Ómar Ingi: Erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. október 2023 19:55 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK tapaði í kvöld 0-1 fyrir ÍBV í Kórnum í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Bæði lið eru harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni en leikurinn réðist á umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var á 30. mínútu leiksins. Þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn hafði hann þetta að segja. „Gífurlega svekkjandi. Fyrstu viðbrögð eru einfaldlega þau að við erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar allt of oft í undanförnum leikjum.“ Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var dómari leiksins og dæmdi víti á Arnar Frey Ólafsson, markvörð HK, þegar hann og Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, lentu í árekstri. Svo virtist að Arnar Freyr hafi verið á undan í boltann en Vilhjálmur Alvar var ekki á sama máli og dæmdi víti sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið úr. „Mér finnst hérna núna, á móti Fram um daginn, það vill svo til að það er sami maður sem á í hlut. Þá fáum við vítaspyrnur á okkur sem mér virðist hafa verið rangar í bæði skiptin,“ sagði Ómar Ingi, svekktur. Ómari Inga fannst vanta upp á betri færasköpun í leik síns liðs í dag. „Við náttúrulega komum okkur ekki í nógu góð færi. Við eigum þarna nokkra skalla og ágætisstöður en við komum okkur ekki í nógu góð færi á móti bara þéttu liði og liði sem hefur gífurlega gaman að því að verjast svona eins og leikurinn var orðinn undir lokin. Við verðum klárlega að gera betur þar og það er ekki í fyrsta skipti í sumar.“ HK hefði getað tryggt veru sína í Bestu deildinni með stigi í kvöld en er nú í möguleika á að falla í lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. HK var í sömu stöðu síðast þegar liðið lék í efstu deild og féll þá í lokaumferðinni á kostnað ÍA. „Tilfinningin fyrir næsta leik er bara fín. Held að hópurinn sé alveg staðráðinn í því að láta það ekki gerast aftur. En tilfinningin fyrir síðustu leikjum er verri og við erum bara ósáttir með það að vera búnir að komast í þá stöðu að þetta þurfi að ráðast fyrir norðan í lokaleik tímabilsins,“ sagði Ómar Ingi að lokum en lokaleikur liðsins er gegn KA. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn hafði hann þetta að segja. „Gífurlega svekkjandi. Fyrstu viðbrögð eru einfaldlega þau að við erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar allt of oft í undanförnum leikjum.“ Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var dómari leiksins og dæmdi víti á Arnar Frey Ólafsson, markvörð HK, þegar hann og Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, lentu í árekstri. Svo virtist að Arnar Freyr hafi verið á undan í boltann en Vilhjálmur Alvar var ekki á sama máli og dæmdi víti sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið úr. „Mér finnst hérna núna, á móti Fram um daginn, það vill svo til að það er sami maður sem á í hlut. Þá fáum við vítaspyrnur á okkur sem mér virðist hafa verið rangar í bæði skiptin,“ sagði Ómar Ingi, svekktur. Ómari Inga fannst vanta upp á betri færasköpun í leik síns liðs í dag. „Við náttúrulega komum okkur ekki í nógu góð færi. Við eigum þarna nokkra skalla og ágætisstöður en við komum okkur ekki í nógu góð færi á móti bara þéttu liði og liði sem hefur gífurlega gaman að því að verjast svona eins og leikurinn var orðinn undir lokin. Við verðum klárlega að gera betur þar og það er ekki í fyrsta skipti í sumar.“ HK hefði getað tryggt veru sína í Bestu deildinni með stigi í kvöld en er nú í möguleika á að falla í lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. HK var í sömu stöðu síðast þegar liðið lék í efstu deild og féll þá í lokaumferðinni á kostnað ÍA. „Tilfinningin fyrir næsta leik er bara fín. Held að hópurinn sé alveg staðráðinn í því að láta það ekki gerast aftur. En tilfinningin fyrir síðustu leikjum er verri og við erum bara ósáttir með það að vera búnir að komast í þá stöðu að þetta þurfi að ráðast fyrir norðan í lokaleik tímabilsins,“ sagði Ómar Ingi að lokum en lokaleikur liðsins er gegn KA.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira