Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2023 20:55 Gylfi Þór fagnar öðru marka sinna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. Sigur Íslands var öruggur og hefði liðið getað skorað töluvert fleiri mörk. Leiksins verður þó helst munað fyrir þá staðreynd að þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Gylfa Þórs Sigurðssonar síðan árið 2020, hans 80. A-landsleikur á ferlinum og fyrir leik var ljóst að hann gæti jafnað – og bætt – markamet íslenska liðsins. Hann jafnaði þá Kolbein Sigþórsson og Eið Smára Guðjohnsen með 26 mörk þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Geggjað, búinn að bíða lengi eftir þessu. Er búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár, yndislegt að þetta sé komið,“ sagði Gylfi Þór í viðtali beint eftir leik. Klippa: Gylfi jafnar markametið Gylfi Þór átti að koma út af í hálfleik en vildi spila örlítið meira. „Ég bað um tíu mínútur í viðbót. Veit að Freyr (Alexandersson, þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby) verður ekkert rosalega ánægður með mig. Það var góð ákvörðun hjá Åge (Hareide, þjálfara Íslands) að leyfa mér að spila aðeins meira.“ „Langaði bara að spila meira. Leikurinn var það mikið stopp, sérstaklega í seinni hálfleik en líka í þeim fyrri. Mikið um tafir hjá þeim. Þetta var ekki erfiður leikur, gott að fá tíu mínútur í viðbót og æðislegt að skora.“ Klippa: Gylfi sá markahæsti frá upphafi Gylfi Þór var spurður út í þá vegferð sem íslenska landsliðið er á en liðið á enn möguleika á að komast í umspil um sæti á EM 2024 þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. „Mikið og stórt verkefni framundan. Við erum með góða og tekníska unga leikmenn en þurfum að byggja gott lið sem er sérstaklega sterkt varnarlega.“ Gylfi Þór sagði liðið hafa breyst mikið frá því það var upp á sitt besta en í dag vill það spila boltanum mikið meira á meðan fókusinn þá var „meira á varnarleik og að vera þéttir því við höfðum þann eiginleika að geta unnið leiki þrátt fyrir að vera ekki mikið með boltann.“ „Þurfum þó að bæta okkur töluvert varnarlega sem lið,“ bætti Gylfi Þór við. Að lokum var Gylfi Þór spurður út í standið á sjálfum sér. „Allt í lagi. Bjóst ekki við því að ég myndi byrja leik í þessari landsleikjapásu en það er langt í land. Finn að ég er langt frá mínu bestu. Gott að hafa spilað 55 mínútur og mun halda áfram að koma mér í gang á næst mánuðum.“ Klippa: Gylfi Þór eftir markametið Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Sigur Íslands var öruggur og hefði liðið getað skorað töluvert fleiri mörk. Leiksins verður þó helst munað fyrir þá staðreynd að þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Gylfa Þórs Sigurðssonar síðan árið 2020, hans 80. A-landsleikur á ferlinum og fyrir leik var ljóst að hann gæti jafnað – og bætt – markamet íslenska liðsins. Hann jafnaði þá Kolbein Sigþórsson og Eið Smára Guðjohnsen með 26 mörk þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Geggjað, búinn að bíða lengi eftir þessu. Er búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár, yndislegt að þetta sé komið,“ sagði Gylfi Þór í viðtali beint eftir leik. Klippa: Gylfi jafnar markametið Gylfi Þór átti að koma út af í hálfleik en vildi spila örlítið meira. „Ég bað um tíu mínútur í viðbót. Veit að Freyr (Alexandersson, þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby) verður ekkert rosalega ánægður með mig. Það var góð ákvörðun hjá Åge (Hareide, þjálfara Íslands) að leyfa mér að spila aðeins meira.“ „Langaði bara að spila meira. Leikurinn var það mikið stopp, sérstaklega í seinni hálfleik en líka í þeim fyrri. Mikið um tafir hjá þeim. Þetta var ekki erfiður leikur, gott að fá tíu mínútur í viðbót og æðislegt að skora.“ Klippa: Gylfi sá markahæsti frá upphafi Gylfi Þór var spurður út í þá vegferð sem íslenska landsliðið er á en liðið á enn möguleika á að komast í umspil um sæti á EM 2024 þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. „Mikið og stórt verkefni framundan. Við erum með góða og tekníska unga leikmenn en þurfum að byggja gott lið sem er sérstaklega sterkt varnarlega.“ Gylfi Þór sagði liðið hafa breyst mikið frá því það var upp á sitt besta en í dag vill það spila boltanum mikið meira á meðan fókusinn þá var „meira á varnarleik og að vera þéttir því við höfðum þann eiginleika að geta unnið leiki þrátt fyrir að vera ekki mikið með boltann.“ „Þurfum þó að bæta okkur töluvert varnarlega sem lið,“ bætti Gylfi Þór við. Að lokum var Gylfi Þór spurður út í standið á sjálfum sér. „Allt í lagi. Bjóst ekki við því að ég myndi byrja leik í þessari landsleikjapásu en það er langt í land. Finn að ég er langt frá mínu bestu. Gott að hafa spilað 55 mínútur og mun halda áfram að koma mér í gang á næst mánuðum.“ Klippa: Gylfi Þór eftir markametið
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40
Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45