Tveir fyrir einn í mannréttindum Sigmar Guðmundsson skrifar 4. október 2023 07:00 Við Íslendingar búum við ákveðna sérstöðu á mörgum sviðum. Sú sérstaða er ekki alltaf til eftirbreytni þótt stundum sé hún kostur. Við erum til að mynda ekkert sérstaklega gæfusöm að vera föst í þeirri sérvisku að halda úti einni smæstu mynt í heimi. Sú sérstaða byggist í raun á því að hér gildi önnur efnahagslögmál en úti í hinum stóra heimi. Önnur sérstaða er hversu langt við göngum í að brjóta á mannréttindum stórs hluta þjóðarinnar sem býr á höfuðborgarsvæðinu með því að láta atkvæði þess hóps vega miklu minna í þingkosningum en atkvæði fólks sem býr á öðrum stöðum á landinu. Misvægi atkvæða er miklu meira hér á landi en í nágrannalöndunum þrátt fyrir að Norðurlöndin öll séu með kjördæmaskiptingu. Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi búa landsmenn við jafnt vægi atkvæða. Norðmenn hafa ekki gengið svo langt, en þar ríkir þó mun meira jafnræði með fólki í kosningum en á Íslandi. Munurinn var til dæmis þrefalt meiri hér en í Noregi í kosningunum 1997 og 1999. Þrisvar hefur það gerst að flytja þarf þingmenn á milli kjördæma til að bregðast við því að munurinn verði meiri en tvöfaldur. Það mun aftur gerast í næstu kosningum. Þetta þýðir að atkvæði þeirra sem búa í Norðvesturkjördæmi hefur nærri tvöfalt meira vægi en atkvæði þeirra sem búa í Suðvesturkjördæmi. Sá sem býr á Akranesi býr því við mun ríkari mannréttindi að þessu leyti en fólk búsett í Kjósarhreppi en einungis fáeinar mínútur tekur að aka þar á milli. Það vill nefnilega stundum gleymast í þessari umræðu að hinn heilagi kosningaréttur er partur af mannréttindum okkar allra. Við eigum öll rétt á því að hafa jöfn áhrif á þróun samfélagsins með atkvæði okkar og fyrirkomulag sem kalla mætti „tveir fyrir einn“ brýtur gegn þeirri grundvallarreglu. Nægir í því sambandi að benda á það sem ÖSE hefur sagt, og einnig Feneyjarnefnd Evrópuráðsins. Feneyjarnefndin er alveg skýr með að misvægi atkvæða eigi alls ekki að fara yfir 15 prósent og þá við sérstakar aðstæður. Við höfum það nærri 100 prósent hér. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur það brjóta gegn jafnræðisreglum þeirra mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Jöfnun atkvæðavægis er mannréttindamál, flóknara er það ekki. Byggðarsjónarmiðum þarf að mæta með öðrum hætti en svona miklu inngripi inn í sjálfsögð réttindi fólks. Þá væri hægt að skrifa langt mál um það endemis rugl að okkar kerfi hefur ítrekað orðið til þess að flokkar sem sæti eiga á Alþingi fá ekki þingmannatölu í samræmi við atkvæðin sem greidd eru. Árið 2013 fékk Framsókn aukaþingmann á kostnað VG. Árið 2016 fékk Sjálfstæðisflokkur aukamann á kostnað VG og sá aukamaður var reyndar forsenda þess að hægt var að mynda ríkisstjórn að loknum þeim kosningum. Ef flokkarnir hefðu allir fengið menn í réttu hlutfalli við atkvæðin sem þeir fengu, hefði ekki verið hægt að mynda ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Árið 2017 fékk Framsókn einum þingmanni of mikið á kostnað Samfylkingar. Árið 2021 fékk svo Framsókn einn mann á kostnað Sjálfstæðisflokks. Þessu öllu er hægt að breyta með einfaldri lagasetningu. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir þinginu og ég trúi því varla að óreyndu að stjórnmálaflokkarnir geti ekki sameinast um breytingar á þessu úr sér gengna kerfi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sigmar Guðmundsson Alþingi Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum við ákveðna sérstöðu á mörgum sviðum. Sú sérstaða er ekki alltaf til eftirbreytni þótt stundum sé hún kostur. Við erum til að mynda ekkert sérstaklega gæfusöm að vera föst í þeirri sérvisku að halda úti einni smæstu mynt í heimi. Sú sérstaða byggist í raun á því að hér gildi önnur efnahagslögmál en úti í hinum stóra heimi. Önnur sérstaða er hversu langt við göngum í að brjóta á mannréttindum stórs hluta þjóðarinnar sem býr á höfuðborgarsvæðinu með því að láta atkvæði þess hóps vega miklu minna í þingkosningum en atkvæði fólks sem býr á öðrum stöðum á landinu. Misvægi atkvæða er miklu meira hér á landi en í nágrannalöndunum þrátt fyrir að Norðurlöndin öll séu með kjördæmaskiptingu. Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi búa landsmenn við jafnt vægi atkvæða. Norðmenn hafa ekki gengið svo langt, en þar ríkir þó mun meira jafnræði með fólki í kosningum en á Íslandi. Munurinn var til dæmis þrefalt meiri hér en í Noregi í kosningunum 1997 og 1999. Þrisvar hefur það gerst að flytja þarf þingmenn á milli kjördæma til að bregðast við því að munurinn verði meiri en tvöfaldur. Það mun aftur gerast í næstu kosningum. Þetta þýðir að atkvæði þeirra sem búa í Norðvesturkjördæmi hefur nærri tvöfalt meira vægi en atkvæði þeirra sem búa í Suðvesturkjördæmi. Sá sem býr á Akranesi býr því við mun ríkari mannréttindi að þessu leyti en fólk búsett í Kjósarhreppi en einungis fáeinar mínútur tekur að aka þar á milli. Það vill nefnilega stundum gleymast í þessari umræðu að hinn heilagi kosningaréttur er partur af mannréttindum okkar allra. Við eigum öll rétt á því að hafa jöfn áhrif á þróun samfélagsins með atkvæði okkar og fyrirkomulag sem kalla mætti „tveir fyrir einn“ brýtur gegn þeirri grundvallarreglu. Nægir í því sambandi að benda á það sem ÖSE hefur sagt, og einnig Feneyjarnefnd Evrópuráðsins. Feneyjarnefndin er alveg skýr með að misvægi atkvæða eigi alls ekki að fara yfir 15 prósent og þá við sérstakar aðstæður. Við höfum það nærri 100 prósent hér. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur það brjóta gegn jafnræðisreglum þeirra mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Jöfnun atkvæðavægis er mannréttindamál, flóknara er það ekki. Byggðarsjónarmiðum þarf að mæta með öðrum hætti en svona miklu inngripi inn í sjálfsögð réttindi fólks. Þá væri hægt að skrifa langt mál um það endemis rugl að okkar kerfi hefur ítrekað orðið til þess að flokkar sem sæti eiga á Alþingi fá ekki þingmannatölu í samræmi við atkvæðin sem greidd eru. Árið 2013 fékk Framsókn aukaþingmann á kostnað VG. Árið 2016 fékk Sjálfstæðisflokkur aukamann á kostnað VG og sá aukamaður var reyndar forsenda þess að hægt var að mynda ríkisstjórn að loknum þeim kosningum. Ef flokkarnir hefðu allir fengið menn í réttu hlutfalli við atkvæðin sem þeir fengu, hefði ekki verið hægt að mynda ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Árið 2017 fékk Framsókn einum þingmanni of mikið á kostnað Samfylkingar. Árið 2021 fékk svo Framsókn einn mann á kostnað Sjálfstæðisflokks. Þessu öllu er hægt að breyta með einfaldri lagasetningu. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir þinginu og ég trúi því varla að óreyndu að stjórnmálaflokkarnir geti ekki sameinast um breytingar á þessu úr sér gengna kerfi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun