„Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft“ Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2023 10:42 Teitur telur Þór ekki tala af háum hóli þegar hann saki Reykvíkinga um sóðaskap, Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu sem þurftu að loka sinni eigin grendarstöð vegna sóðaskaps. vísir/vilhelm Erjum Seltirninga og Reykvíkinga hvað varðar sorphirðu virðist hvergi nærri lokið. Teitur Atlason, sem er virkur í athugasemdum um skipulags- og umhverfismál í Vesturbæ Reykjavíkur, gefur ekki mikið fyrir málflutning Þórs Sigurgeirssonar, bæjarstjóra Seltjarnarness. Teitur segir Þór gera stólpagrín að Reykvíkingum með því að segja þá sóða með sínar aumu grenndarstöðvar. Teitur leggur út af þessari frétt Vísis frá í morgun. Teitur vitnar í orð Þórs sem segir: „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga“. Teitur hefur látið sig sorphirðumál borgarinnar varða og stóð í ströngu við umrædda grenndarstöð í sumar þegar hann í félagi við annan mann tók til hendinni. Umgengni við stöðuna var slík að Teiti ofbauð. Ummæli Þórs fara öfugt í Teit sem lætur Þór heyra það á ekta vesturbæísku, ef svo má að orði komast: „Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu. Kunna ekki að flokka og líta á ruslamál sem eitthverja vinstri vitleysu. Það var stór grenndarstöð sem var á Eiðistorgi en henni var lokað vegna slæmrar umgengni,“ segir Teitur. Hann leggur fyrir tvö atriði í þessu samhengi: a) Seltirningar kunna ekki á grenndargáma (sem er svolítið spes) b) Bæjarstjórn Seltjarnarness brást við þessu með því að loka grenndarstöðinni á Eiðistorgi og færðu vandamálið til Reykjavíkur. „Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft,“ segir Teitur og vill meina að „sveiattan“ hafi verið sagt af minna tilefni. Teitur er ekki einn um að furða sig á orðum bæjarstjórans á Seltjarnarnesi. Gylfi Magnússon hagfræðingur veltir þessu fyrir sér í færslu sem segir: „Ef þið þarna í Reykjavík komið ykkur ekki upp betri grenndargámum þá hættum við bara að nota þá!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Seltjarnarnes Sorphirða Tengdar fréttir Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43 Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Teitur Atlason, sem er virkur í athugasemdum um skipulags- og umhverfismál í Vesturbæ Reykjavíkur, gefur ekki mikið fyrir málflutning Þórs Sigurgeirssonar, bæjarstjóra Seltjarnarness. Teitur segir Þór gera stólpagrín að Reykvíkingum með því að segja þá sóða með sínar aumu grenndarstöðvar. Teitur leggur út af þessari frétt Vísis frá í morgun. Teitur vitnar í orð Þórs sem segir: „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga“. Teitur hefur látið sig sorphirðumál borgarinnar varða og stóð í ströngu við umrædda grenndarstöð í sumar þegar hann í félagi við annan mann tók til hendinni. Umgengni við stöðuna var slík að Teiti ofbauð. Ummæli Þórs fara öfugt í Teit sem lætur Þór heyra það á ekta vesturbæísku, ef svo má að orði komast: „Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu. Kunna ekki að flokka og líta á ruslamál sem eitthverja vinstri vitleysu. Það var stór grenndarstöð sem var á Eiðistorgi en henni var lokað vegna slæmrar umgengni,“ segir Teitur. Hann leggur fyrir tvö atriði í þessu samhengi: a) Seltirningar kunna ekki á grenndargáma (sem er svolítið spes) b) Bæjarstjórn Seltjarnarness brást við þessu með því að loka grenndarstöðinni á Eiðistorgi og færðu vandamálið til Reykjavíkur. „Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft,“ segir Teitur og vill meina að „sveiattan“ hafi verið sagt af minna tilefni. Teitur er ekki einn um að furða sig á orðum bæjarstjórans á Seltjarnarnesi. Gylfi Magnússon hagfræðingur veltir þessu fyrir sér í færslu sem segir: „Ef þið þarna í Reykjavík komið ykkur ekki upp betri grenndargámum þá hættum við bara að nota þá!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Seltjarnarnes Sorphirða Tengdar fréttir Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43 Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43
Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51