Svartur blettur á samfélagi okkar Hjörtur Hjartarson skrifar 20. október 2023 12:01 11 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Það lýsir stjórnmálamenningu í miklum ógöngum að fólk í æðstu stöðum reyni að breiða gleymsku yfir þetta allt saman og láti sem ekkert sérstakt hafi gerst. Í dag eru 11 ár frá því kjósendur á Íslandi gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Alþingi boðaði til atkvæðagreiðslunnar að undangengnu einstöku lýðæðislegu ferli. Úrslit kosningarinnar hafa ekki enn verið virt. — Íbúar landsins átta sig flestir á því hvað veldur: Fámennum en valdamiklum öflum þóknast að halda í óbreytt ástand og valdaleysi almennings sem úrelt stjórnarskrá tryggir þeim. Almenningi er líka ljóst að þetta er fullkomlega andlýðræðislegt. Og mun aldrei gleymast. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram í júní 2016. Útganga var samþykkt naumlega. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Eins þótt meiri hluti þingsins væri ósammála niðurstöðunni. Þegar Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, reyndi að hafa að engu niðurstöðu kosninga var það fordæmt um allan heim. Líka af íslensku ráðafólki. Enda grundvallarregla í lýðræðisríki að úrslit kosninga séu virt. Afdráttarlaust — og ekkert fimbulfamb. Þann 20. október 2012 samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) að tillögur sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Það er sama hve margir herrar og frúr og háttvirtir og hæstvirtir líta undan og forðast að nefna það. Sama hve lengi óréttlætið verður látið viðgangast: Að Alþingi virði ekki úrslit kosningarinnar um nýja stjórnarskrá er viðvarandi atlaga að lýðræði í landinu. Svartur blettur á samfélagi okkar sem við verðum að ná burt. Til að ljúka málinu farsællega þarf hugrekki, virðingu fyrir lýðræðislegum grundvallargildum og heilindi. Viðurkenna verður efnislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hætta tilburðum til að byrja nýtt stjórnarskrárferli og smíða stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna. Fást þarf við þær tillögur sem kjósendur samþykktu og fylgja almennum lýðræðislegum leikreglum og viðmiðum Feneyjarnefndarinnar frá 2020 og Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns. Sjónarmið Ragnars eru þessi: Tillögurnar urðu til í víðtæku lýðræðislegu ferli og voru samþykktar í lýðræðislegum kosningum. Þeim sem vilja gera efnislegar breytingar á tillögunum er því vandi á höndum. Þeir þurfa að færa ótvíræðar sönnur á að þær breytingarnar treysti betur almannahag en óbreyttar tillögur. Sama sjónarmið kom fram í áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020 til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Að fenginni langri reynslu yrði farsælast að koma á stjórnlagaþingi sem legði lokahönd á tillögurnar sem kjósendur samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár fyrir 11 árum. — Við eigum nýja stjórnarskrá. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Hjörtur Hjartarson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
11 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Það lýsir stjórnmálamenningu í miklum ógöngum að fólk í æðstu stöðum reyni að breiða gleymsku yfir þetta allt saman og láti sem ekkert sérstakt hafi gerst. Í dag eru 11 ár frá því kjósendur á Íslandi gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Alþingi boðaði til atkvæðagreiðslunnar að undangengnu einstöku lýðæðislegu ferli. Úrslit kosningarinnar hafa ekki enn verið virt. — Íbúar landsins átta sig flestir á því hvað veldur: Fámennum en valdamiklum öflum þóknast að halda í óbreytt ástand og valdaleysi almennings sem úrelt stjórnarskrá tryggir þeim. Almenningi er líka ljóst að þetta er fullkomlega andlýðræðislegt. Og mun aldrei gleymast. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram í júní 2016. Útganga var samþykkt naumlega. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Eins þótt meiri hluti þingsins væri ósammála niðurstöðunni. Þegar Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, reyndi að hafa að engu niðurstöðu kosninga var það fordæmt um allan heim. Líka af íslensku ráðafólki. Enda grundvallarregla í lýðræðisríki að úrslit kosninga séu virt. Afdráttarlaust — og ekkert fimbulfamb. Þann 20. október 2012 samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) að tillögur sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Það er sama hve margir herrar og frúr og háttvirtir og hæstvirtir líta undan og forðast að nefna það. Sama hve lengi óréttlætið verður látið viðgangast: Að Alþingi virði ekki úrslit kosningarinnar um nýja stjórnarskrá er viðvarandi atlaga að lýðræði í landinu. Svartur blettur á samfélagi okkar sem við verðum að ná burt. Til að ljúka málinu farsællega þarf hugrekki, virðingu fyrir lýðræðislegum grundvallargildum og heilindi. Viðurkenna verður efnislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hætta tilburðum til að byrja nýtt stjórnarskrárferli og smíða stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna. Fást þarf við þær tillögur sem kjósendur samþykktu og fylgja almennum lýðræðislegum leikreglum og viðmiðum Feneyjarnefndarinnar frá 2020 og Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns. Sjónarmið Ragnars eru þessi: Tillögurnar urðu til í víðtæku lýðræðislegu ferli og voru samþykktar í lýðræðislegum kosningum. Þeim sem vilja gera efnislegar breytingar á tillögunum er því vandi á höndum. Þeir þurfa að færa ótvíræðar sönnur á að þær breytingarnar treysti betur almannahag en óbreyttar tillögur. Sama sjónarmið kom fram í áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020 til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Að fenginni langri reynslu yrði farsælast að koma á stjórnlagaþingi sem legði lokahönd á tillögurnar sem kjósendur samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár fyrir 11 árum. — Við eigum nýja stjórnarskrá. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun