„Maður verður bara að halda áfram“ Árni Gísli Magnússon skrifar 29. september 2023 23:10 Dagur Árni átti frábæran leik í kvöld S2 Sport Dagur Árni Heimisson skoraði sex mörk fyrir KA sem vann dramatískan eins marks sigur á Stjörnunni í fjórðu umferð Olís-deildar karla á Akureyri í kvöld. Jafnt var með liðunum lengst af en KA var þó skrefi á undan meirihluta leiksins. Stjörnunni tókst að komast yfir þegar 7 mínútur lifðu leiks en Einar Rafn Eiðsson skoraði sigurmark KA þegar hálf mínúta var eftir og gestunum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Fögnuður KA manna var hreint út sagt ærandi í klefanum í lok leiks og má ætla að það taki nokkuð á fyrir leikmann að taka slík fagnaðarlæti strax eftir leik. Fyrsta spurningin til Dags var því hvort hann væri þreyttari eftir leikinn eða þessi miklu fagnaðarlæti? „Eiginlega fögnuðinn aðeins meira sko. Það var sturlað gaman að spila þetta og maður fær bara gæsahúð eftir leik, sturlað.“ Tveir síðustu leikir KA hafa endað með jafntefli og því mikill léttir að ná sigri í dag þó það hefði ekki tæpara mátt standa „Loksins náðum við að klára leik, það var kominn tími til, vorum eiginlega klaufar á móti Fram að klára það ekki en svo heppnir á móti HK en gott að ná að klára þennan.“ KA var oft og tíðum einu til tveimur mörkum yfir í leiknum en náði aldrei að slíta Stjörnuna alveg frá sér ásamt því að gestirnir komust yfir seint í leiknum. „Þetta var bara smá erfitt. Hergeir (Grímsson) var mjög fínn og Doddi (Þórður Tandri Ágústsson) á línunni og Siggi (Sigurður Dan Óskarsson) að verja í markinu þannig annars bara góður leikur.“ Dagur Árni og Magnús Dagur Jónatansson eru báðir upprennandi efnilegir leikmenn og skiluðu saman ellefu mörkum í dag. Dagur segir þó eldri leikmennina einnig hafa staðið fyrir sínu í dag. „Fullt af eldri leikmönnum eins og Einar (Rafn Eiðsson) og Óli (Ólafur Gústafsson) hjálpa manni mjög. Við hittum á ágætan dag í dag og svo er bara að halda því áfram.“ Stemmingin í KA-heimilinu var rosalega góð og þá sérstaklega í lokin þegar allt var undir. Er þetta besta andrúmsloftið til að spila handbolta? „Þetta er sturlað sko. Þetta er það sem manni dreymir um þegar maður er í yngri flokkunum í KA að spila með þessum gæjum og þessu stuðningsfólki.“ „Byrjunin mjög fín en hefðum átt að klára leikinn á móti Fram, það situr alveg í manni en maður verður bara að halda áfram. Annars bara mjög fínt sko“, sagði Dagur að lokum aðspurður hvernig hann meti byrjunina á tímabilinu. Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Jafnt var með liðunum lengst af en KA var þó skrefi á undan meirihluta leiksins. Stjörnunni tókst að komast yfir þegar 7 mínútur lifðu leiks en Einar Rafn Eiðsson skoraði sigurmark KA þegar hálf mínúta var eftir og gestunum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Fögnuður KA manna var hreint út sagt ærandi í klefanum í lok leiks og má ætla að það taki nokkuð á fyrir leikmann að taka slík fagnaðarlæti strax eftir leik. Fyrsta spurningin til Dags var því hvort hann væri þreyttari eftir leikinn eða þessi miklu fagnaðarlæti? „Eiginlega fögnuðinn aðeins meira sko. Það var sturlað gaman að spila þetta og maður fær bara gæsahúð eftir leik, sturlað.“ Tveir síðustu leikir KA hafa endað með jafntefli og því mikill léttir að ná sigri í dag þó það hefði ekki tæpara mátt standa „Loksins náðum við að klára leik, það var kominn tími til, vorum eiginlega klaufar á móti Fram að klára það ekki en svo heppnir á móti HK en gott að ná að klára þennan.“ KA var oft og tíðum einu til tveimur mörkum yfir í leiknum en náði aldrei að slíta Stjörnuna alveg frá sér ásamt því að gestirnir komust yfir seint í leiknum. „Þetta var bara smá erfitt. Hergeir (Grímsson) var mjög fínn og Doddi (Þórður Tandri Ágústsson) á línunni og Siggi (Sigurður Dan Óskarsson) að verja í markinu þannig annars bara góður leikur.“ Dagur Árni og Magnús Dagur Jónatansson eru báðir upprennandi efnilegir leikmenn og skiluðu saman ellefu mörkum í dag. Dagur segir þó eldri leikmennina einnig hafa staðið fyrir sínu í dag. „Fullt af eldri leikmönnum eins og Einar (Rafn Eiðsson) og Óli (Ólafur Gústafsson) hjálpa manni mjög. Við hittum á ágætan dag í dag og svo er bara að halda því áfram.“ Stemmingin í KA-heimilinu var rosalega góð og þá sérstaklega í lokin þegar allt var undir. Er þetta besta andrúmsloftið til að spila handbolta? „Þetta er sturlað sko. Þetta er það sem manni dreymir um þegar maður er í yngri flokkunum í KA að spila með þessum gæjum og þessu stuðningsfólki.“ „Byrjunin mjög fín en hefðum átt að klára leikinn á móti Fram, það situr alveg í manni en maður verður bara að halda áfram. Annars bara mjög fínt sko“, sagði Dagur að lokum aðspurður hvernig hann meti byrjunina á tímabilinu.
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira