Í samtali við Vísi segir Hafdís að ómögulegt hafi verið að bóka annað flugfar til Bretlands. Öllum flugferðum frá landinu hafi verið frestað eða aflýst og því hafi verið fullbókað í allar ferðir. Til stóð að halda tónleika á fimmtudagskvöld í Leicester. Hafdís segir í samtali við Vísi að hún hafi leitað allra leiða til þess að komast á áfangastað og hún hafi um tíma íhugað að bóka flug í gegnum München í Þýskalandi. Þá hefði hún komið á tónleikastaðinn á sama tíma og gestirnir, ef allt hefði farið eins og í sögu. Því ákvað hún að láta það vera og aflýsa tónleikunum. „Þetta er algjör martröð, sérstaklega af því að nú er ég búin að eyða öllum deginum í það, eftir að vera í alla nótt upp á flugvelli, að svara bréfum frá fólki sem var til dæmis búið að fljúga frá Bandaríkjunum til að koma á tónleikana. Svo getur maður verið með móral fyrir því ofan á allt saman, þetta er eiginlega alveg ömurlegt.“ Geisladiskar á tónleikaferðalagi Hafdís Huld segir að aflýsing flugsins komi til með að hafa keðjuverkandi áhrif á fyrirhugað tónleikaferðalag. Ekkert verði af þrennum tónleikum og finna þurfi þeim nýjan tíma, þeir verði sennilega ekki haldnir á þessu ári. Tónleikaferðalagið hefjist ekki fyrr en í byrjun nóvember með tónleikum í Liverpool á Englandi. Hún hafi ákveðið að skipta ferðalaginu í nokkur minni, enda sé maðurinn hennar með í hljómsveitinni og þau eigi ung börn. „Það besta eiginlega er að nýju geisladiskarnir mínir, já fólk kaupir enn þá svoleiðis í útlöndum, þeir voru sendir á fyrsta staðinn, svo til London af því við komumst ekki þangað, svo var tónleikunum í London aflýst og þeir sendir til Glasgow. Núna verða þeir sendir til Íslands, svo þeir eru líka búnir að vera á rúntinum. Ég hef aldrei lent í öðru eins klúðri. Þú getur ekki búið þetta til, allt sem getur farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.“ Á tónleikaferðalaginu mun Hafdís Huld meðal annars flytja tónlist af nýrri plötu sinni, sem gefin verður út í byrjun næsta árs. Á henni má heyra lagið Darkest night, sem hefur þegar verið gefið út.
Tónlist Bretland Fréttir af flugi Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira