Geðheilbrigðismál á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn Sylvía Rós Bjarkadóttir skrifar 10. október 2023 08:00 Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 10. október, og að þessu sinni undir þeirri yfirskrift að geðheilbrigði teljist til algildra mannréttinda. Í því felst að við eigum öll rétt á að vera ekki útsett fyrir þáttum sem eru ógn við geðheilbrigði okkar, að við fáum góða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum og að við eigum rétt til frelsis, sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Geðþjónusta Landspítala veitir fjölbreytta heilbrigðisþjónustu og er hún í stöðugri þróun líkt og önnur starfsemi spítalans. Á þriðju hæð geðdeildarbyggingarinnar við Hringbraut er Meðferðargeðdeild geðrofsjúkdóma, sem er rétt tæplega tveggja ára gömul deild. Þar er unnið í þverfaglegum teymum, sem leitast við að tryggja skjólstæðingum okkar bestu meðferð sem völ er á. Sú meðferð getur verið allt frá bráðameðferð yfir í endurhæfingu. Skjólstæðingar geta þurft að dvelja lengi hjá okkur og við leggjum upp úr því að deildin sé heimilisleg og að fólki líði vel. Það er líka lykilþáttur í að tryggja að fólk sé tilbúið að koma aftur til okkar ef það þarf á að halda síðar. Meðferð miðuð við einstaklinginn Við vinnum ekki eftir almennum reglum eins og alvanalegar eru á spítala, þar sem allir sjúklingar fá mat og lyf og eru vaktir á sama tíma. Þess í stað hönnum við rammann í samráði við hvern og einn skjólstæðing og leggjum áherslu á sjálfsforræði og athafnafrelsi á öllum sviðum þar sem því er við komið. Svo dæmi sé tekið, leggjum við áherslu á félagslega þátttöku og virkni meðan á innlögn stendur. Innanhúss er margt í boði og við stöndum líka fyrir ferðum og reynum eftir fremsta megni að tengja fólk við úrræði út í samfélaginu til þess að reyna að tryggja rútínu og félagslega þátttöku eftir útskrift. Hér gildir að nálgast einstaklinginn eftir hans þörfum og veruleika og sníða prógrammið eftir því. Stundum mætum við mótstöðu innan heilbrigðiskerfisins en oft stafar það af skorti á þekkingu á ólíkum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um það varðar reykingar en almennt vill Landspítali vera reyklaus stofnun, sem er bæði eðlilegt og skiljanlegt. Hins vegar er það líka svo að bráðveikir einstaklingar eru ekki endilega í stöðu til að hætta að reykja og við þurfum að finna leiðir til að fólk sem dvelur á lokuðum deildum geti reykt ef það kýs svo. Unnið með fjölskyldunni Við leggjum einnig mikið upp úr fjölskyldustuðningi. Við vinnum með nánustu aðstandendum og sú vinna gengur ekki eingöngu út á upplýsingagjöf, heldur líka að styðja við aðstandendur í sínu hlutverki. Góður stuðningur aðstandenda er mikilvægur fyrir heilsu sjúklinga, en til þess að það gangi þurfa aðstandendur að hafa aðgengi að bæði þekkingu og stuðningi. Við höfum séð mjög góðan árangur af þessari nálgun. Enn eru miklir fordómar gagnvart geðröskunum og þeir birtast bæði í samfélaginu og innan heilbrigðiskerfisins. Skjólstæðingar okkar finna fyrir slíkum fordómum og þurfa jafnvel að takast á við sjálfsfordóma. Geðraskanir eru eðlilegur hluti af mannlegri tilveru en fordómar fyrir geðröskunum geta hindrað bata, ýtt undir veikindi og heft aðgengi að meðferðum. Sumt fólk veikist tímabundið á meðan aðrir glíma við sínar raskanir alla ævi. En það er hægt að ná ýmist bata og bættum lífsgæðum. Því er til mikils að vinna að fá góða meðferð og hana viljum við veita. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er þarft tækifæri til að staldra við og velta því upp hvað tekst vel til og hvar við þurfum að sækja fram. Höfundur er deildarstjóri á meðferðardeild geðrofssjúkdóma á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Landspítalinn Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 10. október, og að þessu sinni undir þeirri yfirskrift að geðheilbrigði teljist til algildra mannréttinda. Í því felst að við eigum öll rétt á að vera ekki útsett fyrir þáttum sem eru ógn við geðheilbrigði okkar, að við fáum góða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum og að við eigum rétt til frelsis, sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Geðþjónusta Landspítala veitir fjölbreytta heilbrigðisþjónustu og er hún í stöðugri þróun líkt og önnur starfsemi spítalans. Á þriðju hæð geðdeildarbyggingarinnar við Hringbraut er Meðferðargeðdeild geðrofsjúkdóma, sem er rétt tæplega tveggja ára gömul deild. Þar er unnið í þverfaglegum teymum, sem leitast við að tryggja skjólstæðingum okkar bestu meðferð sem völ er á. Sú meðferð getur verið allt frá bráðameðferð yfir í endurhæfingu. Skjólstæðingar geta þurft að dvelja lengi hjá okkur og við leggjum upp úr því að deildin sé heimilisleg og að fólki líði vel. Það er líka lykilþáttur í að tryggja að fólk sé tilbúið að koma aftur til okkar ef það þarf á að halda síðar. Meðferð miðuð við einstaklinginn Við vinnum ekki eftir almennum reglum eins og alvanalegar eru á spítala, þar sem allir sjúklingar fá mat og lyf og eru vaktir á sama tíma. Þess í stað hönnum við rammann í samráði við hvern og einn skjólstæðing og leggjum áherslu á sjálfsforræði og athafnafrelsi á öllum sviðum þar sem því er við komið. Svo dæmi sé tekið, leggjum við áherslu á félagslega þátttöku og virkni meðan á innlögn stendur. Innanhúss er margt í boði og við stöndum líka fyrir ferðum og reynum eftir fremsta megni að tengja fólk við úrræði út í samfélaginu til þess að reyna að tryggja rútínu og félagslega þátttöku eftir útskrift. Hér gildir að nálgast einstaklinginn eftir hans þörfum og veruleika og sníða prógrammið eftir því. Stundum mætum við mótstöðu innan heilbrigðiskerfisins en oft stafar það af skorti á þekkingu á ólíkum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um það varðar reykingar en almennt vill Landspítali vera reyklaus stofnun, sem er bæði eðlilegt og skiljanlegt. Hins vegar er það líka svo að bráðveikir einstaklingar eru ekki endilega í stöðu til að hætta að reykja og við þurfum að finna leiðir til að fólk sem dvelur á lokuðum deildum geti reykt ef það kýs svo. Unnið með fjölskyldunni Við leggjum einnig mikið upp úr fjölskyldustuðningi. Við vinnum með nánustu aðstandendum og sú vinna gengur ekki eingöngu út á upplýsingagjöf, heldur líka að styðja við aðstandendur í sínu hlutverki. Góður stuðningur aðstandenda er mikilvægur fyrir heilsu sjúklinga, en til þess að það gangi þurfa aðstandendur að hafa aðgengi að bæði þekkingu og stuðningi. Við höfum séð mjög góðan árangur af þessari nálgun. Enn eru miklir fordómar gagnvart geðröskunum og þeir birtast bæði í samfélaginu og innan heilbrigðiskerfisins. Skjólstæðingar okkar finna fyrir slíkum fordómum og þurfa jafnvel að takast á við sjálfsfordóma. Geðraskanir eru eðlilegur hluti af mannlegri tilveru en fordómar fyrir geðröskunum geta hindrað bata, ýtt undir veikindi og heft aðgengi að meðferðum. Sumt fólk veikist tímabundið á meðan aðrir glíma við sínar raskanir alla ævi. En það er hægt að ná ýmist bata og bættum lífsgæðum. Því er til mikils að vinna að fá góða meðferð og hana viljum við veita. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er þarft tækifæri til að staldra við og velta því upp hvað tekst vel til og hvar við þurfum að sækja fram. Höfundur er deildarstjóri á meðferðardeild geðrofssjúkdóma á Landspítala.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar