Breytingin er á hraða snigilsins Guðný Jónsdóttir skrifar 5. október 2023 12:30 Á afar skemmtilegum morgunverðarfundi í húsnæði Rafal í Hafnarfirði í síðustu viku var birt skýrsla KÍO um stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefur lítil breyting verið á hlut kvenna í geiranum á síðastliðnum tveimur árum. Góðu fréttirnar voru hinsvegar að það voru tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar á aldursbilinu 30 til 44 ára. Á heildina litið eru kvenkyns framkvæmdastjórar 38% í geiranum. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér: Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum Orku- og veitugeirinn hefur frá upphafi verið mjög karlægur vinnumarkaður. Hægt og rólega hefur þó hlutur kvenna á þessum markaði verið að aukast en breytingin er á hraða snigilsins. Hvað er til ráða? Það er mikilvægt að halda samtalinu áfram. Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnumarkaði er ekki bara hagsmunamál kvenna heldur allra. Það gleymist stundum að nefna karlmennina í umræðunni. Það er ekki nóg að eingöngu konur ræði um þessa hluti. Það er mikilvægt að fá alla með í lið og halda orðræðunni á lofti. Hvernig geta konur samsvarað sér í þessum bransa? Í skýrslunni kom einnig fram að frá upphafi hafa einungis sjö konur verið forstýrur skráðra fyrirtækja í Íslensku kauphöllinni á móti hundruð karla. Auðvitað er myndin ramskökk og liggja margar skýringar á bakvið en við breytum þessu ekki á einni nóttu, þetta er langhlaup. KÍO nefnir skýringar á borð við staðalímyndir, ómeðvitaða fordóma og þriðju vaktina. Ég vil einnig minnast á hefðir. Þær geta legið mjög djúpt og stundum getur reynst erfitt að vinda ofan af þeim. Í rannsókn minni á jafnvægi milli vinnu og einkalífi og fjarvinnu fjallaði ég meðal annars um ólíka menningu milli kynja. Konur eru til dæmis almennt séð opnari tilfinningalega en karlar, þær hafa meiri þörf fyrir að tjá sig og þær eiga auðveldara með það. Við skulum ekki gleyma hvernig staða kvenna var hér árum áður en sú mikilvæga staðreynd var sú að konum var kennt frá blautu barnsbeini að hafa þarfir annarra og sérstaklega karlmanna í fyrirrúmi. Áratugum saman hafa konur þurft að gefa starfsframa sinn uppá bátinn til þess að sinna heimilishaldi og barnauppeldi svo eiginmaðurinn geti einbeitt sér að sínum starfsframa. Þegar konur fóru svo að fara út á vinnumarkaðinn í auknum mæli, þá var ekki mikill stuðningur heima fyrir. Áfram héldu þær að sinna heimilisstörfum og barnauppeldinu. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að sumar konur eru í dag að upplifa algjöra örmögnun og kulnun. Konur eru hægt og rólega að vinda ofan af þessu og hefur orðið mikil breyting á í nútíma samfélagi. Það er mikilvægt að hver og ein setji sér mörk í samræmi við sínar þarfir svo þær nái að blómstra í leik og starfi. Niðurstaða könnunar sem Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og fleiri lögðu fyrir hér á landi árið 2021 um kynin og vinnustaðinn var að konur þurftu frekar að sanna sig sem stjórnendur en karlar og þær voru fjórtán sinnum líklegri en karlar til að bera meiri ábyrgð á fjölskyldu- og heimilishaldi. Einnig kom fram hvað varðar jafnvægi milli vinnu og einkalífi þá fengu konur meiri stuðning en karlar frá sínum vinnuveitanda. Það er mikilvægt að feður njóti stuðnings líkt og konur en þarf að vera stefnumótandi ákvörðun vinnuveitanda. Gamlar hefðir hafa ennþá áhrif og geta verið ríkjandi en við þurfum að brjóta þær markvisst upp. Það mun taka tíma en við megum ekki gefast upp eða sofna á verðinum. Með samtali og umræðum hjá öllum þá höldum við orðræðunni á lofti. Verum vakandi fyrir öflugum konum og konum sem hafa áhuga á stjórnendahlutverkinu og veita þeim tækifæri og stuðning. Það skiptir einnig máli hvernig fyrirtæki auglýsa sig og það er mikilvægt að draga fram að vinnuumhverfið sé fjölskylduvænt og það sé hlúað að jafnvægi milli vinnu og einkalífi, þannig að konur geti samsvarað sig betur að vinnuumhverfinu. Þegar vinnustaður er fjölbreyttur þá er líklegra að fyrirtækin ná meiri árangri. Það er margt búið að gerast og margt að gerjast í þessum málum. Ég er full bjartsýni fyrir framtíðinni og sannfærð um þegar allir taka höndum saman í átt að jafnrétti á vinnumarkaðnum þá verður þróunin ekki áfram á hraða snigilsins. Höfundur er mannauðsstjóri Rafal ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á afar skemmtilegum morgunverðarfundi í húsnæði Rafal í Hafnarfirði í síðustu viku var birt skýrsla KÍO um stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefur lítil breyting verið á hlut kvenna í geiranum á síðastliðnum tveimur árum. Góðu fréttirnar voru hinsvegar að það voru tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar á aldursbilinu 30 til 44 ára. Á heildina litið eru kvenkyns framkvæmdastjórar 38% í geiranum. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér: Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum Orku- og veitugeirinn hefur frá upphafi verið mjög karlægur vinnumarkaður. Hægt og rólega hefur þó hlutur kvenna á þessum markaði verið að aukast en breytingin er á hraða snigilsins. Hvað er til ráða? Það er mikilvægt að halda samtalinu áfram. Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnumarkaði er ekki bara hagsmunamál kvenna heldur allra. Það gleymist stundum að nefna karlmennina í umræðunni. Það er ekki nóg að eingöngu konur ræði um þessa hluti. Það er mikilvægt að fá alla með í lið og halda orðræðunni á lofti. Hvernig geta konur samsvarað sér í þessum bransa? Í skýrslunni kom einnig fram að frá upphafi hafa einungis sjö konur verið forstýrur skráðra fyrirtækja í Íslensku kauphöllinni á móti hundruð karla. Auðvitað er myndin ramskökk og liggja margar skýringar á bakvið en við breytum þessu ekki á einni nóttu, þetta er langhlaup. KÍO nefnir skýringar á borð við staðalímyndir, ómeðvitaða fordóma og þriðju vaktina. Ég vil einnig minnast á hefðir. Þær geta legið mjög djúpt og stundum getur reynst erfitt að vinda ofan af þeim. Í rannsókn minni á jafnvægi milli vinnu og einkalífi og fjarvinnu fjallaði ég meðal annars um ólíka menningu milli kynja. Konur eru til dæmis almennt séð opnari tilfinningalega en karlar, þær hafa meiri þörf fyrir að tjá sig og þær eiga auðveldara með það. Við skulum ekki gleyma hvernig staða kvenna var hér árum áður en sú mikilvæga staðreynd var sú að konum var kennt frá blautu barnsbeini að hafa þarfir annarra og sérstaklega karlmanna í fyrirrúmi. Áratugum saman hafa konur þurft að gefa starfsframa sinn uppá bátinn til þess að sinna heimilishaldi og barnauppeldi svo eiginmaðurinn geti einbeitt sér að sínum starfsframa. Þegar konur fóru svo að fara út á vinnumarkaðinn í auknum mæli, þá var ekki mikill stuðningur heima fyrir. Áfram héldu þær að sinna heimilisstörfum og barnauppeldinu. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að sumar konur eru í dag að upplifa algjöra örmögnun og kulnun. Konur eru hægt og rólega að vinda ofan af þessu og hefur orðið mikil breyting á í nútíma samfélagi. Það er mikilvægt að hver og ein setji sér mörk í samræmi við sínar þarfir svo þær nái að blómstra í leik og starfi. Niðurstaða könnunar sem Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og fleiri lögðu fyrir hér á landi árið 2021 um kynin og vinnustaðinn var að konur þurftu frekar að sanna sig sem stjórnendur en karlar og þær voru fjórtán sinnum líklegri en karlar til að bera meiri ábyrgð á fjölskyldu- og heimilishaldi. Einnig kom fram hvað varðar jafnvægi milli vinnu og einkalífi þá fengu konur meiri stuðning en karlar frá sínum vinnuveitanda. Það er mikilvægt að feður njóti stuðnings líkt og konur en þarf að vera stefnumótandi ákvörðun vinnuveitanda. Gamlar hefðir hafa ennþá áhrif og geta verið ríkjandi en við þurfum að brjóta þær markvisst upp. Það mun taka tíma en við megum ekki gefast upp eða sofna á verðinum. Með samtali og umræðum hjá öllum þá höldum við orðræðunni á lofti. Verum vakandi fyrir öflugum konum og konum sem hafa áhuga á stjórnendahlutverkinu og veita þeim tækifæri og stuðning. Það skiptir einnig máli hvernig fyrirtæki auglýsa sig og það er mikilvægt að draga fram að vinnuumhverfið sé fjölskylduvænt og það sé hlúað að jafnvægi milli vinnu og einkalífi, þannig að konur geti samsvarað sig betur að vinnuumhverfinu. Þegar vinnustaður er fjölbreyttur þá er líklegra að fyrirtækin ná meiri árangri. Það er margt búið að gerast og margt að gerjast í þessum málum. Ég er full bjartsýni fyrir framtíðinni og sannfærð um þegar allir taka höndum saman í átt að jafnrétti á vinnumarkaðnum þá verður þróunin ekki áfram á hraða snigilsins. Höfundur er mannauðsstjóri Rafal ehf.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar