Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. október 2023 12:04 Einn lést og tveir slösuðust þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða 7 í gær. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. Í kjölfar úttektar slökkviliðsins í apríl voru gerðar athugsemdar við nokkur atriði. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að eiganda hafi verið sent bréf í kjölfarið og gefið tækifæri til úrbóta. Brunavarnir í lagi fyrir utan brunastiga Síðustu samskipti í málinu áttu sér stað síðastliðinn föstudag. Búið var að bæta úr öllum atriðum nema einu sem var gefinn aukinn frestur á, sem varðar brunastiga af annarri hæð. „Út frá upplýsingum frá eiganda og staðfestinga sem hann sendir okkur myndi ég segja að brunavarnir hafi verið viðunandi, ef frá er talinn þessi flóttastigi sem vantar ennþá en er í ferli,“ segir Aldís. Bruninn í gær kom upp á fyrstu hæð hússins svo ekki reyndi á brunastigann í því tilfelli. Hlutverk slökkviliðs að tryggja brunavarnir Búseta í iðnaðarhúsnæðum hefur verið í umræðunni síðustu mánuði og ár enda hafa komið upp þónokkuð margir brunar í slíkum húsnæðum. Í skýrslu sem gefin var út í fyrra um kortlagningu á búsetu í iðnaðarhúsnæðum kom fram að um tvö þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði. Skýrslan var gefin út í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg árið 2020 þar sem þrír létust. „Slökkviliðið getur ekki sagt hvort eitthvað sé í lagi eða ekki. Notkunin er ekki í samræmi við gildandi aðaluppdrætti. Nálgun slökkviliðsins hefur verið sú að tryggja að lágmarksbrunavarnir séu til staðar fyrir íbúa,“ segir Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að negla fyrir hurð herbergisins þar sem eldurinn kviknaði í gær. Slökkvilið Bruni á Funahöfða Reykjavík Tengdar fréttir Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Í lífshættu eftir brunann á Funahöfða Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi. 16. október 2023 19:47 „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Í kjölfar úttektar slökkviliðsins í apríl voru gerðar athugsemdar við nokkur atriði. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að eiganda hafi verið sent bréf í kjölfarið og gefið tækifæri til úrbóta. Brunavarnir í lagi fyrir utan brunastiga Síðustu samskipti í málinu áttu sér stað síðastliðinn föstudag. Búið var að bæta úr öllum atriðum nema einu sem var gefinn aukinn frestur á, sem varðar brunastiga af annarri hæð. „Út frá upplýsingum frá eiganda og staðfestinga sem hann sendir okkur myndi ég segja að brunavarnir hafi verið viðunandi, ef frá er talinn þessi flóttastigi sem vantar ennþá en er í ferli,“ segir Aldís. Bruninn í gær kom upp á fyrstu hæð hússins svo ekki reyndi á brunastigann í því tilfelli. Hlutverk slökkviliðs að tryggja brunavarnir Búseta í iðnaðarhúsnæðum hefur verið í umræðunni síðustu mánuði og ár enda hafa komið upp þónokkuð margir brunar í slíkum húsnæðum. Í skýrslu sem gefin var út í fyrra um kortlagningu á búsetu í iðnaðarhúsnæðum kom fram að um tvö þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði. Skýrslan var gefin út í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg árið 2020 þar sem þrír létust. „Slökkviliðið getur ekki sagt hvort eitthvað sé í lagi eða ekki. Notkunin er ekki í samræmi við gildandi aðaluppdrætti. Nálgun slökkviliðsins hefur verið sú að tryggja að lágmarksbrunavarnir séu til staðar fyrir íbúa,“ segir Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að negla fyrir hurð herbergisins þar sem eldurinn kviknaði í gær.
Slökkvilið Bruni á Funahöfða Reykjavík Tengdar fréttir Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Í lífshættu eftir brunann á Funahöfða Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi. 16. október 2023 19:47 „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03
Í lífshættu eftir brunann á Funahöfða Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi. 16. október 2023 19:47
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37
Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31