Þingmennirnir mættir til Þingvalla Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 13. október 2023 11:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra stígur inn í rútu í morgun. Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru mættir til Þingvalla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnufund. Forsætisráðherra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráðherraskipti verði ekki rædd þar. Í morgun var greint frá því að þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, ætluðu að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þar verði ýmis mál rædd. „Það er nú gaman að segja frá því að þetta er dagur sem var ákveðinn fyrir löngu síðan, löngu fyrir afsögn fjármála-og efnahagsráðherra. Þetta er vinnudagur þingflokka stjórnarflokkanna, sem er nú hefð fyrir og við erum að fara að ræða ýmis mál og þingveturinn framundan.“ Bjarni gaf fréttastofu ekki kost á viðtali í morgun.Vísir/Vilhelm Næstu skref komi í ljós á morgun Er búið að taka einhverjar ákvarðanir um næstu skref? „Það er nú bara þannig að það er ríkisráðsfundur á morgun og þá koma næstu skref í ljós.“ Má búast við miklum hrókeringum í ríkisstjórninni? „Ég held það sé best að við bíðum morgundagsins til að sjá hvernig þetta endar.“ Telur þú og er það ljóst á þessu stigi að Bjarni Benediktsson fari í ráðherrastól? „Þetta eins og ég segi kemur allt í ljós á morgun á ríkisráðsfundi. Þessi ríkisstjórnarfundur snerist nú um ýmis önnur mál, þannig að við vorum ekki að ræða þau hér.“ Sigurður Ingi í rútunni í morgun.Vísir/Vilhelm Segir stöðu ríkisstjórnarinnar sterka Katrín segir að hún telji stöðu ríkisstjórnarinnar sterka þrátt fyrir atburði síðustu daga. Síðustu dagar hafi verið notaðir til að ræða verkefnin framundan. „Við höfum auðvitað notað þessa daga til að ræða verkefnin framundan, setja þau niður með skýrari hætti. Þannig að ég tel að við stöndum bara nokkuð styrkum fótum,“ segir Katrín. Það hefur verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni að þú hafir staðið ansi þétt við bakið á fjármálaráðherra í allri orrahríðinni um Íslandsbanka, hvernig myndirðu svara þeirri gagnrýni? „Já, að sjálfsögðu og það má eiginlega segja það um ríkisstjórnina alla, að við höfum gert það. enda tel ég að við höfum fylgt ráðum, bæði okkar stofnana og þeirra sem um þessi mál höndala innan stjórnarráðsins og ég tel að þau ráð hafi verið gefin eftir bestu vitund. Þannig að ég tel að það sé nú staðan í þessu máli.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á leið í rútuna. Vísir/Vilhelm Starsmenn á vegum Framsóknarflokksins ferja veigar í rútuna.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Þingvellir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Í morgun var greint frá því að þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, ætluðu að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þar verði ýmis mál rædd. „Það er nú gaman að segja frá því að þetta er dagur sem var ákveðinn fyrir löngu síðan, löngu fyrir afsögn fjármála-og efnahagsráðherra. Þetta er vinnudagur þingflokka stjórnarflokkanna, sem er nú hefð fyrir og við erum að fara að ræða ýmis mál og þingveturinn framundan.“ Bjarni gaf fréttastofu ekki kost á viðtali í morgun.Vísir/Vilhelm Næstu skref komi í ljós á morgun Er búið að taka einhverjar ákvarðanir um næstu skref? „Það er nú bara þannig að það er ríkisráðsfundur á morgun og þá koma næstu skref í ljós.“ Má búast við miklum hrókeringum í ríkisstjórninni? „Ég held það sé best að við bíðum morgundagsins til að sjá hvernig þetta endar.“ Telur þú og er það ljóst á þessu stigi að Bjarni Benediktsson fari í ráðherrastól? „Þetta eins og ég segi kemur allt í ljós á morgun á ríkisráðsfundi. Þessi ríkisstjórnarfundur snerist nú um ýmis önnur mál, þannig að við vorum ekki að ræða þau hér.“ Sigurður Ingi í rútunni í morgun.Vísir/Vilhelm Segir stöðu ríkisstjórnarinnar sterka Katrín segir að hún telji stöðu ríkisstjórnarinnar sterka þrátt fyrir atburði síðustu daga. Síðustu dagar hafi verið notaðir til að ræða verkefnin framundan. „Við höfum auðvitað notað þessa daga til að ræða verkefnin framundan, setja þau niður með skýrari hætti. Þannig að ég tel að við stöndum bara nokkuð styrkum fótum,“ segir Katrín. Það hefur verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni að þú hafir staðið ansi þétt við bakið á fjármálaráðherra í allri orrahríðinni um Íslandsbanka, hvernig myndirðu svara þeirri gagnrýni? „Já, að sjálfsögðu og það má eiginlega segja það um ríkisstjórnina alla, að við höfum gert það. enda tel ég að við höfum fylgt ráðum, bæði okkar stofnana og þeirra sem um þessi mál höndala innan stjórnarráðsins og ég tel að þau ráð hafi verið gefin eftir bestu vitund. Þannig að ég tel að það sé nú staðan í þessu máli.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á leið í rútuna. Vísir/Vilhelm Starsmenn á vegum Framsóknarflokksins ferja veigar í rútuna.Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Þingvellir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira