Engin typpi í kvennaklefanum þrátt fyrir afleit lög Eva Hauksdóttir skrifar 10. október 2023 11:30 Góðu fréttir síðustu viku: Konan sem börn í skólasundi sáu í Grafarvogslaug var þá ekki með typpi eftir allt saman. Það er ekki Alþingi að þakka, ekki Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ekki skólastjóra Rimaskóla og ekki ábyrgðarmönnum Grafarvogssundlaugar. Það er engum að þakka nema þeim limberum (af öllum kynjum) sem hafa kosið að nota aðra aðstöðu til að afklæðast. Vondu fréttirnar: Ég skrifaði pistil síðasta mánudag, þar sem ég gekk út frá því að rétt væri með farið að börn í skólasundi hefðu mætt manni með kynfæri karlmanns. Hið rétta er að um var að ræða transkonu sem er ekki lengur með kynfæri karlmanns. Pistillinn er til þess fallinn að særa viðkomandi konu og annað fólk í sömu aðstöðu og hrekja það aftur inn í þriðja búningsklefann, rétt eins og samfélag okkar reyndi að hrekja samkynhneigða aftur inn í skápinn fyrir nokkrum áratugum. Ég hefði ekki átt að nota þetta dæmi sem útgangspunkt og mér þykir leitt að hafa sært fólk sem er bara að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Gömlu fréttirnar: Innistæðulaus typpasaga breytir engu um það að árið 2019 setti Alþingi illa ígrunduð lög um að hver og einn geti valið sér kyn að eigin geðþótta. Þau lög voru sett án þess að tekið væri á mögulegri misnotkun þeirra. Það var gert þrátt fyrir að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafi komið upp tilvik þar sem karlmenn sem segjast vera konur hafi verið vistaðir í kvennafangelsum. Þrátt fyrir dæmi um að karlmenn sem segjast vera konur hafi fengið inni í athvörfum fyrir konur í viðkvæmri stöðu og jafnvel þótt viðleitni til að koma í veg fyrir það hafi mætt andstöðu þeirra sem óttast að slíkt "kynjamisrétti" komi niður á transkonum. Klikkuðu fréttirnar: Mannréttindastjóri Reykjavíkur hefur staðfest, skriflega, þá afstöðu sína að transfólk geti nýtt sér kyngreind rými, óháð líkamlegum einkennum sínum. Þessi afstaða er sett fram með vísan til fyrrnefndra laga. Ég hef nú loksins fengið staðfest hjá mannréttindastjóra að textinn hér að ofan stafi frá henni en ég sendi mannréttindastjóra fyrirspurn um það síðasta miðvikudag. Það er því raunveruleg (en að mínu viti röng) lagatúlkun Mannréttindaráðs að ekki megi koma í veg fyrir að karlmenn sem skilgreina sig sem konur noti búningsaðstöðu kvenna. Þessi afstaða er staðfest þrátt fyrir að slík atvik hafi komið upp í öðrum löndum og þrátt fyrir opinberar kvartanir sundkvenna í Pennsylvaniu, sem var gert að nota sömu búningsaðstöðu og kona með karlmannskynfæri. Umrædd sundkona, Lia Thomas, er reyndar þekktari fyrir stórsigur í kvennaflokki en það að hafa verið með typpi í kvennaklefanum. Umræðan: Umræðan um þessi mál, og þar með mín umfjöllun, getur ýtt undir tilefnislítinn ótta um að karlar misnoti rétt sinn til að skilgreina sig sem konu. Það er líka aukin hætta á að fólk láti í ljós óvild þegar umræðan er ekki einhliða. Það er vont en þó ekki næg ástæða til að forðast umræðu um ágreiningsmál. Það má gagnrýna skort á eldvörnum þótt það geti gert einhverja óþarflega stressaða. Það má tala um stríðsglæpi Ísraels og hryðjuverk Hamas,þó svo að gyðingahatarar og múslímahatarar grípi tækifæri til að tjá sig, það verður hver og einn að bera ábyrgð á eigin offorsi. Það má tala um vandamál sem fylgja flóttamannastraumnum þótt harðir þjóðernissinnar beini reiði sinni að hælisleitendum, það þýðir auðvitað ekki að við eigum að umbera ógnandi framkomu. Það má tala um vandamál sem spretta af endurskilgreiningum á kyni, þótt þeir sem hafa andúð á hinsegin fólki láti það frekar í ljós þegar umræðan er ekki einhliða, það merkir ekki að við lítum framhjá einelti. Lýðræðislegt samfélag leiðréttir misskilning og rangfærslur, svarar ósanngirni og fordómum og tekur á hatursglæpum sem öðrum. Lýðræðislegt samfélag reynir ekki bæla niður gagnrýni og skoðanaskipti af ótta við að fordómar afhjúpist. Og þótt andúð, sem þegar er til staðar, komi í ljós, er það ekki "bakslag". Hinsegin fólk hefur aldrei notið meiri réttinda og meira umburðarlyndis en á síðustu árum og þótt 5-6 manns af hverjum 100 hafi horn í síðu transfólks, þá gefur það Samtökunum '78 engan einkarétt á umræðunni. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Málefni trans fólks Sundlaugar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Góðu fréttir síðustu viku: Konan sem börn í skólasundi sáu í Grafarvogslaug var þá ekki með typpi eftir allt saman. Það er ekki Alþingi að þakka, ekki Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ekki skólastjóra Rimaskóla og ekki ábyrgðarmönnum Grafarvogssundlaugar. Það er engum að þakka nema þeim limberum (af öllum kynjum) sem hafa kosið að nota aðra aðstöðu til að afklæðast. Vondu fréttirnar: Ég skrifaði pistil síðasta mánudag, þar sem ég gekk út frá því að rétt væri með farið að börn í skólasundi hefðu mætt manni með kynfæri karlmanns. Hið rétta er að um var að ræða transkonu sem er ekki lengur með kynfæri karlmanns. Pistillinn er til þess fallinn að særa viðkomandi konu og annað fólk í sömu aðstöðu og hrekja það aftur inn í þriðja búningsklefann, rétt eins og samfélag okkar reyndi að hrekja samkynhneigða aftur inn í skápinn fyrir nokkrum áratugum. Ég hefði ekki átt að nota þetta dæmi sem útgangspunkt og mér þykir leitt að hafa sært fólk sem er bara að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Gömlu fréttirnar: Innistæðulaus typpasaga breytir engu um það að árið 2019 setti Alþingi illa ígrunduð lög um að hver og einn geti valið sér kyn að eigin geðþótta. Þau lög voru sett án þess að tekið væri á mögulegri misnotkun þeirra. Það var gert þrátt fyrir að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafi komið upp tilvik þar sem karlmenn sem segjast vera konur hafi verið vistaðir í kvennafangelsum. Þrátt fyrir dæmi um að karlmenn sem segjast vera konur hafi fengið inni í athvörfum fyrir konur í viðkvæmri stöðu og jafnvel þótt viðleitni til að koma í veg fyrir það hafi mætt andstöðu þeirra sem óttast að slíkt "kynjamisrétti" komi niður á transkonum. Klikkuðu fréttirnar: Mannréttindastjóri Reykjavíkur hefur staðfest, skriflega, þá afstöðu sína að transfólk geti nýtt sér kyngreind rými, óháð líkamlegum einkennum sínum. Þessi afstaða er sett fram með vísan til fyrrnefndra laga. Ég hef nú loksins fengið staðfest hjá mannréttindastjóra að textinn hér að ofan stafi frá henni en ég sendi mannréttindastjóra fyrirspurn um það síðasta miðvikudag. Það er því raunveruleg (en að mínu viti röng) lagatúlkun Mannréttindaráðs að ekki megi koma í veg fyrir að karlmenn sem skilgreina sig sem konur noti búningsaðstöðu kvenna. Þessi afstaða er staðfest þrátt fyrir að slík atvik hafi komið upp í öðrum löndum og þrátt fyrir opinberar kvartanir sundkvenna í Pennsylvaniu, sem var gert að nota sömu búningsaðstöðu og kona með karlmannskynfæri. Umrædd sundkona, Lia Thomas, er reyndar þekktari fyrir stórsigur í kvennaflokki en það að hafa verið með typpi í kvennaklefanum. Umræðan: Umræðan um þessi mál, og þar með mín umfjöllun, getur ýtt undir tilefnislítinn ótta um að karlar misnoti rétt sinn til að skilgreina sig sem konu. Það er líka aukin hætta á að fólk láti í ljós óvild þegar umræðan er ekki einhliða. Það er vont en þó ekki næg ástæða til að forðast umræðu um ágreiningsmál. Það má gagnrýna skort á eldvörnum þótt það geti gert einhverja óþarflega stressaða. Það má tala um stríðsglæpi Ísraels og hryðjuverk Hamas,þó svo að gyðingahatarar og múslímahatarar grípi tækifæri til að tjá sig, það verður hver og einn að bera ábyrgð á eigin offorsi. Það má tala um vandamál sem fylgja flóttamannastraumnum þótt harðir þjóðernissinnar beini reiði sinni að hælisleitendum, það þýðir auðvitað ekki að við eigum að umbera ógnandi framkomu. Það má tala um vandamál sem spretta af endurskilgreiningum á kyni, þótt þeir sem hafa andúð á hinsegin fólki láti það frekar í ljós þegar umræðan er ekki einhliða, það merkir ekki að við lítum framhjá einelti. Lýðræðislegt samfélag leiðréttir misskilning og rangfærslur, svarar ósanngirni og fordómum og tekur á hatursglæpum sem öðrum. Lýðræðislegt samfélag reynir ekki bæla niður gagnrýni og skoðanaskipti af ótta við að fordómar afhjúpist. Og þótt andúð, sem þegar er til staðar, komi í ljós, er það ekki "bakslag". Hinsegin fólk hefur aldrei notið meiri réttinda og meira umburðarlyndis en á síðustu árum og þótt 5-6 manns af hverjum 100 hafi horn í síðu transfólks, þá gefur það Samtökunum '78 engan einkarétt á umræðunni. Höfundur er lögmaður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun