„Við bara vorum sjálfum okkur verstir“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. október 2023 21:59 Jóhann Þór var daufur í dálkinn í kvöld Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar fóru flatt í fyrsta leik haustsins í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Hetti 87-104. Heimamenn mættu fáliðaðir til leiks en Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði að hans menn hefðu í raun grafið sína eigin gröf að þessu sinni. „Það var svo sem alveg vitað mál að þetta yrði erfitt. Ég gæti alveg staðið hérna og talað um afsakanir og allt það en það er alls ekki málið. Við bara vorum sjálfum okkur verstir. Við byrjuðum illa og áttum erfitt með að halda í skipulag, sérstaklega varnarlega. Svo er Hattarliðið líka bara mjög gott.“ „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af því sóknarlega að við vorum alltaf að keppast við að ná þessu „hetjuskoti“ og ætluðum alltaf að skora 2-3 körfur í einu í staðinn fyrir að treysta félaganum og kerfinu. Það gekk alls ekki og mér fannst þetta versna bara eftir því sem leið á leikinn.“ Grindvíkingar náðu einum frábærum kafla í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu tólf stig úr fjórum þristum í röð og minnkuðum muninn í fimm stig, en þar með var jákvæði partur leiksins búinn. „Við náðum þarna smá kafla í seinni þar sem við gerðum þetta að smá séns en Hattarmenn gerðu þetta mjög vel. Voru skipulagðir sóknarlega og við vorum í ströggli. Grunnþættir leiksins, kannski hægt að segja eðlilega, í vandræðum með þá eins og að frákasta. Því fór sem fór.“ Grindavíkurliðið leit ekki vel út oft í leiknum. Varnarlega hlupu menn út og suður og meðallengd sókna liðsins var sennilega í kringum tíu sekúndur í mesta lagi. Það féll fátt með heimamönnum að þessu sinni. „Algjörlega. Eins og ég sagði áðan, við vorum sjálfum okkur verstir. Erum úr stöðum og alltaf að leita að einhverju „hetjuskoti“ og að reyna að skjóta okkur inn í þetta í staðinn fyrir að taka bara tíma og framkvæma þar sem lagt var upp með.“ Jóhann vildi ekki koma með afsakanir en staðreynd málsins er þó sú að það vantaði tvo erlenda atvinnumenn í liðið í kvöld. Daniel Mortensen er meiddur á hné og DeAndre Kane hefur ekki enn skilað sér til landsins eftir vegabréfavesen í Ungaverjalandi. Jóhann reiknar þó með þeim báðum fljótlega. „Staðan á Daniel er einhvern veginn svona bara frá degi til dags. „Day by day“ eins og sagt er í NBA. Herra Kane hann kemur í fyrramálið. Það birtir til, held ég. Sagan endalausa, henni virðist vera að ljúka en eins og ég sagði bara strax í byrjun. Þegar ég tek í hendina á manninum þegar hann kemur þá er hann kominn en jú, hann á að koma í fyrramálið.“ Jóhann var ekki endilega sannfærður um að Grindavík þyrfti að bæta við fjórða erlenda leikmanninum til að leysa stöðu miðherja. „Svona já og nei. Jú jú, Knezevic er hérna og við vorum í vandræðum með hann. Ég veit það ekki, nefndu mér einhverja risa ógn inni í teig í Subway-deild karla. Jú kannski til að frákasta en það er bara vilji. Að sækja blöðruna þegar hún er laus.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
„Það var svo sem alveg vitað mál að þetta yrði erfitt. Ég gæti alveg staðið hérna og talað um afsakanir og allt það en það er alls ekki málið. Við bara vorum sjálfum okkur verstir. Við byrjuðum illa og áttum erfitt með að halda í skipulag, sérstaklega varnarlega. Svo er Hattarliðið líka bara mjög gott.“ „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af því sóknarlega að við vorum alltaf að keppast við að ná þessu „hetjuskoti“ og ætluðum alltaf að skora 2-3 körfur í einu í staðinn fyrir að treysta félaganum og kerfinu. Það gekk alls ekki og mér fannst þetta versna bara eftir því sem leið á leikinn.“ Grindvíkingar náðu einum frábærum kafla í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu tólf stig úr fjórum þristum í röð og minnkuðum muninn í fimm stig, en þar með var jákvæði partur leiksins búinn. „Við náðum þarna smá kafla í seinni þar sem við gerðum þetta að smá séns en Hattarmenn gerðu þetta mjög vel. Voru skipulagðir sóknarlega og við vorum í ströggli. Grunnþættir leiksins, kannski hægt að segja eðlilega, í vandræðum með þá eins og að frákasta. Því fór sem fór.“ Grindavíkurliðið leit ekki vel út oft í leiknum. Varnarlega hlupu menn út og suður og meðallengd sókna liðsins var sennilega í kringum tíu sekúndur í mesta lagi. Það féll fátt með heimamönnum að þessu sinni. „Algjörlega. Eins og ég sagði áðan, við vorum sjálfum okkur verstir. Erum úr stöðum og alltaf að leita að einhverju „hetjuskoti“ og að reyna að skjóta okkur inn í þetta í staðinn fyrir að taka bara tíma og framkvæma þar sem lagt var upp með.“ Jóhann vildi ekki koma með afsakanir en staðreynd málsins er þó sú að það vantaði tvo erlenda atvinnumenn í liðið í kvöld. Daniel Mortensen er meiddur á hné og DeAndre Kane hefur ekki enn skilað sér til landsins eftir vegabréfavesen í Ungaverjalandi. Jóhann reiknar þó með þeim báðum fljótlega. „Staðan á Daniel er einhvern veginn svona bara frá degi til dags. „Day by day“ eins og sagt er í NBA. Herra Kane hann kemur í fyrramálið. Það birtir til, held ég. Sagan endalausa, henni virðist vera að ljúka en eins og ég sagði bara strax í byrjun. Þegar ég tek í hendina á manninum þegar hann kemur þá er hann kominn en jú, hann á að koma í fyrramálið.“ Jóhann var ekki endilega sannfærður um að Grindavík þyrfti að bæta við fjórða erlenda leikmanninum til að leysa stöðu miðherja. „Svona já og nei. Jú jú, Knezevic er hérna og við vorum í vandræðum með hann. Ég veit það ekki, nefndu mér einhverja risa ógn inni í teig í Subway-deild karla. Jú kannski til að frákasta en það er bara vilji. Að sækja blöðruna þegar hún er laus.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins