Óttast um líf vina sinna Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2023 21:13 Mazen Maarouf er frá Palestínu en hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2015. Vísir/Egill Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. Átökin milli Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraela hafa stigmagnast síðustu daga eftir árás Hamas á laugardagsmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hafa látið lífið og fleiri þúsundir slasast. Klippa: Óttast um líf vina sinna Stórt herlið Ísraela, sem samanstendur af hundruð þúsunda hermanna, hefur stillt sér upp við landamærin að Gasasvæðinu. Það er talið að þeir muni ráðast þar inn á næstu dögum en hingað til hafa flestar árásirnar verið gerðar úr lofti, til að mynda með eldflaugum. Óttast um líf vina sinna Mazen Maarouf kemur frá Palestínu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2015. Hann kennir við Háskóla Íslands en er í sambandi við fólk í Palestínu. Hann segist óttast um líf vina sinna. „Ég get ekki átt samskipti við suma þeirra því aðstæður þeirra eru hræðilegar. Sumir þeirra sitja fastir, sumir hafa ekki netsamband. Í dag missti, til dæmis, vinur minn sjö fjölskyldumeðlimi. Þetta eru aðallega fjölskyldur. Það sem við heyrum í fréttunum er að heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út. Þetta er þjóðarmorð. Þetta er þjóðarmorð af hálfu Ísraelsmanna,“ segir Mazen. „Hvert á það að fara?“ Hann gagnrýnir það að óbreyttu borgararnir á Gasasvæðinu geti hvergi farið. „Fólk fær viðvaranir aðeins fimm mínútum áður en heimili þess er sprengt í loft upp. Stundum. En stundum fær það enga viðvörun. Fólk yfirgefur heimili sín en getur ekkert farið því Gasasvæðið er umsetið. Ísraelski herinn segist vara fólk við en hvert á það að fara?“ segir Mazen. Í dag náðist samkomulag milli forsætisráðherra Ísrael og leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi um að mynda þjóðstjórn vegna neyðarástandsins á svæðinu. þeir tveir ásamt varnarmálaráðherra landsins skipa stríðsráð sem mun stjórna öllum hernaðaraðgerðum landsins. Á sama tíma mun þjóðþing Ísraela starfa mjög takmarkað en engin frumvörp verða tekin fyrir og engar þingsályktunartillögur sem ekki tengjast stríðinu við Hamas. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Átökin milli Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraela hafa stigmagnast síðustu daga eftir árás Hamas á laugardagsmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hafa látið lífið og fleiri þúsundir slasast. Klippa: Óttast um líf vina sinna Stórt herlið Ísraela, sem samanstendur af hundruð þúsunda hermanna, hefur stillt sér upp við landamærin að Gasasvæðinu. Það er talið að þeir muni ráðast þar inn á næstu dögum en hingað til hafa flestar árásirnar verið gerðar úr lofti, til að mynda með eldflaugum. Óttast um líf vina sinna Mazen Maarouf kemur frá Palestínu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2015. Hann kennir við Háskóla Íslands en er í sambandi við fólk í Palestínu. Hann segist óttast um líf vina sinna. „Ég get ekki átt samskipti við suma þeirra því aðstæður þeirra eru hræðilegar. Sumir þeirra sitja fastir, sumir hafa ekki netsamband. Í dag missti, til dæmis, vinur minn sjö fjölskyldumeðlimi. Þetta eru aðallega fjölskyldur. Það sem við heyrum í fréttunum er að heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út. Þetta er þjóðarmorð. Þetta er þjóðarmorð af hálfu Ísraelsmanna,“ segir Mazen. „Hvert á það að fara?“ Hann gagnrýnir það að óbreyttu borgararnir á Gasasvæðinu geti hvergi farið. „Fólk fær viðvaranir aðeins fimm mínútum áður en heimili þess er sprengt í loft upp. Stundum. En stundum fær það enga viðvörun. Fólk yfirgefur heimili sín en getur ekkert farið því Gasasvæðið er umsetið. Ísraelski herinn segist vara fólk við en hvert á það að fara?“ segir Mazen. Í dag náðist samkomulag milli forsætisráðherra Ísrael og leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi um að mynda þjóðstjórn vegna neyðarástandsins á svæðinu. þeir tveir ásamt varnarmálaráðherra landsins skipa stríðsráð sem mun stjórna öllum hernaðaraðgerðum landsins. Á sama tíma mun þjóðþing Ísraela starfa mjög takmarkað en engin frumvörp verða tekin fyrir og engar þingsályktunartillögur sem ekki tengjast stríðinu við Hamas.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira