Ráðherra fékk fyrsta gjafakort sinnar tegundar í heimunum Árni Sæberg skrifar 3. október 2023 21:32 Áslaug Arna keypti snyrtivörur fyrir peninginn sem fólkið í Kringlunni gaf henni. Aðsend Kringlan er fyrsta verslunarmiðstöð í heiminum til að gera viðskiptavinum kleift að vera með eitt stafrænt gjafakort fyrir alla verslunar – og þjónustuaðila Kringlunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók formlega við fyrsta gjafakorti Kringlunnar í dag og verslaði með því í snyrtivörudeild Hagkaupa. Í fréttatilkynningu um nýjungina segir að fjártæknilausnin sé frá nýsköpunarfyrirtækinu Leikbreyti, kallist Gift-to-wallet, og geri viðskiptavinum kleift að vera með gjafkortið í símaveskinu og sjá þar raunstöðu og fá áminningar um að nota kortið, sem minnki hættuna á því að fjármunir viðskiptavina Kringlunnar glatist. Þetta sé stærsta innleiðing Leikbreytis á Gift-to-wallet kerfisins til þessa. Dragi úr kortunum og umbúðum Helsti kostur kerfisins sé að hægt er að selja og gefa út gjafakortin rafrænt að fullu án þess að viðskiptavinir þurfi að bæta við nýju smáforriti í símann sinn þar sem gjafakortin fara beint í veski farsíma, Apple eða Google Wallet. Kerfið sé því mun umhverfisvænna þar sem það dragi úr útgáfu plastkorta og umbúða sem áður hafi einkennt gjafakort. Eins opni þetta á ný markaðstækifæri fyrir Kringluna til að koma skilaboðum til korthafa, til dæmis um lengri opnunartíma, viðburði í Kringlunni og áminningar um að nota kortið þegar styttist í að gildistími kortsins ljúki. Þá haldi kortin utan um uppgjör við verslanir og gefi Kringlunni raunstöðu um ónotuð kort og innlausn. Óskaði öllum til hamingju Áslaug Arna tók við fyrsta kortinu við hátíðlega athöfn í Kringlunni í dag. „Mig langar að óska ykkur til hamingju með að vera í forystu þegar kemur að stafrænni tækni og nýsköpun og leiða þá vegferð að bjóða upp sterkari og betri þjónustu við fólk. Það sem Kringlan, Leikbreytir og öll nýsköpunarfyrirtæki eru alltaf að hugsa um er að bæta upplifun þeirra sem þau eru að þjónusta hverju sinni,“ er haft eftir henni Þá er haft eftir Ingu Rut Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að innleiðing kerfisins sé mikilvægur hluti af stafrænni vegferð sem Kringlan hafi verið á. Það sem heilli helst við lausnina sé hvernig hún skapi ný markaðstækifæri fyrir Kringluna í samanburði við fyrri lausnir. „Við erum afar þakklát fyrir það traust sem Kringlan sýnir Leikbreyti og Gift to wallet lausninni með stærstu innleiðingu okkar til þessa. Erlend stórfyrirtæki og verslunarmiðstöðvar hafa verið að sýna lausninni áhuga undanfarið. Kostirnir eru fjölmargir og við spáum meiri ánægju viðskiptavina sem og aukningu á gjafakortasölu í Kringlunni. Ég lít á uppsetninguna sem byltingu í íslenskri greiðslumiðlun,“ er loks haft eftir Yngva Tómassyni, framkvæmdastjóra Leikbreytis. Fjártækni Kringlan Verslun Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Í fréttatilkynningu um nýjungina segir að fjártæknilausnin sé frá nýsköpunarfyrirtækinu Leikbreyti, kallist Gift-to-wallet, og geri viðskiptavinum kleift að vera með gjafkortið í símaveskinu og sjá þar raunstöðu og fá áminningar um að nota kortið, sem minnki hættuna á því að fjármunir viðskiptavina Kringlunnar glatist. Þetta sé stærsta innleiðing Leikbreytis á Gift-to-wallet kerfisins til þessa. Dragi úr kortunum og umbúðum Helsti kostur kerfisins sé að hægt er að selja og gefa út gjafakortin rafrænt að fullu án þess að viðskiptavinir þurfi að bæta við nýju smáforriti í símann sinn þar sem gjafakortin fara beint í veski farsíma, Apple eða Google Wallet. Kerfið sé því mun umhverfisvænna þar sem það dragi úr útgáfu plastkorta og umbúða sem áður hafi einkennt gjafakort. Eins opni þetta á ný markaðstækifæri fyrir Kringluna til að koma skilaboðum til korthafa, til dæmis um lengri opnunartíma, viðburði í Kringlunni og áminningar um að nota kortið þegar styttist í að gildistími kortsins ljúki. Þá haldi kortin utan um uppgjör við verslanir og gefi Kringlunni raunstöðu um ónotuð kort og innlausn. Óskaði öllum til hamingju Áslaug Arna tók við fyrsta kortinu við hátíðlega athöfn í Kringlunni í dag. „Mig langar að óska ykkur til hamingju með að vera í forystu þegar kemur að stafrænni tækni og nýsköpun og leiða þá vegferð að bjóða upp sterkari og betri þjónustu við fólk. Það sem Kringlan, Leikbreytir og öll nýsköpunarfyrirtæki eru alltaf að hugsa um er að bæta upplifun þeirra sem þau eru að þjónusta hverju sinni,“ er haft eftir henni Þá er haft eftir Ingu Rut Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að innleiðing kerfisins sé mikilvægur hluti af stafrænni vegferð sem Kringlan hafi verið á. Það sem heilli helst við lausnina sé hvernig hún skapi ný markaðstækifæri fyrir Kringluna í samanburði við fyrri lausnir. „Við erum afar þakklát fyrir það traust sem Kringlan sýnir Leikbreyti og Gift to wallet lausninni með stærstu innleiðingu okkar til þessa. Erlend stórfyrirtæki og verslunarmiðstöðvar hafa verið að sýna lausninni áhuga undanfarið. Kostirnir eru fjölmargir og við spáum meiri ánægju viðskiptavina sem og aukningu á gjafakortasölu í Kringlunni. Ég lít á uppsetninguna sem byltingu í íslenskri greiðslumiðlun,“ er loks haft eftir Yngva Tómassyni, framkvæmdastjóra Leikbreytis.
Fjártækni Kringlan Verslun Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira