Hrósar Íslendingum fyrir frábæra 75 ára þjónustu við alþjóðaflugið Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2023 21:45 Christian Schleifer er stjórnarformaður Joint Support Committee hjá ICAO. Sú nefnd starfrækir samning Íslands við Alþjóðaflugmálastofnunina. Sigurjón Ólason Þetta hefur verið kallað minnst þekkti útflutningsatvinnuvegur Íslands, hann skapar þó níu milljarða króna gjaldeyristekjur á þessu ári og yfir þrjúhundruð hálaunastörf. Þetta er flugumferðarþjónusta Íslendinga fyrir alþjóðaflugið en 75 ára afmæli hennar var fagnað í dag. Þjónustan hófst í gamla flugturninum á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir síðari heimsstyrjöld en er núna til húsa í flugstjórnarmiðstöðinni, sem heimsótt var í fréttum Stöðvar 2. Þar var þess minnst í dag að 75 ár eru liðin frá því Alþjóðaflugmálastofnunin samdi við Íslendinga árið 1948 um að annast flugumferðarþjónustu á Norður-Atlantshafinu, á svæði sem nær allt til Norðurpólsins. Í tilefni afmælisins afhjúpuðu þeir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, dótturfélags Isavia, og Christian Schleifer, fulltrúi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, minnismerki en Austurríkismaðurinn Schleifer bar lof á þjónustu Íslendinga. Minnismerkið afhjúpað í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Á þeim 75 árum sem þessi samningur hefur verið í gildi hefur það sannast að þið hafið veitt frábæra þjónustu. Ísland hefur veitt frábæra þjónustu. Isavia hefur veitt frábæra þjónustu,“ sagði Christian Schleifer, en hann er stjórnarformaður Joint Support Committee hjá ICAO, sem annast samninginn við Ísland. Þannig hafi Íslendingum tekist vel að aðlaga þjónustuna að breyttum þörfum alþjóðaflugsins. „Frábær vinna, góð aðlögun. Við heimsóttum flugstjórnarmiðstöðina hérna og það sést að þetta fólk stendur við það sem það lofaði. Og við sjáum árangurinn í mjög góðri frammistöðu þessarar stofnunar,“ sagði Christian Schleifer. Flugumferðarstjórinn Ásgeir Pálsson starfaði í 46 ár í flugleiðsöguþjónustu og stýrði flugstjórnarmiðstöðinni í aldarfjórðung. Ásgeir Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri Isavia ANS.Sigurjón Ólason „Ég hef oft höfðað til þess að þetta sé minnst þekkti útflutningsatvinnuvegur Íslands. Út af því að þetta er auðvitað borgað af notendagjöldum af þeirri flugumferð sem flýgur hérna yfir,“ sagði Ásgeir, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Isavia ANS. „Þetta gerir mikið fyrir samfélagið okkar. Ég held að veltan hérna sé á milli átta og níu milljarðar á þessu ári í tekjur hjá okkur,“ sagði Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS. „Þetta er auðvitað allt greitt í gjaldeyri og sjötíu prósent af rekstrarkostnaði hérna eru launagreiðslur,“ sagði Ásgeir. Kjartan segir að um 250 manns starfi í flugstjórnarmiðstöðinni vegna alþjóðaflugsins og áætlar að fimmtíu til eitthundrað störf til viðbótar tengist starfseminni. Flugumferðarstjórar að störfum í flugstjórnarmiðstöðinni í dag.Sigurjón Ólason „Og fyrirtækið hér og starfsmenn þess eru mjög stoltir af þjónustunni. Og við teljum okkur vera ákveðna leiðtoga í samstarfi ríkjanna sem eru að sjá um flugið í Norður-Atlantshafinu. Að því leyti viljum við viðhalda þeirri stöðu og vera áfram í fararbroddi,“ sagði Kjartan Briem. Íslenska flugstjórnarsvæðið er með stærri flugstjórnarsvæðum heims en það nær yfir 5,4 milljón ferkílómetra svæði, samkvæmt upplýsingum Isavia. Flugstjórnarsvæðið nær frá Greenwich-lengdarbaugnum í austri og vestur fyrir Grænland, frá Norðurpólnum, suður fyrir Færeyjar og langleiðina til Skotlands. Rétt rúmlega fjórðungur flugumferðar á leið yfir Norður-Atlantshafið fer í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kynjahlutföllum snúið við í flugturninum á Akureyri Konur hafa tekið yfir flugturninn á Akureyri. Karlar eru þar orðinn minnihlutahópur og telja aðeins þriðjung flugumferðarstjóra fyrir norðan. 24. júlí 2023 07:27 Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. 1. febrúar 2022 22:01 Isavia tilnefnt til verðlauna á sviði flugleiðsögu Isavia fær tilnefningar fyrir ADS-B væðingu í íslensku flugstjórnarmiðstöðinni og verkefni við að setja upp samtengt fjarskiptastjórnkerfi í Gufunesi og Ballygirren á Írlandi. 27. janúar 2016 08:37 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Þjónustan hófst í gamla flugturninum á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir síðari heimsstyrjöld en er núna til húsa í flugstjórnarmiðstöðinni, sem heimsótt var í fréttum Stöðvar 2. Þar var þess minnst í dag að 75 ár eru liðin frá því Alþjóðaflugmálastofnunin samdi við Íslendinga árið 1948 um að annast flugumferðarþjónustu á Norður-Atlantshafinu, á svæði sem nær allt til Norðurpólsins. Í tilefni afmælisins afhjúpuðu þeir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, dótturfélags Isavia, og Christian Schleifer, fulltrúi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, minnismerki en Austurríkismaðurinn Schleifer bar lof á þjónustu Íslendinga. Minnismerkið afhjúpað í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Á þeim 75 árum sem þessi samningur hefur verið í gildi hefur það sannast að þið hafið veitt frábæra þjónustu. Ísland hefur veitt frábæra þjónustu. Isavia hefur veitt frábæra þjónustu,“ sagði Christian Schleifer, en hann er stjórnarformaður Joint Support Committee hjá ICAO, sem annast samninginn við Ísland. Þannig hafi Íslendingum tekist vel að aðlaga þjónustuna að breyttum þörfum alþjóðaflugsins. „Frábær vinna, góð aðlögun. Við heimsóttum flugstjórnarmiðstöðina hérna og það sést að þetta fólk stendur við það sem það lofaði. Og við sjáum árangurinn í mjög góðri frammistöðu þessarar stofnunar,“ sagði Christian Schleifer. Flugumferðarstjórinn Ásgeir Pálsson starfaði í 46 ár í flugleiðsöguþjónustu og stýrði flugstjórnarmiðstöðinni í aldarfjórðung. Ásgeir Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri Isavia ANS.Sigurjón Ólason „Ég hef oft höfðað til þess að þetta sé minnst þekkti útflutningsatvinnuvegur Íslands. Út af því að þetta er auðvitað borgað af notendagjöldum af þeirri flugumferð sem flýgur hérna yfir,“ sagði Ásgeir, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Isavia ANS. „Þetta gerir mikið fyrir samfélagið okkar. Ég held að veltan hérna sé á milli átta og níu milljarðar á þessu ári í tekjur hjá okkur,“ sagði Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS. „Þetta er auðvitað allt greitt í gjaldeyri og sjötíu prósent af rekstrarkostnaði hérna eru launagreiðslur,“ sagði Ásgeir. Kjartan segir að um 250 manns starfi í flugstjórnarmiðstöðinni vegna alþjóðaflugsins og áætlar að fimmtíu til eitthundrað störf til viðbótar tengist starfseminni. Flugumferðarstjórar að störfum í flugstjórnarmiðstöðinni í dag.Sigurjón Ólason „Og fyrirtækið hér og starfsmenn þess eru mjög stoltir af þjónustunni. Og við teljum okkur vera ákveðna leiðtoga í samstarfi ríkjanna sem eru að sjá um flugið í Norður-Atlantshafinu. Að því leyti viljum við viðhalda þeirri stöðu og vera áfram í fararbroddi,“ sagði Kjartan Briem. Íslenska flugstjórnarsvæðið er með stærri flugstjórnarsvæðum heims en það nær yfir 5,4 milljón ferkílómetra svæði, samkvæmt upplýsingum Isavia. Flugstjórnarsvæðið nær frá Greenwich-lengdarbaugnum í austri og vestur fyrir Grænland, frá Norðurpólnum, suður fyrir Færeyjar og langleiðina til Skotlands. Rétt rúmlega fjórðungur flugumferðar á leið yfir Norður-Atlantshafið fer í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kynjahlutföllum snúið við í flugturninum á Akureyri Konur hafa tekið yfir flugturninn á Akureyri. Karlar eru þar orðinn minnihlutahópur og telja aðeins þriðjung flugumferðarstjóra fyrir norðan. 24. júlí 2023 07:27 Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. 1. febrúar 2022 22:01 Isavia tilnefnt til verðlauna á sviði flugleiðsögu Isavia fær tilnefningar fyrir ADS-B væðingu í íslensku flugstjórnarmiðstöðinni og verkefni við að setja upp samtengt fjarskiptastjórnkerfi í Gufunesi og Ballygirren á Írlandi. 27. janúar 2016 08:37 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Kynjahlutföllum snúið við í flugturninum á Akureyri Konur hafa tekið yfir flugturninn á Akureyri. Karlar eru þar orðinn minnihlutahópur og telja aðeins þriðjung flugumferðarstjóra fyrir norðan. 24. júlí 2023 07:27
Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. 1. febrúar 2022 22:01
Isavia tilnefnt til verðlauna á sviði flugleiðsögu Isavia fær tilnefningar fyrir ADS-B væðingu í íslensku flugstjórnarmiðstöðinni og verkefni við að setja upp samtengt fjarskiptastjórnkerfi í Gufunesi og Ballygirren á Írlandi. 27. janúar 2016 08:37
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels