Þrjár Stephensen-kynslóðir áberandi á verðlaunapallinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2023 12:01 Frændurnir Pétur Steinn og Óskar Darri Stephensen (í miðjunni) á verðlaunapalli í byrjendaflokki á Pepsi mótinu í borðtennis. Þeir eiga ekki langt að sækja borðtennishæfileikana. finnur hrafn jónsson Guðmundur Stephensen er langþekktasti borðtennisspilari Íslands fyrr og síðar. Hann er samt ekki sá eini í fjölskyldunni sem er liðtækur í íþróttinni. Það kom í ljós um helgina. Á laugardaginn fór Pepsi mótið í borðtennis fram í TBR-íþróttahúsinu. Keppt var í átta flokkum og komu keppendur frá átta félögum (Víkingi, KR, BR, BH, Erninum, ÍFR, HK, Aftureldingu). Í byrjendaflokki hrósaði Pétur Steinn Stephensen sigri en hann er átta ára bróðursonur Guðmundar Stephensen. Sonur Guðmundar, Óskar Darri, varð í 3.-4. sæti. Faðir hans var ekki langt undan en hann þjálfaði son sinn. Guðmundur Stephensen fylgist grannt með gangi mála á Pepsi mótinu.finnur hrafn jónsson Í eldri flokki karla varð Pétur Ó. Stephensen hlutskarpastur en hann er faðir Guðmundar og afi Péturs Steins og Óskars Darra. Stephensen fjölskyldan var því áberandi á mótinu eins og á öðrum borðtennismótum á Íslandi. Pétur Ó. Stephensen hefur verið formaður borðtennisdeildar Víkings svo lengi sem elstu menn muna.finnur hrafn jónsson Guðmundur tók sem frægt er spaðann af hillunni í vetur eftir áratugar hlé og varð Íslandsmeistari í 21. sinn. Hann vann Íslandsmótið tuttugu ár í röð (1994-2013) og sýndi á Íslandsmótinu 2023 að hann hefur engu gleymt. Guðmundur keppti ekki á Pepsi mótinu. Norbert Bëdo vann sigur í meistaraflokki karla og í meistaraflokki kvenna sigraði Nevena Tasic. Sigurvegara í öllum flokkum á Pepsi mótinu má sjá hér fyrir neðan. Meistaraflokkur karla: Norbert Bëdo (KR) Meistaraflokkur kvenna: Nevena Tasic (Víkingi) 1. flokkur karla: Þorbergur Pálmarsson (BH) 1. flokkur kvenna: Guðbjörg Gunnarsdóttir (KR) 2. flokkur karla: Darian Adam HK 2. flokkur kvenna; Helena Árnadóttir KR Byrjendaflokkur: Pétur Steinn Stephensen Víkingur Eldri flokkur karla: Pétur Ó. Stephensen Víkingur Borðtennis Víkingur Reykjavík Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Á laugardaginn fór Pepsi mótið í borðtennis fram í TBR-íþróttahúsinu. Keppt var í átta flokkum og komu keppendur frá átta félögum (Víkingi, KR, BR, BH, Erninum, ÍFR, HK, Aftureldingu). Í byrjendaflokki hrósaði Pétur Steinn Stephensen sigri en hann er átta ára bróðursonur Guðmundar Stephensen. Sonur Guðmundar, Óskar Darri, varð í 3.-4. sæti. Faðir hans var ekki langt undan en hann þjálfaði son sinn. Guðmundur Stephensen fylgist grannt með gangi mála á Pepsi mótinu.finnur hrafn jónsson Í eldri flokki karla varð Pétur Ó. Stephensen hlutskarpastur en hann er faðir Guðmundar og afi Péturs Steins og Óskars Darra. Stephensen fjölskyldan var því áberandi á mótinu eins og á öðrum borðtennismótum á Íslandi. Pétur Ó. Stephensen hefur verið formaður borðtennisdeildar Víkings svo lengi sem elstu menn muna.finnur hrafn jónsson Guðmundur tók sem frægt er spaðann af hillunni í vetur eftir áratugar hlé og varð Íslandsmeistari í 21. sinn. Hann vann Íslandsmótið tuttugu ár í röð (1994-2013) og sýndi á Íslandsmótinu 2023 að hann hefur engu gleymt. Guðmundur keppti ekki á Pepsi mótinu. Norbert Bëdo vann sigur í meistaraflokki karla og í meistaraflokki kvenna sigraði Nevena Tasic. Sigurvegara í öllum flokkum á Pepsi mótinu má sjá hér fyrir neðan. Meistaraflokkur karla: Norbert Bëdo (KR) Meistaraflokkur kvenna: Nevena Tasic (Víkingi) 1. flokkur karla: Þorbergur Pálmarsson (BH) 1. flokkur kvenna: Guðbjörg Gunnarsdóttir (KR) 2. flokkur karla: Darian Adam HK 2. flokkur kvenna; Helena Árnadóttir KR Byrjendaflokkur: Pétur Steinn Stephensen Víkingur Eldri flokkur karla: Pétur Ó. Stephensen Víkingur
Meistaraflokkur karla: Norbert Bëdo (KR) Meistaraflokkur kvenna: Nevena Tasic (Víkingi) 1. flokkur karla: Þorbergur Pálmarsson (BH) 1. flokkur kvenna: Guðbjörg Gunnarsdóttir (KR) 2. flokkur karla: Darian Adam HK 2. flokkur kvenna; Helena Árnadóttir KR Byrjendaflokkur: Pétur Steinn Stephensen Víkingur Eldri flokkur karla: Pétur Ó. Stephensen Víkingur
Borðtennis Víkingur Reykjavík Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira