Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. október 2023 21:18 Donald Tusk, leiðtogi Borgaraflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Póllandi eftir að útgönguspár sýndu að stjórnarflokkkurinn Lög og réttlæti nær ekki meirihluta. Líklegt þykir að hann muni leiða samsteypustjórn þriggja flokka. AP/Petr David Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. Kjörstaðir lokuðu í þingkosningum Póllands um sjö í kvöld að íslenskum tíma og eru fyrstu útgönguspár komnar. Þar fær stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti um 36,8 prósent atkvæða, um 200 sæti en 231 þingmann þarf til að mynda meirihluta. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Mazowiecki, er vafalaust ekki sáttur með niðurstöðuna verði hún eins og útgönguspár segja. Flokkur hans Lög og réttlæti hafa verið við stjórn síðustu tvö kjörtímabil.AP/Michal Dyjuk Þar á eftir koma Borgaraflokkurinn, stjórnarandstöðuflokkur Donald Tusk, með 31,6 prósent, eða 163 þingmenn, Þriðja leiðin með þrettán prósent, um 55 þingmenn, vinstriflokkurinn Nýja vinstrið með 8,6 prósent, um 30 þingmenn og loks hægriflokkurinn Sambandsflokkurinn með 6,2 prósent. Talið er líklegast að þrír flokkar hinnar lýðræðislegu stjórnarandstöðu, Borgaraflokkur Donalds Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið, myndi samsteypustjórn. Donald Tusk lýsti yfir sigri eftir að kjörstaðir lokuðu. „Þetta eru endalok valdatíðar Laga og réttlætis, okkur tókst það,“ sagði hann við mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Þessa dags verður minnst í sögunni sem bjarts dags, endurfæðingar Póllands,“ sagði hann einnig. Donald Tusk segir daginn sögulegan í pólskum stjórnmálum.AP/Petr David Josek Viðræður verði sennilega ekki snúnar Samhliða þingkosningum gengu Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál: afstöðu til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamæri landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Kjörsókn mældist 72,9 prósent og hefur ekki mælst jafnhá í Póllandi síðan 1989. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar, ræddi við Sindra Sindrason um kosningarnar í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Pawel var ekki svo viss um að stjórnarmyndunarviðræður yrðu snúnar eins og hefur verið rætt um fyrir kosningar Hann sagði að það lægi beint við að ef flokkur Donald Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið næðu meirihluta á þinginu þá myndu þeir ræða saman. „Þó það sé vissulega langt á milli þessara flokka í ýmsum málum þá eru þeir einhvern veginn dæmdir til að fara í þá samsteypustjórn þannig ég hef ekki trú á að hún verði það snúin,“ sagði Pawel. Pólverjar stoltir af kosningaþátttökunni Aðspurður hvert væri viðkvæmasta málefnið sagði Pawel „Málefnið sem Lög og réttlæti hafa reynt að setja á oddinn í þessari kosningabaráttu snúast um efni þessara svokölluðu þjóðaratkvæðisgreiðsluspurninga á meðan Donald Tusk og Borgaraflokkurinn hefur reynt að leggja meiri áherslu á húsnæðismál og verðlag. Nema kannski á lokaspretti kosningabaráttunnar þar sem þeir höfðuðu til þess að nú væri tækifæri til þess að breyta.“ Er einhver munur á milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri þegar kemur að málum? „Líklegast er það þannig að yngri kjósendur eru líklegri til að kjósa hina lýðræðislegu stjórnarandstöðu en það munar samt ekki það miklu. Til dæmis nýtur flokkurinn lengst til hægri töluverðs stuðnings meðal ungs fólks enda með ungan og mælskan leiðtoga sem er því miður með ekkert alltof góðar skoðanir,“ sagði Pawel. Hvernig líður Pólverjum í dag? „Ég held að margir Pólverjar séu reyndar nokkuð stoltir af þessari miklu kosningaþátttöku,“ segir Pawel enda hefur hún ekki verið jafnhá síðan Pólverjar felldu kommúnismann 1989. „Mér sýnist heilt á litið flestir, allavega í mínum kreðsum og hinar talandi stéttir, hampa því og gleðjast yfir þessari miklu kosningaþátttöku.“ Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Kjörstaðir lokuðu í þingkosningum Póllands um sjö í kvöld að íslenskum tíma og eru fyrstu útgönguspár komnar. Þar fær stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti um 36,8 prósent atkvæða, um 200 sæti en 231 þingmann þarf til að mynda meirihluta. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Mazowiecki, er vafalaust ekki sáttur með niðurstöðuna verði hún eins og útgönguspár segja. Flokkur hans Lög og réttlæti hafa verið við stjórn síðustu tvö kjörtímabil.AP/Michal Dyjuk Þar á eftir koma Borgaraflokkurinn, stjórnarandstöðuflokkur Donald Tusk, með 31,6 prósent, eða 163 þingmenn, Þriðja leiðin með þrettán prósent, um 55 þingmenn, vinstriflokkurinn Nýja vinstrið með 8,6 prósent, um 30 þingmenn og loks hægriflokkurinn Sambandsflokkurinn með 6,2 prósent. Talið er líklegast að þrír flokkar hinnar lýðræðislegu stjórnarandstöðu, Borgaraflokkur Donalds Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið, myndi samsteypustjórn. Donald Tusk lýsti yfir sigri eftir að kjörstaðir lokuðu. „Þetta eru endalok valdatíðar Laga og réttlætis, okkur tókst það,“ sagði hann við mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Þessa dags verður minnst í sögunni sem bjarts dags, endurfæðingar Póllands,“ sagði hann einnig. Donald Tusk segir daginn sögulegan í pólskum stjórnmálum.AP/Petr David Josek Viðræður verði sennilega ekki snúnar Samhliða þingkosningum gengu Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál: afstöðu til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamæri landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Kjörsókn mældist 72,9 prósent og hefur ekki mælst jafnhá í Póllandi síðan 1989. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar, ræddi við Sindra Sindrason um kosningarnar í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Pawel var ekki svo viss um að stjórnarmyndunarviðræður yrðu snúnar eins og hefur verið rætt um fyrir kosningar Hann sagði að það lægi beint við að ef flokkur Donald Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið næðu meirihluta á þinginu þá myndu þeir ræða saman. „Þó það sé vissulega langt á milli þessara flokka í ýmsum málum þá eru þeir einhvern veginn dæmdir til að fara í þá samsteypustjórn þannig ég hef ekki trú á að hún verði það snúin,“ sagði Pawel. Pólverjar stoltir af kosningaþátttökunni Aðspurður hvert væri viðkvæmasta málefnið sagði Pawel „Málefnið sem Lög og réttlæti hafa reynt að setja á oddinn í þessari kosningabaráttu snúast um efni þessara svokölluðu þjóðaratkvæðisgreiðsluspurninga á meðan Donald Tusk og Borgaraflokkurinn hefur reynt að leggja meiri áherslu á húsnæðismál og verðlag. Nema kannski á lokaspretti kosningabaráttunnar þar sem þeir höfðuðu til þess að nú væri tækifæri til þess að breyta.“ Er einhver munur á milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri þegar kemur að málum? „Líklegast er það þannig að yngri kjósendur eru líklegri til að kjósa hina lýðræðislegu stjórnarandstöðu en það munar samt ekki það miklu. Til dæmis nýtur flokkurinn lengst til hægri töluverðs stuðnings meðal ungs fólks enda með ungan og mælskan leiðtoga sem er því miður með ekkert alltof góðar skoðanir,“ sagði Pawel. Hvernig líður Pólverjum í dag? „Ég held að margir Pólverjar séu reyndar nokkuð stoltir af þessari miklu kosningaþátttöku,“ segir Pawel enda hefur hún ekki verið jafnhá síðan Pólverjar felldu kommúnismann 1989. „Mér sýnist heilt á litið flestir, allavega í mínum kreðsum og hinar talandi stéttir, hampa því og gleðjast yfir þessari miklu kosningaþátttöku.“
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira