Eitt fórnarlamb skotárásarinnar í Brussel var fastagestur á leikjum Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2023 10:00 Patrick Lundström lést í skotárásinni. Fjölskylda hans sendi fjölmiðlum þessa mynd af honum í sænsku landsliðstreyjunni. Lundström fjölskyldan Patrick Lundström var skotinn til bana í aðdraganda leiks Belgíu og Svíþjóðar í undankeppni EM í vikunni. Fjölskyldan hans er skiljanlega í miklu áfalli en vildi minnast hans í sænskum fjölmiðlum. Leik Belgíu og Svíþjóðar var hætt í hálfleik eftir að leikmenn og starfsmenn sænska landsliðsins fréttu fyrst af árásinni. Tveir Svíar voru drepnir í árásinni og voru þeir karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Patrick Lundström dödades i terrordådet - familjens sorg: "Djupt chockade".https://t.co/PBTn4qyEww pic.twitter.com/0bPbM66AJ5— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 18, 2023 Árásin átti sér stað um klukkan sjö um kvöld á Boulevard d'Ypres sem er í um fimm kílómetra frá leikvanginum þar sem fótboltalandsleikurinn var spilaður. Sænskir fjölmiðlar fengu leyfi frá fjölskyldu Patrick Lundström til að birta mynd af honum en þar má sjá hinn sextuga Patrick í sænsku landsliðstreyjunni. „Öll fjölskyldan er í miklu áfalli enda hefur það óhugsandi gerst,“ sagði systkini Lundström í samtali við sænska ríkisútvarpið. Patrick var mikill áhugamaður um knattspyrnu og horfði á flesta leiki sænska landsliðsins. Hann var frá Sundsvall en bjó í Stokkhólmi. „Hann var mikill fótboltaáhugamaður og fylgdi ekki aðeins vel með sænska landsliðinu í gegnum og líka í gegnum mótlæti, heldur fylgdist hann með öllum fótbolta. Hann hafði gríðarlegan áhuga á fótboltanum. Hann var líka alltaf í sænska landsliðsbúningnum, skrifuðu systkini hans í yfirlýsingu til sænskra fjölmiðla. Þau vildu einnig senda samúðarkveðjur til annarra fórnarlamba voðaverksins. View this post on Instagram A post shared by Aftonbladet (@aftonbladet) Svíþjóð EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Leik Belgíu og Svíþjóðar var hætt í hálfleik eftir að leikmenn og starfsmenn sænska landsliðsins fréttu fyrst af árásinni. Tveir Svíar voru drepnir í árásinni og voru þeir karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Patrick Lundström dödades i terrordådet - familjens sorg: "Djupt chockade".https://t.co/PBTn4qyEww pic.twitter.com/0bPbM66AJ5— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 18, 2023 Árásin átti sér stað um klukkan sjö um kvöld á Boulevard d'Ypres sem er í um fimm kílómetra frá leikvanginum þar sem fótboltalandsleikurinn var spilaður. Sænskir fjölmiðlar fengu leyfi frá fjölskyldu Patrick Lundström til að birta mynd af honum en þar má sjá hinn sextuga Patrick í sænsku landsliðstreyjunni. „Öll fjölskyldan er í miklu áfalli enda hefur það óhugsandi gerst,“ sagði systkini Lundström í samtali við sænska ríkisútvarpið. Patrick var mikill áhugamaður um knattspyrnu og horfði á flesta leiki sænska landsliðsins. Hann var frá Sundsvall en bjó í Stokkhólmi. „Hann var mikill fótboltaáhugamaður og fylgdi ekki aðeins vel með sænska landsliðinu í gegnum og líka í gegnum mótlæti, heldur fylgdist hann með öllum fótbolta. Hann hafði gríðarlegan áhuga á fótboltanum. Hann var líka alltaf í sænska landsliðsbúningnum, skrifuðu systkini hans í yfirlýsingu til sænskra fjölmiðla. Þau vildu einnig senda samúðarkveðjur til annarra fórnarlamba voðaverksins. View this post on Instagram A post shared by Aftonbladet (@aftonbladet)
Svíþjóð EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira