Morðhótunum rignir yfir leiðtogalausa Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2023 15:20 Kevin McCarthy tilnefndi Jim Jordan í atkvæðagreiðslunni í dag. AP/J. Scott Applewhite Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddu í dag atkvæði gegn því að gera Jim Jordan að þingforseta. Þetta var í þriðja sinn sem þingmenn höfnuðu honum og lá í raun fyrir áður en atkvæðagreiðslan fór fram að hann yrði ekki þingforseti. Gífurleg óreiða ríkir í fulltrúadeildinni og þá alfarið innan þingflokks Repúblikanaflokksins, sem er með nauman meirihluta. Fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Mikil bræði er innan þingflokks Repúblikana og að miklu leyti vegna þeirra aðferða sem Jordan og bandamenn hans hafa beitt gagn þingmönnum sem hafa ekki viljað veita honum atkvæði. Morðhótunum hefur rignt yfir þessa þingmenn og fjölskyldur þeirra. AP fréttaveitan hefur eftir einum að eiginkona hans hafi sofið með hlaðna byssu nærri sér, eftir að henni bárust morðhótanir. Sumir segja þetta hafa fest afstöðu þeirra í sessi og heita því að veita Jordan aldrei atkvæði. Atkvæðagreiðslunni er ekki lokið þegar þetta er skrifað, hún er ekki hálfnuð, en ljóst er að Jordan nær ekki kjöri. (Uppfært: 25 þingmenn Repúblikanaflokksins, neituðu að veita Jordan atkvæði og hefur þeim fjölgað frá því síðast.) Óreiðan ræður ríkjum Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum. Jordan fékk því næst tilnefninguna en í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn honum og fjölgaði þeim í seinni atkvæðagreiðslunni. Sjá einnig: Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Þá skoðuðu Repúblikanar það að gera Patrick McHenry, starfandi þingforseta, að tímabundnum forseta en ekki náðist samkomulag um það. Sem starfandi þingforseti hefur McCarthy ekki heimild til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um annað en leitina að nýjum forseta. Þingið er því lamað þar til sá finnst. Jordan hefur reynt að fá Scalise til að halda ræðu og tilnefna sig til embættis en hann hefur ekki gert það. Að þessu sinni var það Kevin McCarthy sem hélt ræðu um tilnefningu Jordans og lofaði hann í hástert. Á sama tíma skaut hann skotum að Demókrötum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Gífurleg óreiða ríkir í fulltrúadeildinni og þá alfarið innan þingflokks Repúblikanaflokksins, sem er með nauman meirihluta. Fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Mikil bræði er innan þingflokks Repúblikana og að miklu leyti vegna þeirra aðferða sem Jordan og bandamenn hans hafa beitt gagn þingmönnum sem hafa ekki viljað veita honum atkvæði. Morðhótunum hefur rignt yfir þessa þingmenn og fjölskyldur þeirra. AP fréttaveitan hefur eftir einum að eiginkona hans hafi sofið með hlaðna byssu nærri sér, eftir að henni bárust morðhótanir. Sumir segja þetta hafa fest afstöðu þeirra í sessi og heita því að veita Jordan aldrei atkvæði. Atkvæðagreiðslunni er ekki lokið þegar þetta er skrifað, hún er ekki hálfnuð, en ljóst er að Jordan nær ekki kjöri. (Uppfært: 25 þingmenn Repúblikanaflokksins, neituðu að veita Jordan atkvæði og hefur þeim fjölgað frá því síðast.) Óreiðan ræður ríkjum Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum. Jordan fékk því næst tilnefninguna en í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn honum og fjölgaði þeim í seinni atkvæðagreiðslunni. Sjá einnig: Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Þá skoðuðu Repúblikanar það að gera Patrick McHenry, starfandi þingforseta, að tímabundnum forseta en ekki náðist samkomulag um það. Sem starfandi þingforseti hefur McCarthy ekki heimild til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um annað en leitina að nýjum forseta. Þingið er því lamað þar til sá finnst. Jordan hefur reynt að fá Scalise til að halda ræðu og tilnefna sig til embættis en hann hefur ekki gert það. Að þessu sinni var það Kevin McCarthy sem hélt ræðu um tilnefningu Jordans og lofaði hann í hástert. Á sama tíma skaut hann skotum að Demókrötum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10
Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01
Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32
McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32