Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. október 2023 21:18 Donald Tusk, leiðtogi Borgaraflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Póllandi eftir að útgönguspár sýndu að stjórnarflokkkurinn Lög og réttlæti nær ekki meirihluta. Líklegt þykir að hann muni leiða samsteypustjórn þriggja flokka. AP/Petr David Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. Kjörstaðir lokuðu í þingkosningum Póllands um sjö í kvöld að íslenskum tíma og eru fyrstu útgönguspár komnar. Þar fær stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti um 36,8 prósent atkvæða, um 200 sæti en 231 þingmann þarf til að mynda meirihluta. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Mazowiecki, er vafalaust ekki sáttur með niðurstöðuna verði hún eins og útgönguspár segja. Flokkur hans Lög og réttlæti hafa verið við stjórn síðustu tvö kjörtímabil.AP/Michal Dyjuk Þar á eftir koma Borgaraflokkurinn, stjórnarandstöðuflokkur Donald Tusk, með 31,6 prósent, eða 163 þingmenn, Þriðja leiðin með þrettán prósent, um 55 þingmenn, vinstriflokkurinn Nýja vinstrið með 8,6 prósent, um 30 þingmenn og loks hægriflokkurinn Sambandsflokkurinn með 6,2 prósent. Talið er líklegast að þrír flokkar hinnar lýðræðislegu stjórnarandstöðu, Borgaraflokkur Donalds Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið, myndi samsteypustjórn. Donald Tusk lýsti yfir sigri eftir að kjörstaðir lokuðu. „Þetta eru endalok valdatíðar Laga og réttlætis, okkur tókst það,“ sagði hann við mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Þessa dags verður minnst í sögunni sem bjarts dags, endurfæðingar Póllands,“ sagði hann einnig. Donald Tusk segir daginn sögulegan í pólskum stjórnmálum.AP/Petr David Josek Viðræður verði sennilega ekki snúnar Samhliða þingkosningum gengu Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál: afstöðu til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamæri landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Kjörsókn mældist 72,9 prósent og hefur ekki mælst jafnhá í Póllandi síðan 1989. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar, ræddi við Sindra Sindrason um kosningarnar í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Pawel var ekki svo viss um að stjórnarmyndunarviðræður yrðu snúnar eins og hefur verið rætt um fyrir kosningar Hann sagði að það lægi beint við að ef flokkur Donald Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið næðu meirihluta á þinginu þá myndu þeir ræða saman. „Þó það sé vissulega langt á milli þessara flokka í ýmsum málum þá eru þeir einhvern veginn dæmdir til að fara í þá samsteypustjórn þannig ég hef ekki trú á að hún verði það snúin,“ sagði Pawel. Pólverjar stoltir af kosningaþátttökunni Aðspurður hvert væri viðkvæmasta málefnið sagði Pawel „Málefnið sem Lög og réttlæti hafa reynt að setja á oddinn í þessari kosningabaráttu snúast um efni þessara svokölluðu þjóðaratkvæðisgreiðsluspurninga á meðan Donald Tusk og Borgaraflokkurinn hefur reynt að leggja meiri áherslu á húsnæðismál og verðlag. Nema kannski á lokaspretti kosningabaráttunnar þar sem þeir höfðuðu til þess að nú væri tækifæri til þess að breyta.“ Er einhver munur á milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri þegar kemur að málum? „Líklegast er það þannig að yngri kjósendur eru líklegri til að kjósa hina lýðræðislegu stjórnarandstöðu en það munar samt ekki það miklu. Til dæmis nýtur flokkurinn lengst til hægri töluverðs stuðnings meðal ungs fólks enda með ungan og mælskan leiðtoga sem er því miður með ekkert alltof góðar skoðanir,“ sagði Pawel. Hvernig líður Pólverjum í dag? „Ég held að margir Pólverjar séu reyndar nokkuð stoltir af þessari miklu kosningaþátttöku,“ segir Pawel enda hefur hún ekki verið jafnhá síðan Pólverjar felldu kommúnismann 1989. „Mér sýnist heilt á litið flestir, allavega í mínum kreðsum og hinar talandi stéttir, hampa því og gleðjast yfir þessari miklu kosningaþátttöku.“ Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Kjörstaðir lokuðu í þingkosningum Póllands um sjö í kvöld að íslenskum tíma og eru fyrstu útgönguspár komnar. Þar fær stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti um 36,8 prósent atkvæða, um 200 sæti en 231 þingmann þarf til að mynda meirihluta. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Mazowiecki, er vafalaust ekki sáttur með niðurstöðuna verði hún eins og útgönguspár segja. Flokkur hans Lög og réttlæti hafa verið við stjórn síðustu tvö kjörtímabil.AP/Michal Dyjuk Þar á eftir koma Borgaraflokkurinn, stjórnarandstöðuflokkur Donald Tusk, með 31,6 prósent, eða 163 þingmenn, Þriðja leiðin með þrettán prósent, um 55 þingmenn, vinstriflokkurinn Nýja vinstrið með 8,6 prósent, um 30 þingmenn og loks hægriflokkurinn Sambandsflokkurinn með 6,2 prósent. Talið er líklegast að þrír flokkar hinnar lýðræðislegu stjórnarandstöðu, Borgaraflokkur Donalds Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið, myndi samsteypustjórn. Donald Tusk lýsti yfir sigri eftir að kjörstaðir lokuðu. „Þetta eru endalok valdatíðar Laga og réttlætis, okkur tókst það,“ sagði hann við mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Þessa dags verður minnst í sögunni sem bjarts dags, endurfæðingar Póllands,“ sagði hann einnig. Donald Tusk segir daginn sögulegan í pólskum stjórnmálum.AP/Petr David Josek Viðræður verði sennilega ekki snúnar Samhliða þingkosningum gengu Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál: afstöðu til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamæri landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Kjörsókn mældist 72,9 prósent og hefur ekki mælst jafnhá í Póllandi síðan 1989. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar, ræddi við Sindra Sindrason um kosningarnar í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Pawel var ekki svo viss um að stjórnarmyndunarviðræður yrðu snúnar eins og hefur verið rætt um fyrir kosningar Hann sagði að það lægi beint við að ef flokkur Donald Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið næðu meirihluta á þinginu þá myndu þeir ræða saman. „Þó það sé vissulega langt á milli þessara flokka í ýmsum málum þá eru þeir einhvern veginn dæmdir til að fara í þá samsteypustjórn þannig ég hef ekki trú á að hún verði það snúin,“ sagði Pawel. Pólverjar stoltir af kosningaþátttökunni Aðspurður hvert væri viðkvæmasta málefnið sagði Pawel „Málefnið sem Lög og réttlæti hafa reynt að setja á oddinn í þessari kosningabaráttu snúast um efni þessara svokölluðu þjóðaratkvæðisgreiðsluspurninga á meðan Donald Tusk og Borgaraflokkurinn hefur reynt að leggja meiri áherslu á húsnæðismál og verðlag. Nema kannski á lokaspretti kosningabaráttunnar þar sem þeir höfðuðu til þess að nú væri tækifæri til þess að breyta.“ Er einhver munur á milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri þegar kemur að málum? „Líklegast er það þannig að yngri kjósendur eru líklegri til að kjósa hina lýðræðislegu stjórnarandstöðu en það munar samt ekki það miklu. Til dæmis nýtur flokkurinn lengst til hægri töluverðs stuðnings meðal ungs fólks enda með ungan og mælskan leiðtoga sem er því miður með ekkert alltof góðar skoðanir,“ sagði Pawel. Hvernig líður Pólverjum í dag? „Ég held að margir Pólverjar séu reyndar nokkuð stoltir af þessari miklu kosningaþátttöku,“ segir Pawel enda hefur hún ekki verið jafnhá síðan Pólverjar felldu kommúnismann 1989. „Mér sýnist heilt á litið flestir, allavega í mínum kreðsum og hinar talandi stéttir, hampa því og gleðjast yfir þessari miklu kosningaþátttöku.“
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira