Gleymir deginum aldrei og þakkar fyrir ótrúlegan stuðning Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2023 19:59 Isaac að leik loknum ásamt aragrúa ungra stuðningsmanna hans, sem hylltu hann sem hetju í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Tilfinningarnar voru blendnar í Laugardal í dag, eftir sérstakan fótboltaleik sem var haldinn til stuðnings vallarverði Þróttar. Fjöldi fólks mætti til að sýna honum stuðning, en til stendur að senda hann úr landi í fyrramálið. Um það bil sjö hundruð manns mættu á styrktarleik sem Þróttur stóð að fyrir vallarvörð sinn, Isaac Kwateng, í Laugardalnum í dag. Þar mætti SR, liðið sem Isaac leikur með, stjörnuliði Þróttar. Isaac kom hingað til lands fyrir rúmum sex árum, sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Á morgun verður honum fylgt af lögreglumönnum til Gana. Fréttastofa ræddi við vini Isaacs sem tóku þátt í leiknum, meðan á honum stóð. „Við erum bara að sýna Isaac að Laugardalurinn, Þróttur, SR og allt þetta fólk sem tengist okkur ekkert styður við bakið á honum í þessu ömurlega máli sem hann er í núna,“ sagði Pétur Axel Pétursson, starfsmaður Þróttar. Enginn skilji almennilega hvers vegna sendi eigi Isaac burt, eftir áralanga búsetu á Íslandi. Stuðningurinn frá samfélaginu sé mikill. „Allavega hér í dalnum. SR, Þróttur, Ármann og fólkið í kringum þessi félög er búið að sýna honum ótrúlega mikinn stuðning,“ segir Hallur Hallsson, íþróttastjóri Þróttar og fyrrum leikmaður meistaraflokks félagsins. Alexander Máni Curtis, gjaldkeri SR og liðsfélagi Isaacs segir hann hrærðan yfir stuðningnum. „Það er galið að sjá hvað fólk er tilbúið að sýna mikinn stuðning og við getum ekki þakkað fólki nógu mikið fyrir það, en þetta er fáránlegt ástand engu að síður,“ segir Alexander Máni. Í miðju viðtalinu, sem tekið var á hliðarlínu vallarins, fékk SR dæmda vítaspyrnu. Isaac fór sjálfur á vítapunktinn. Honum brást ekki bogalistin og hann skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Stuttu seinna brá hann sér í hlutverk markvarðar á lokasekúndum leiksins og varði hetjulega, áhorfendum til ómældrar gleði. Þessi skemmtilegu tilþrif Isaacs má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Stórkostlegur stuðningur á erfiðum tímum Tilfinningarnar eftir leikinn voru blendnar og ljóst að Isaac var hrærður yfir stuðningnum. „ Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum,“ sagði Isaac rétt eftir leikinn. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig. En stuðningurinn var stórkostlegur.“ Hvernig er að verða vitni að slíkum stuðningi við þig? „Þetta er magnað. Dagurinn verður mér mjög minnisstæður og ég gleymi honum aldrei.“ Þróttur Reykjavík Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Um það bil sjö hundruð manns mættu á styrktarleik sem Þróttur stóð að fyrir vallarvörð sinn, Isaac Kwateng, í Laugardalnum í dag. Þar mætti SR, liðið sem Isaac leikur með, stjörnuliði Þróttar. Isaac kom hingað til lands fyrir rúmum sex árum, sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Á morgun verður honum fylgt af lögreglumönnum til Gana. Fréttastofa ræddi við vini Isaacs sem tóku þátt í leiknum, meðan á honum stóð. „Við erum bara að sýna Isaac að Laugardalurinn, Þróttur, SR og allt þetta fólk sem tengist okkur ekkert styður við bakið á honum í þessu ömurlega máli sem hann er í núna,“ sagði Pétur Axel Pétursson, starfsmaður Þróttar. Enginn skilji almennilega hvers vegna sendi eigi Isaac burt, eftir áralanga búsetu á Íslandi. Stuðningurinn frá samfélaginu sé mikill. „Allavega hér í dalnum. SR, Þróttur, Ármann og fólkið í kringum þessi félög er búið að sýna honum ótrúlega mikinn stuðning,“ segir Hallur Hallsson, íþróttastjóri Þróttar og fyrrum leikmaður meistaraflokks félagsins. Alexander Máni Curtis, gjaldkeri SR og liðsfélagi Isaacs segir hann hrærðan yfir stuðningnum. „Það er galið að sjá hvað fólk er tilbúið að sýna mikinn stuðning og við getum ekki þakkað fólki nógu mikið fyrir það, en þetta er fáránlegt ástand engu að síður,“ segir Alexander Máni. Í miðju viðtalinu, sem tekið var á hliðarlínu vallarins, fékk SR dæmda vítaspyrnu. Isaac fór sjálfur á vítapunktinn. Honum brást ekki bogalistin og hann skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Stuttu seinna brá hann sér í hlutverk markvarðar á lokasekúndum leiksins og varði hetjulega, áhorfendum til ómældrar gleði. Þessi skemmtilegu tilþrif Isaacs má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Stórkostlegur stuðningur á erfiðum tímum Tilfinningarnar eftir leikinn voru blendnar og ljóst að Isaac var hrærður yfir stuðningnum. „ Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum,“ sagði Isaac rétt eftir leikinn. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig. En stuðningurinn var stórkostlegur.“ Hvernig er að verða vitni að slíkum stuðningi við þig? „Þetta er magnað. Dagurinn verður mér mjög minnisstæður og ég gleymi honum aldrei.“
Þróttur Reykjavík Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira