Um það bil 1.100 látnir og útlit fyrir meiri blóðsúthellingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 06:46 Unnið að rýmingu í Ashkelon í suðurhluta Ísrael. AP/Tsafrir Abayov Íbúum í borginni Sderot í suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sig heima við í dag. Borgarstjórinn Alon Davidi segir hryðjuverkamenn í og umhverfis borgina og þá heyrast byssuskot á götum úti. Alls eru 1.100 látnir eftir óvænta árás Hamas inn í Ísrael á laugardag, 700 í Ísrael og 413 á Gaza. Deborah Lipstadt, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum gyðinga, hefur kallað árásir Hamas „banvænustu árásina gegn gyðingum frá helförinni“. Hún segir enga leið til að réttlæta fjöldamorð og villimannslegar árásir gegn almennum borgurum. Sendinefnd Palestínumanna við Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þróun mála hafi ekki átt sér stað í tómarúmi. Árásirnar hafi verið gerðar í kjölfar drápa hundruða Palestínumanna og áratuga árása Ísraelsmanna gegn borgum, bæjum og þorpum Palestínu. Íranir hafa neitað að hafa komið að skipulagningu árása Hamas, eins og Ísraelsmenn hafa haldið fram. Sendinefnd Íran við Sameinuðu þjóðirnar sagðist styðja Palestínumenn og málstað þeirra en sakaði Ísraelsmenn um að reyna að gera Íran að blóraböggli fyrir eigið öryggisklúður. Ísraelski herinn segist hafa gert árásir á 500 skotmörk tengdum Hamas og Islamic Jihad í nótt, þar á meðal á starfstöðvar og á heimili Ruhi Mashtaa, háttsetts leiðtoga innan Hamas og meints skipuleggjanda árásanna á laugardag. Herinn segir ástandið slæmt og fyrirséð að fleiri muni láta lífið. Associated Press segir nítján einstaklinga innan sömu fjölskyldunnar hafa látið lífið í árásum Ísraela á flóttamannabúðir á Gaza. Engar fregnir hafa borist af þeim um 100 gíslum sem Hamas-liðar eru taldir hafa flutt frá Ísrael til Gaza en þetta er sagt flækja nokkuð hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna. Um það bil 260 eru taldir hafa látist á tónlistarhátíð sem stóð yfir þegar Hamas-liðar gerðu árás. Fjöldi ríkja fordæmdi aðgerðir Hamas á lokuðum neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Robert Wood, sendifulltrúi Bandaríkjanna, sagði fordæminguna þó ekki hafa verið samhljóða og sagði blaðamenn líklega getað giskað á hverjir sátu þar hjá. Virðist nokkuð ljós að Wood er þarna að tala um Rússland. Bandaríkjamenn segja hernaðarstuðning á leið til Ísrael en bandarísk flugfélög eru meðal þeirra sem hafa lagt niður flug til Tel Aviv í bili. Má þar nefna Delta, American Airlines og United. Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Alls eru 1.100 látnir eftir óvænta árás Hamas inn í Ísrael á laugardag, 700 í Ísrael og 413 á Gaza. Deborah Lipstadt, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum gyðinga, hefur kallað árásir Hamas „banvænustu árásina gegn gyðingum frá helförinni“. Hún segir enga leið til að réttlæta fjöldamorð og villimannslegar árásir gegn almennum borgurum. Sendinefnd Palestínumanna við Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þróun mála hafi ekki átt sér stað í tómarúmi. Árásirnar hafi verið gerðar í kjölfar drápa hundruða Palestínumanna og áratuga árása Ísraelsmanna gegn borgum, bæjum og þorpum Palestínu. Íranir hafa neitað að hafa komið að skipulagningu árása Hamas, eins og Ísraelsmenn hafa haldið fram. Sendinefnd Íran við Sameinuðu þjóðirnar sagðist styðja Palestínumenn og málstað þeirra en sakaði Ísraelsmenn um að reyna að gera Íran að blóraböggli fyrir eigið öryggisklúður. Ísraelski herinn segist hafa gert árásir á 500 skotmörk tengdum Hamas og Islamic Jihad í nótt, þar á meðal á starfstöðvar og á heimili Ruhi Mashtaa, háttsetts leiðtoga innan Hamas og meints skipuleggjanda árásanna á laugardag. Herinn segir ástandið slæmt og fyrirséð að fleiri muni láta lífið. Associated Press segir nítján einstaklinga innan sömu fjölskyldunnar hafa látið lífið í árásum Ísraela á flóttamannabúðir á Gaza. Engar fregnir hafa borist af þeim um 100 gíslum sem Hamas-liðar eru taldir hafa flutt frá Ísrael til Gaza en þetta er sagt flækja nokkuð hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna. Um það bil 260 eru taldir hafa látist á tónlistarhátíð sem stóð yfir þegar Hamas-liðar gerðu árás. Fjöldi ríkja fordæmdi aðgerðir Hamas á lokuðum neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Robert Wood, sendifulltrúi Bandaríkjanna, sagði fordæminguna þó ekki hafa verið samhljóða og sagði blaðamenn líklega getað giskað á hverjir sátu þar hjá. Virðist nokkuð ljós að Wood er þarna að tala um Rússland. Bandaríkjamenn segja hernaðarstuðning á leið til Ísrael en bandarísk flugfélög eru meðal þeirra sem hafa lagt niður flug til Tel Aviv í bili. Má þar nefna Delta, American Airlines og United.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira