Rúnar staðfestir viðræður | Fram vill ráða sem allra fyrst Valur Páll Eiríksson skrifar 19. október 2023 10:27 Rúnar hefur fundað með Frömurum og er með sín mál til skoðunar. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. Agnar Þór Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, og Rúnar staðfesta við Vísi að þeir hafi átt fund um möguleikann á því að Rúnar taki við Fram á þriðjudaginn var. Framarar hafa áhuga á að ráða Rúnar í þjálfarastöðu félagsins sem er laus eftir að Ragnar Sigurðsson stýrði liðinu tímabundið undir lok síðustu leiktíðar. Ragnar tók við stöðunni af Jóni Sveinssyni sem var sagt upp um mitt mót. Rúnar kveðst vera að skoða sín mál og liggi nú undir feldi hvað framtíð sína varðar. Tíðinda ætti að vænta á næstu dögum hvað þjálfaramálin hjá Fram varðar en Agnar Þór segir að Framarar vilji ganga frá þjálfaramálunum sem allra fyrst, helst sitthvoru megin við helgina. Rúnar stýrði KR frá 2010 til 2014 og aftur frá 2017 þar til í ár. Þar á milli var hann þjálfari Lilleström í Noregi og Lokeren í Belgíu. Hann vann Íslandsmeistaratitil með KR árin 2011, 2013 og 2019 og bikartitilinn 2011, 2012 og 2014. KR lenti í sjötta sæti Bestu deildarinnar með 37 stig, fjórum stigum á eftir Breiðabliki sem lenti í neðsta Evrópusætinu. Fram hafnaði í 10. sæti, efsta örugga sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan ÍBV sem féll. Besta deild karla Fram KR Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Sjá meira
Agnar Þór Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, og Rúnar staðfesta við Vísi að þeir hafi átt fund um möguleikann á því að Rúnar taki við Fram á þriðjudaginn var. Framarar hafa áhuga á að ráða Rúnar í þjálfarastöðu félagsins sem er laus eftir að Ragnar Sigurðsson stýrði liðinu tímabundið undir lok síðustu leiktíðar. Ragnar tók við stöðunni af Jóni Sveinssyni sem var sagt upp um mitt mót. Rúnar kveðst vera að skoða sín mál og liggi nú undir feldi hvað framtíð sína varðar. Tíðinda ætti að vænta á næstu dögum hvað þjálfaramálin hjá Fram varðar en Agnar Þór segir að Framarar vilji ganga frá þjálfaramálunum sem allra fyrst, helst sitthvoru megin við helgina. Rúnar stýrði KR frá 2010 til 2014 og aftur frá 2017 þar til í ár. Þar á milli var hann þjálfari Lilleström í Noregi og Lokeren í Belgíu. Hann vann Íslandsmeistaratitil með KR árin 2011, 2013 og 2019 og bikartitilinn 2011, 2012 og 2014. KR lenti í sjötta sæti Bestu deildarinnar með 37 stig, fjórum stigum á eftir Breiðabliki sem lenti í neðsta Evrópusætinu. Fram hafnaði í 10. sæti, efsta örugga sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan ÍBV sem féll.
Besta deild karla Fram KR Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Sjá meira