Þorgrímur Þráins brotnaði saman: „Við erum að missa börnin okkar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 10:06 Tilfinningarnar báru Þorgrím ofurliði í lok viðtalsins í Bítinu á Bylgjunni. Þorgrímur Þráinsson segir að það sé neyðarástand í landinu. Líðan ungmenna, námsárangur og málskilningur kalli á aðgerðir. Hann segir foreldra vera að bregðast og segir kennara og skóla ekki geta meir. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilfinningarnar báru Þorgrím þar ofurliði þegar hann ræddi mál barna og ungmenna. Þar lýsir hann heimsóknum sínum í skóla síðastliðnu mánuði þar sem hann hefur rætt við krakka en einnig kennara og skólastjóra. „Við verðum að átta okkur á því að það er neyð í landinu. Við erum að missa börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Klippa: Hefur áhyggjur af börnum landsins „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Þorgrímur segir stúlku hafa lyft upp hönd og nefnt samfélagsmiðla. Hann segir krakka í dag vera þræla þeirra og snjallsíma og ljóst að fullorðna fólkið sé einnig fjarverandi. „Ég finn til með foreldrum í dag. Mig langar að leika mér sem foreldri, mig langar að sinna mínum áhugamálum og allt slíkt. Ég held ég hafi ekki sinnt mínum börnum nógu vel sem foreldri, ég bara viðurkenni það,“ segir Þorgrímur. Hann segir börn í dag ekki mega vera blaut, ekki mega vera þreytt, ekki mega vera svöng. Málin séu græjuð fyrir þau á meðan staðreyndin sé sú að þau muni lenda á veggjum í framtíðinni. „Einn kennari sagði við mig í vetur: „Foreldrar nenna ekki lengur að vera foreldrar.“ Þetta eru stór orð. Einhver verður að þora að segja þetta og ég er orðinn nógu gamall til þess.“ Af hverju eigum við svona auðvelt með að loka augunum fyrir vanda barna? „Vegna þess að við finnum til sektarkenndar. Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað.“ Skildu ekki venjuleg íslensk orð Þorgrímur segir í Bítinu að hann sjái gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. Hann segir skólastjórnendur lýsa því fyrir sér að foreldrar ætlist til þess að skólar ali upp börn sín. „Krakkarnir þurfa athygli, þau þurfa mörk, þau þurfa samtal og börnin eiga ekki að stjórna því hvort þau setjist við matarborðið með símann sinn eða ekki. Það er þetta sem ég er að segja. Þannig að með öðrum orðum: Ég er óbeint og þó ég verði skammaður fyrir það, ég er bara að skamma aðeins foreldra.“ Þorgrímur segir ástandið miklu verra en fólk geri sér grein fyrir. Hann óttist að íslenskt samfélag muni vakna upp við vondan draum vegna málsins og nefnir sem dæmi fjóra stráka sem hann hafi hitt í 10. bekk í Hafnarfirði um daginn. „Ég spurði strákana: „Strákar, hvað þýðir „orðaforði“? Ekki glætu. Hvað þýðir „hvoru tveggja“? Ekki hugmynd. Þjálfari sagði við mig í gær: „Ég bað um meiri gæði á æfingu. Leikmenn spurðu: „Hvað meinarðu gæði?“ Afgangur? Hvað meinarðu afgangur? Ertu að tala um change-ið?“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilfinningarnar báru Þorgrím þar ofurliði þegar hann ræddi mál barna og ungmenna. Þar lýsir hann heimsóknum sínum í skóla síðastliðnu mánuði þar sem hann hefur rætt við krakka en einnig kennara og skólastjóra. „Við verðum að átta okkur á því að það er neyð í landinu. Við erum að missa börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Klippa: Hefur áhyggjur af börnum landsins „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Þorgrímur segir stúlku hafa lyft upp hönd og nefnt samfélagsmiðla. Hann segir krakka í dag vera þræla þeirra og snjallsíma og ljóst að fullorðna fólkið sé einnig fjarverandi. „Ég finn til með foreldrum í dag. Mig langar að leika mér sem foreldri, mig langar að sinna mínum áhugamálum og allt slíkt. Ég held ég hafi ekki sinnt mínum börnum nógu vel sem foreldri, ég bara viðurkenni það,“ segir Þorgrímur. Hann segir börn í dag ekki mega vera blaut, ekki mega vera þreytt, ekki mega vera svöng. Málin séu græjuð fyrir þau á meðan staðreyndin sé sú að þau muni lenda á veggjum í framtíðinni. „Einn kennari sagði við mig í vetur: „Foreldrar nenna ekki lengur að vera foreldrar.“ Þetta eru stór orð. Einhver verður að þora að segja þetta og ég er orðinn nógu gamall til þess.“ Af hverju eigum við svona auðvelt með að loka augunum fyrir vanda barna? „Vegna þess að við finnum til sektarkenndar. Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað.“ Skildu ekki venjuleg íslensk orð Þorgrímur segir í Bítinu að hann sjái gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. Hann segir skólastjórnendur lýsa því fyrir sér að foreldrar ætlist til þess að skólar ali upp börn sín. „Krakkarnir þurfa athygli, þau þurfa mörk, þau þurfa samtal og börnin eiga ekki að stjórna því hvort þau setjist við matarborðið með símann sinn eða ekki. Það er þetta sem ég er að segja. Þannig að með öðrum orðum: Ég er óbeint og þó ég verði skammaður fyrir það, ég er bara að skamma aðeins foreldra.“ Þorgrímur segir ástandið miklu verra en fólk geri sér grein fyrir. Hann óttist að íslenskt samfélag muni vakna upp við vondan draum vegna málsins og nefnir sem dæmi fjóra stráka sem hann hafi hitt í 10. bekk í Hafnarfirði um daginn. „Ég spurði strákana: „Strákar, hvað þýðir „orðaforði“? Ekki glætu. Hvað þýðir „hvoru tveggja“? Ekki hugmynd. Þjálfari sagði við mig í gær: „Ég bað um meiri gæði á æfingu. Leikmenn spurðu: „Hvað meinarðu gæði?“ Afgangur? Hvað meinarðu afgangur? Ertu að tala um change-ið?“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira