Þurfa ekki að óttast að vera handtekin í skýlinu Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2023 19:15 Þórir Hall Stefánsson er forstöðumaður fjöldahjálparmiðstöðva hjá Rauða krossinum. Vísir/Einar Nýtt neyðarskýli Rauða krossins fyrir þjónustusvipta hælisleitendur opnaði í dag. Umsjónarmaður fjöldahjálpar segir notendur skýlisins ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að vera handteknir mæti þeir á svæðið. Neyðarskýlið er rekið af Rauða krossinum í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Geta þeir sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd og verið þjónustusviptir leitað þangað. Er skýlið, að minnsta kosti fyrst um sinn, opið frá klukkan fimm síðdegis til klukkan tíu á morgnanna. Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparmiðstöðva hjá Rauða krossinum, segir það óvíst hversu margir koma til með að nýta sér skýlið en á sjöunda tug er boðið að gera það. „Við getum ekki sagt mikið til um hversu margir úr þessum hópi munu koma til okkar eða hvort einhver komi yfir höfuð. Þetta er svo sem bara úrræði sem stendur þeim til boða og við treystum á samstarfið við aðra sem koma orðinu áleiðis til einstaklinga og gera þeim það kunnugt að við erum hér og fólk er velkomið,“ segir Þórir. Fréttastofu hefur borist ábendingar um að þjónustusvipta fólkið þori ekki að mæta í neyðarskýlið af ótta við að vera handtekið þar. Þórir segir þær áhyggjur ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. „Við hugsum þetta úrræði út frá þörfum notendanna. Við getum ábyrgst það að þau eru alveg örugg og í góðu skjóli hjá okkur. Það er ekki tilgangurinn með þessu úrræði að koma einhverjum í hendur lögreglunnar, við getum alveg ábyrgst það,“ segir Þórir. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Flóttamenn Tengdar fréttir Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira
Neyðarskýlið er rekið af Rauða krossinum í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Geta þeir sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd og verið þjónustusviptir leitað þangað. Er skýlið, að minnsta kosti fyrst um sinn, opið frá klukkan fimm síðdegis til klukkan tíu á morgnanna. Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparmiðstöðva hjá Rauða krossinum, segir það óvíst hversu margir koma til með að nýta sér skýlið en á sjöunda tug er boðið að gera það. „Við getum ekki sagt mikið til um hversu margir úr þessum hópi munu koma til okkar eða hvort einhver komi yfir höfuð. Þetta er svo sem bara úrræði sem stendur þeim til boða og við treystum á samstarfið við aðra sem koma orðinu áleiðis til einstaklinga og gera þeim það kunnugt að við erum hér og fólk er velkomið,“ segir Þórir. Fréttastofu hefur borist ábendingar um að þjónustusvipta fólkið þori ekki að mæta í neyðarskýlið af ótta við að vera handtekið þar. Þórir segir þær áhyggjur ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. „Við hugsum þetta úrræði út frá þörfum notendanna. Við getum ábyrgst það að þau eru alveg örugg og í góðu skjóli hjá okkur. Það er ekki tilgangurinn með þessu úrræði að koma einhverjum í hendur lögreglunnar, við getum alveg ábyrgst það,“ segir Þórir.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Flóttamenn Tengdar fréttir Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira
Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59