Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. október 2023 15:37 Fólk var í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Vísir/Vilhelm Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn í einu herbergi í húsinu. Fólk var í húsinu þegar eldurinn kviknaði og var að minnsta kosti einn fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvort sá var alvarlega slasaður. Reykkafarar fóru inn í húsið til að ganga úr skugga um að allir væru komnir út. Funahöfði 7 er að mestu í eigu tveggja félaga sem eru í eigu þriggja manna; Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóri HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmaður hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU. Félögin heita Akrotiri ehf. og Agros: Akrotirie ehf. Þá á félagið ÞR eignir ehf, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, stórt rými í byggingunni. Ekki fyrsti bruninn á Funahöfða Síðast kom eldur upp á Funahöfða í apríl á þessu ári. Þá var þó um að ræða annað hús en það sem kviknaði í í dag. Í júlí 2018 kviknaði einnig eldur í götunni, þá í Funahöfða 17a. Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Lögregla handtók síðar íbúa í húsinu, grunaðan um íkveikju. Leita af sér allan grun Fréttastofa ræddi við Jörgen Valdimarsson, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, á vettvangi. „Hér varð eldur í einu herbergi. Það var mikill eldur þegar við komum hérna, en við erum búnir að ná að slökkva þetta og erum að reyklosa og leita af okkur grun um að það séu einhverjir fleiri þarna inni,“ segir Jörgen. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans, en Jörgen kvaðst ekki hafa upplýsingar um ástand hans. Talið er að viðkomandi hafi verið inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Jörgen Valdimarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jörgen segir íbúðir hafa verið í húsinu, en ekki séu taldar líkur á að fleiri hafi verið í húsinu. „En við viljum bara vera alveg 110 prósent vissir,“ segir Jörgen. Eldsupptök séu ekki ljós. „Nú er bara að reyklosa þetta og taka saman.“ Allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang, enda hafi eldurinn verið mikill. „Það logaði út um glugga þegar við komum.“ Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn í einu herbergi í húsinu. Fólk var í húsinu þegar eldurinn kviknaði og var að minnsta kosti einn fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvort sá var alvarlega slasaður. Reykkafarar fóru inn í húsið til að ganga úr skugga um að allir væru komnir út. Funahöfði 7 er að mestu í eigu tveggja félaga sem eru í eigu þriggja manna; Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóri HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmaður hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU. Félögin heita Akrotiri ehf. og Agros: Akrotirie ehf. Þá á félagið ÞR eignir ehf, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, stórt rými í byggingunni. Ekki fyrsti bruninn á Funahöfða Síðast kom eldur upp á Funahöfða í apríl á þessu ári. Þá var þó um að ræða annað hús en það sem kviknaði í í dag. Í júlí 2018 kviknaði einnig eldur í götunni, þá í Funahöfða 17a. Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Lögregla handtók síðar íbúa í húsinu, grunaðan um íkveikju. Leita af sér allan grun Fréttastofa ræddi við Jörgen Valdimarsson, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, á vettvangi. „Hér varð eldur í einu herbergi. Það var mikill eldur þegar við komum hérna, en við erum búnir að ná að slökkva þetta og erum að reyklosa og leita af okkur grun um að það séu einhverjir fleiri þarna inni,“ segir Jörgen. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans, en Jörgen kvaðst ekki hafa upplýsingar um ástand hans. Talið er að viðkomandi hafi verið inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Jörgen Valdimarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jörgen segir íbúðir hafa verið í húsinu, en ekki séu taldar líkur á að fleiri hafi verið í húsinu. „En við viljum bara vera alveg 110 prósent vissir,“ segir Jörgen. Eldsupptök séu ekki ljós. „Nú er bara að reyklosa þetta og taka saman.“ Allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang, enda hafi eldurinn verið mikill. „Það logaði út um glugga þegar við komum.“ Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira