Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 08:11 Þessi göng lágu frá Gasa til Ísrael en voru eyðilögð af Ísraelsher árið 2018. epa/Jack Guez Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. „Hugsið Gasa sem eitt lag fyrir almenna borgara og annað fyrir Hamas. Það sem við erum að gera er að reyna að komast að þessu öðru lagi sem Hamas hefur byggt upp,“ segir talsmaður Ísraelshers í myndskeiði sem var birt í gær. „Þetta eru ekki byrgi fyrir almenna borgara Gasa. Þetta er bara fyrir Hamas og aðra hryðjuverkamenn svo þeir geti haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, skipuleggja aðgerðir og senda hryðjuverkamenn inn í Ísrael,“ sagði talsmaðurinn. Ísraelsmenn tala um „Gasa-neðanjarðarkerfið“. Samkvæmt BBC er erfitt að leggja mat á umfang neðanjarðargangana en árið 2021 sagðist Ísraelsher hafa eyðilagt meira en 100 kílómetra af göngum í loftárásum. Hamas-liðar svöruðu hins vegar og sögðu kerfið 500 kílómetra að lengd og að Ísraelsmenn hefðu aðeins náð að eyðileggja um fimm prósent kerfisins. Gangasmíðarnar hófust áður en Ísraelsmenn drógu herlið sitt og landnema burt frá svæðinu árið 2005 en aukinn kraftur var settur í þær eftir að Hamas tók völdin á svæðinu tveimur árum síðar. Vígamenn Islamic Jihad í göngum undir Gasa.Getty/Anadolu/Ashraf Amra Liggja frá moskum, skólum og heimilum Þegar mest var voru næstum 2.500 gögn notuð til að smygla gögnum frá Egyptalandi, þar á meðal vopnum og eldsneyti. Göngin voru minna notuð eftir 2010, þegar Ísraelar hófu að leyfa birgðaflutninga yfir landamörkin og þá eyðilögðu Egyptar göngin með því að fylla þau eða eyðileggja. Hamas-liðar hófu hins vegar að grafa göng undir landamörkin til Ísrael til að gera árásir og árið 2013 uppgötvaði Ísraelsher 1,6 kílómetra löng steypt göng sem lágu frá Gasa og komu upp í þéttbýliskjarna Ísraelsmegin. Daphné Richemond-Barak, sérfræðingur við Reichman University í Ísrael, segir göngin sem liggja undir landamörkin yfirleitt illa gerð og notuð einu sinni. Göngin undir Gasa séu allt annars eðlis; þau séu byggð fyrir reglulega notkun. Þau göng séu notuð til að komast til og frá, sem boðleiðir fyrir samskipti. Þau séu jafnvel mannhæðarhá og um þau liggi rafmagn og stundum lestarteinar. Þar sé einnig að finna stjórnstöðvar. Göngin liggja á allt að 30 metra dýpi og koma upp í moskum, skólum og á heimilum. Bygging þeirra er sögð hafa komið harkalega niður á íbúum Gasa en þau hafi verið kostuð með fjármunum sem hafi verið ætlaðir í neyðaraðstoð til handa almennum borgurum. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um göngin. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
„Hugsið Gasa sem eitt lag fyrir almenna borgara og annað fyrir Hamas. Það sem við erum að gera er að reyna að komast að þessu öðru lagi sem Hamas hefur byggt upp,“ segir talsmaður Ísraelshers í myndskeiði sem var birt í gær. „Þetta eru ekki byrgi fyrir almenna borgara Gasa. Þetta er bara fyrir Hamas og aðra hryðjuverkamenn svo þeir geti haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, skipuleggja aðgerðir og senda hryðjuverkamenn inn í Ísrael,“ sagði talsmaðurinn. Ísraelsmenn tala um „Gasa-neðanjarðarkerfið“. Samkvæmt BBC er erfitt að leggja mat á umfang neðanjarðargangana en árið 2021 sagðist Ísraelsher hafa eyðilagt meira en 100 kílómetra af göngum í loftárásum. Hamas-liðar svöruðu hins vegar og sögðu kerfið 500 kílómetra að lengd og að Ísraelsmenn hefðu aðeins náð að eyðileggja um fimm prósent kerfisins. Gangasmíðarnar hófust áður en Ísraelsmenn drógu herlið sitt og landnema burt frá svæðinu árið 2005 en aukinn kraftur var settur í þær eftir að Hamas tók völdin á svæðinu tveimur árum síðar. Vígamenn Islamic Jihad í göngum undir Gasa.Getty/Anadolu/Ashraf Amra Liggja frá moskum, skólum og heimilum Þegar mest var voru næstum 2.500 gögn notuð til að smygla gögnum frá Egyptalandi, þar á meðal vopnum og eldsneyti. Göngin voru minna notuð eftir 2010, þegar Ísraelar hófu að leyfa birgðaflutninga yfir landamörkin og þá eyðilögðu Egyptar göngin með því að fylla þau eða eyðileggja. Hamas-liðar hófu hins vegar að grafa göng undir landamörkin til Ísrael til að gera árásir og árið 2013 uppgötvaði Ísraelsher 1,6 kílómetra löng steypt göng sem lágu frá Gasa og komu upp í þéttbýliskjarna Ísraelsmegin. Daphné Richemond-Barak, sérfræðingur við Reichman University í Ísrael, segir göngin sem liggja undir landamörkin yfirleitt illa gerð og notuð einu sinni. Göngin undir Gasa séu allt annars eðlis; þau séu byggð fyrir reglulega notkun. Þau göng séu notuð til að komast til og frá, sem boðleiðir fyrir samskipti. Þau séu jafnvel mannhæðarhá og um þau liggi rafmagn og stundum lestarteinar. Þar sé einnig að finna stjórnstöðvar. Göngin liggja á allt að 30 metra dýpi og koma upp í moskum, skólum og á heimilum. Bygging þeirra er sögð hafa komið harkalega niður á íbúum Gasa en þau hafi verið kostuð með fjármunum sem hafi verið ætlaðir í neyðaraðstoð til handa almennum borgurum. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um göngin.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira