Samveran eða hamstrahjólið Karólína Helga Símonardóttir skrifar 17. október 2023 08:30 Vegna umræðunnar síðustu daga um ábyrgð foreldra og líðan barna. Það er virkilega gott að þessi umræða á sér stað og ég vona að það taki sem flestir þátt í henni. Ég held við séum flest öll meðvituð um að íslenskum börnum og unglingum líði ekki nógu vel, en við erum svolítið upptekin af: „vegna þess að…“ Og þar koma ýmsar hugmyndir til sögunnaren flestir tala þar um síma- og foreldravandamál. Gott og blessað með það, jú þetta tvennt er klárlega vandamál hjá hluta barna og unglinga í samfélaginu - sama samfélagi og þar sem kulnun hjá fullorðnum hefur margfaldast. Aukin vanlíðan fullorðinna hefur einnig verið í umræðunni. Þegar rætt er um þetta í kringum mig þá tala flest allir um vöntun á frítíma fjölskyldunnar, líka fullorðnir. Það er ekki svo að fólk hlaupi í ræktina eða í áhugamál bara til þess að „losna“ undan foreldraskyldum sínum, heldurkannski til þess að reyna að finna gleði. Flest erum við föst í hamstrahjólinu sem við viljum komast út úr. Ég get ekki alhæft fyrir alla en mig grunar að sú staðhæfin eigi við um ansi marga. Öllum langar að standa sig, og þá sérstaklega gagnvart börnunum. Ég t.d. stunda golf sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það er tímafrekt en veitir mér gleði á móti. Krakkarnir mínir hafa alveg kvartað undan því að ég fari í golf, minnsta mál. Ég hef líka oftar en ekki setið ein heima í fimm klukkutíma og beðið eftir börnunum mínum sem öll eru í sinni tómstund, í sínu lífi og jú, sínu hamstrahjóli. Ég hef oftar en einu sinni afboðað þau á æfingu svo öll fjölskyldan geti sest niður saman yfir kvöldmatnum. Það vilja allir foreldrar börnunum sínum vel, en það að vilja barninu sínu vel er oft erfið ákvörðun. Ég átti samtal við foreldri barns sem var ekki svo langt frá því að detta í ofþjálfun. Barnið var að keppa á við þrjú börn, með þremur liðum og að stunda sínar æfingar líka. Hvenær eða hvar á að setja mörkin? Ég hef sjálf verið með barn í sömu aðstæðum. Það er erfitt að ætla segja nei við barnið sitt sem er að fá tækifæri til þess að keppa upp fyrir sig eða er „undra barn“ í sinni tómstund. Það getur hvert einasta foreldri örugglega jánkað með mér að ég ætla ekki að vera foreldrið sem skemmir það tækifæri fyrir barninu. Hver er það sem á að stoppa ofnotkun á tímum barnanna okkar sem veldur þeim vanlíðan og kvíða? Ekki það, að tómstundir eru góðar og hafa góð áhrif á börn og ungmenni. En það er með tómstundir eins og allt annað, að allt er gott í hófi. Mig langaði einfaldlega að benda á það hér í þessari stuttu grein að vandamál með líðan barna og fullorðinna er svo sannarlega til staðar í samfélaginu en það er ekki eitthvað eitt sem veldur því. Nema jú kannski hamstrahjólið sem við erum öll föst í. Og hvað getum við gert? Hvernig getum við byrjað að rekja upp áratuga villu sem hefur hægt og rólega fengið að koma sér fyrir í samfélaginu og orðin svo föst að það er nánast engin leið til þess að leiðrétta hana? Nema jú kannski að byrja á því að rekja stykkið upp. Og hver ætlar að byrja? Fyrir nokkrum árum fór ég á fyrirlestur um frítíma fjölskyldunnar Fyrirlesarinn talaði um fjölskyldutímann á sunnudögum í Noregi. Þá er það þannig í einhverjum sveitafélögum hjá nágrönnum okkar að allir viðburðir eða keppnir barna eru bannaðar á sunnudögum Ég hef sjálf nefnt þetta oftar en einu sinni og vakti máls á þessu á síðasta sveitastjórnaþingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar velti ég fram þeirri spurningu hvernig sveitarfélög geta lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag geti verið fjölskylduvænna. Kannski getum við byrjað á því, hvert og eitt íslenskt sveitarfélag að banna viðburði barna, æfingar og keppnir einn sunnudag í mánuði? Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar og varabæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Börn og uppeldi Mest lesið Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Vegna umræðunnar síðustu daga um ábyrgð foreldra og líðan barna. Það er virkilega gott að þessi umræða á sér stað og ég vona að það taki sem flestir þátt í henni. Ég held við séum flest öll meðvituð um að íslenskum börnum og unglingum líði ekki nógu vel, en við erum svolítið upptekin af: „vegna þess að…“ Og þar koma ýmsar hugmyndir til sögunnaren flestir tala þar um síma- og foreldravandamál. Gott og blessað með það, jú þetta tvennt er klárlega vandamál hjá hluta barna og unglinga í samfélaginu - sama samfélagi og þar sem kulnun hjá fullorðnum hefur margfaldast. Aukin vanlíðan fullorðinna hefur einnig verið í umræðunni. Þegar rætt er um þetta í kringum mig þá tala flest allir um vöntun á frítíma fjölskyldunnar, líka fullorðnir. Það er ekki svo að fólk hlaupi í ræktina eða í áhugamál bara til þess að „losna“ undan foreldraskyldum sínum, heldurkannski til þess að reyna að finna gleði. Flest erum við föst í hamstrahjólinu sem við viljum komast út úr. Ég get ekki alhæft fyrir alla en mig grunar að sú staðhæfin eigi við um ansi marga. Öllum langar að standa sig, og þá sérstaklega gagnvart börnunum. Ég t.d. stunda golf sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það er tímafrekt en veitir mér gleði á móti. Krakkarnir mínir hafa alveg kvartað undan því að ég fari í golf, minnsta mál. Ég hef líka oftar en ekki setið ein heima í fimm klukkutíma og beðið eftir börnunum mínum sem öll eru í sinni tómstund, í sínu lífi og jú, sínu hamstrahjóli. Ég hef oftar en einu sinni afboðað þau á æfingu svo öll fjölskyldan geti sest niður saman yfir kvöldmatnum. Það vilja allir foreldrar börnunum sínum vel, en það að vilja barninu sínu vel er oft erfið ákvörðun. Ég átti samtal við foreldri barns sem var ekki svo langt frá því að detta í ofþjálfun. Barnið var að keppa á við þrjú börn, með þremur liðum og að stunda sínar æfingar líka. Hvenær eða hvar á að setja mörkin? Ég hef sjálf verið með barn í sömu aðstæðum. Það er erfitt að ætla segja nei við barnið sitt sem er að fá tækifæri til þess að keppa upp fyrir sig eða er „undra barn“ í sinni tómstund. Það getur hvert einasta foreldri örugglega jánkað með mér að ég ætla ekki að vera foreldrið sem skemmir það tækifæri fyrir barninu. Hver er það sem á að stoppa ofnotkun á tímum barnanna okkar sem veldur þeim vanlíðan og kvíða? Ekki það, að tómstundir eru góðar og hafa góð áhrif á börn og ungmenni. En það er með tómstundir eins og allt annað, að allt er gott í hófi. Mig langaði einfaldlega að benda á það hér í þessari stuttu grein að vandamál með líðan barna og fullorðinna er svo sannarlega til staðar í samfélaginu en það er ekki eitthvað eitt sem veldur því. Nema jú kannski hamstrahjólið sem við erum öll föst í. Og hvað getum við gert? Hvernig getum við byrjað að rekja upp áratuga villu sem hefur hægt og rólega fengið að koma sér fyrir í samfélaginu og orðin svo föst að það er nánast engin leið til þess að leiðrétta hana? Nema jú kannski að byrja á því að rekja stykkið upp. Og hver ætlar að byrja? Fyrir nokkrum árum fór ég á fyrirlestur um frítíma fjölskyldunnar Fyrirlesarinn talaði um fjölskyldutímann á sunnudögum í Noregi. Þá er það þannig í einhverjum sveitafélögum hjá nágrönnum okkar að allir viðburðir eða keppnir barna eru bannaðar á sunnudögum Ég hef sjálf nefnt þetta oftar en einu sinni og vakti máls á þessu á síðasta sveitastjórnaþingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar velti ég fram þeirri spurningu hvernig sveitarfélög geta lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag geti verið fjölskylduvænna. Kannski getum við byrjað á því, hvert og eitt íslenskt sveitarfélag að banna viðburði barna, æfingar og keppnir einn sunnudag í mánuði? Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar og varabæjarfulltrúi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun