Hamas liðar hafi verið orðnir örvæntingarfullir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2023 13:42 Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, ræddi stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs í Sprengisandi á Bylgjunni. Vísir/Arnar/AP Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir óhjákvæmilegt að Ísraelsher muni hernema Gasaströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast áhyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í samskiptum Ísraela við aðrar Arabaþjóðir í Miðausturlöndum. Þetta er meðal þess sem fram kom í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Albert var gestur. Þar fer hann yfir upptök átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs og langa sögu þeirra. Eins og greint hefur verið frá hefur Ísraelsher safnað hundruð þúsundum hermanna við Gasaströndina. Ekkert hefur verið gefið upp um hvenær herinn hyggst ráðast þar inn en sagt hefur verið að það verði gert í landi, úr lofti og af sjó. Beðið sé tilmæla frá Ísraelsstjórn. „Manntjón Ísraelsmanna er meira en nokkru sinni meira. Hernaðurinn á Gasa, hvernig hann þróast, hversu mikið mannfallið verður, það mun hafa áhrif á framhaldið og hvort að þessi átök muni breiðast út,“ segir Albert. Hann segir óhjákvæmilegt að Gasaströnd verði hernumin í aðgerðum Ísraelshers. Þýða í samskiptum Albert segir ljóst að árás Hamas liða síðastliðnu helgi, þar sem 1300 Ísraelsmanna láu í valnum, bendi til þess að Hamas liðar hafi verið farnir að fyllast örvæntingu yfir eigin stöðu og fréttum af þýðu á milli Ísraela og annarra Arabaríkja, líkt og Sádí-Arabíu. „Þannig að þessi heiftarlega og hrottafengna árás. Það er allt lagt undir greinilega og það er margt sem bendir til þess að þeir telji að það sé að fjara undan þeim. Það er mikið á sig lagt og til þess hygg ég, allavega til þess að eyðileggja þetta ferli, láta Sádana hrökkva frá og búa til stöðu þar sem Ísraelsmenn hafi þurft að bregðast mjög harkalega við.“ Átök í Ísrael og Palestínu Sprengisandur Palestína Tengdar fréttir Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45 Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18 Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Albert var gestur. Þar fer hann yfir upptök átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs og langa sögu þeirra. Eins og greint hefur verið frá hefur Ísraelsher safnað hundruð þúsundum hermanna við Gasaströndina. Ekkert hefur verið gefið upp um hvenær herinn hyggst ráðast þar inn en sagt hefur verið að það verði gert í landi, úr lofti og af sjó. Beðið sé tilmæla frá Ísraelsstjórn. „Manntjón Ísraelsmanna er meira en nokkru sinni meira. Hernaðurinn á Gasa, hvernig hann þróast, hversu mikið mannfallið verður, það mun hafa áhrif á framhaldið og hvort að þessi átök muni breiðast út,“ segir Albert. Hann segir óhjákvæmilegt að Gasaströnd verði hernumin í aðgerðum Ísraelshers. Þýða í samskiptum Albert segir ljóst að árás Hamas liða síðastliðnu helgi, þar sem 1300 Ísraelsmanna láu í valnum, bendi til þess að Hamas liðar hafi verið farnir að fyllast örvæntingu yfir eigin stöðu og fréttum af þýðu á milli Ísraela og annarra Arabaríkja, líkt og Sádí-Arabíu. „Þannig að þessi heiftarlega og hrottafengna árás. Það er allt lagt undir greinilega og það er margt sem bendir til þess að þeir telji að það sé að fjara undan þeim. Það er mikið á sig lagt og til þess hygg ég, allavega til þess að eyðileggja þetta ferli, láta Sádana hrökkva frá og búa til stöðu þar sem Ísraelsmenn hafi þurft að bregðast mjög harkalega við.“
Átök í Ísrael og Palestínu Sprengisandur Palestína Tengdar fréttir Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45 Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18 Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45
Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18
Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01