Kínverjar ritskoðuðu saklausa íþróttamynd af Asíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 10:32 Kínversku grindahlaupararnir Lin Yuwei og Wu Yanni faðmast eftir úrslitin í 100 metra grindahlaupi á Asíuleikunum. AP/Vincent Thian Íþróttakonurnar Lin Yuwei og Wu Yanni föðmuðust sakleysislega eftir 100 metra grindahlaup á Asíuleikunum en myndin af faðmlaginu er bönnuð í Kína. Yuwei og Yanni eru tvær af bestu grindahlaupurum Kína og voru þarna að keppa í úrslitum í greininni en Asíuleikarnir eru í gangi í Hangzhou í Kína. Hér má sjá þessa mynd.@sportbladet Sú fyrrnefnda vann gullið en sú síðarnefnda var seinna dæmd úr leik fyrir þjófstart. En aftur að ritskoðun kínverskra yfirvalda og ástæðunni fyrir að þessi sakleysislega mynd var bönnuð. Myndin kom fyrst inn á kínverska miðla en þeim var síðan skipað að taka hana út. Ástæðan er að þegar þær föðmuðust þá sáust greinilega tölurnar 6 og 4. Þær tölur tengjast beint mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 4. júní 1989. Þetta voru stúdentamótmæli sem áttu sér stað í Peking sem voru kæfð niður eftir að Li Peng forsætisráðherra alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Kínverskir hermenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum og skriðdrekum skutu á mótmælendur sem reyndu að loka leið þeirra á Torg hins himneska friðar í hinum svokölluðu Tianamen-fjöldamorðum. Talið að um þrjú þúsund stúdentar hafi verið drepnir á torginu. Kínversk yfirvöld hafa síðan reynt að þurrka atburðinn út úr sögunni og allt tengt mótmælunum á Torgi hins himneska friðar er ritskoðað. Þar á meðal svona saklaus mynd. Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Yuwei og Yanni eru tvær af bestu grindahlaupurum Kína og voru þarna að keppa í úrslitum í greininni en Asíuleikarnir eru í gangi í Hangzhou í Kína. Hér má sjá þessa mynd.@sportbladet Sú fyrrnefnda vann gullið en sú síðarnefnda var seinna dæmd úr leik fyrir þjófstart. En aftur að ritskoðun kínverskra yfirvalda og ástæðunni fyrir að þessi sakleysislega mynd var bönnuð. Myndin kom fyrst inn á kínverska miðla en þeim var síðan skipað að taka hana út. Ástæðan er að þegar þær föðmuðust þá sáust greinilega tölurnar 6 og 4. Þær tölur tengjast beint mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 4. júní 1989. Þetta voru stúdentamótmæli sem áttu sér stað í Peking sem voru kæfð niður eftir að Li Peng forsætisráðherra alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Kínverskir hermenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum og skriðdrekum skutu á mótmælendur sem reyndu að loka leið þeirra á Torg hins himneska friðar í hinum svokölluðu Tianamen-fjöldamorðum. Talið að um þrjú þúsund stúdentar hafi verið drepnir á torginu. Kínversk yfirvöld hafa síðan reynt að þurrka atburðinn út úr sögunni og allt tengt mótmælunum á Torgi hins himneska friðar er ritskoðað. Þar á meðal svona saklaus mynd.
Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira