Lokun stofnana vestanhafs virðist óhjákvæmileg Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2023 15:59 Kevin McCarthy, stendur í ströngu þessa dagana. AP/J. Scott Applewhite Ekkert virðist geta komið í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þvertekur fyrir að frumvarp frá öldungadeildinni um fjármögnun ríkisrekstursins verði tekið fyrir í fulltrúadeildinni en harðlínumenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla sér að velta McCarthy úr sessi. Alger óreiða ríkir á þinginu vegna tiltölulega fámenns hóps úr þingflokki Repúblikanaflokksins sem vilja þvinga McCarthy til að skera verulega niður í rekstri ríkisins og stöðva aðstoð til Úkraínu. McCarthy þurfti að láta verulega eftir þessum þingmönnum þegar hann náði loks að tryggja sér embætti þingforseta og er nú að súpa seyðið af því. Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og McCarthy hefur átt í miklum vandræðum með þennan hóp fjar-hægri meðlima flokksins. Missi hann einungis fjögur atkvæði úr eigin flokki, kemur hann ekki frumvörpum í gengum þingið. Sjá einnig: McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Þingmenn eiga að semja og samþykkja tólf mismunandi frumvörp um fjárlög og fjármögnun ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þetta ferli tekur þó töluverðan tíma og þingmenn grípa reglulega til þess að semja stutt frumvarp sem tryggir áframhaldandi rekstur ríkisins til til skamms tíma, á meðan unnið er að umfangsmeiri frumvörpum. Þessi skyndifrumvörp kallast á ensku „continuing resolution“ eða CR. Fjögur af þessum tólf frumvörpum voru tekin fyrir á þingi í gær og voru þrjú þeirra samþykkt. Þau frumvörp sem samþykkt voru sneru að fjármögnun varnarmálaráðuneytisins, heimavarnaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins. Ekki tókst að samþykkja frumvarp um áframhaldandi stuðning við bandaríska bændur. Þessi þrjú frumvörp munu þó ekki koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs í Bandaríkjunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Takist hvort að samþykkja CR eða frumvörp til lengri tíma, stöðvast rekstur ríkisins. Það felur í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til áðurnefnd frumvörp hafa komist í gegnum þingið. Þetta myndi eiga við um tvær milljónir starfsmanna herafla Bandaríkjanna og rúmlega tvær milljónir annarra opinberra starfsmanna víðsvegar um Bandaríkin. Fari svo að rekstur ríkisins stöðvist, hefst stöðvunin formlega á miðnætti 1. október (sunnudag). Ómögulegt er að segja til um hve lengi stöðvunin myndi vara þar sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings virðist lömuð vegna deilna innan þingflokk Repúblikanaflokksins, sem fer með nauman meirihluta í þingdeildinni. Vilja að annar taki við Öldungadeildarþingmenn hafa unnið að þverpólitísku frumvarpi sem myndi fjármagna rekstur ríkisins til 17. nóvember og tryggja Úkraínumönnum áframhaldandi aðstoð. McCarthy segir ekki koma til greina að greiða atkvæði um það frumvarp. Þess í stað ætlar hann að leggja fram eigin CR-frumvarp í dag sem hann vonast til að þingmenn sýnir muni samþykkja og öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins. Þegar þetta er skrifað er McCarthy sagður í eiga í viðræðum við Nancy Pelosi, háttsettan þingmann í þingflokki Demókrataflokksins, í þinghúsinu. MCCARTHY and PELOSI huddling in the well of the House.— Jake Sherman (@JakeSherman) September 29, 2023 Frumvarp McCarthy felur í sér nærri því þrjátíu prósenta niðurskurð hjá mörgum stofnunum Bandaríkjanna. Litlar sem engar líkur eru á því að það verði samþykkt í öldungadeildinni. McCarthy gerði í vor samkomulag við Joe Biden, forseta. Það samkomulag kom í veg fyrir það að Bandaríkin færu í greiðsluþrot í fyrsta sinn og fól í sér að ríkisútgjöld til stofnanna, annarra en herafla Bandaríkjanna, yrðu ekkert aukin á næsta ári og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Greinendum vestanhafs þykir ólíklegt að þetta muni takast hjá McCarthy. Hann getur þar að auki ekki leitað sér aðstoðar meðal þingmanna Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, því uppreisnarmennirnir í Repúblikanaflokknum segja að það muni kosta hann embættið. Blaðamenn Washington Post hafa eftir heimildarmönnum sínum í Repúblikanaflokknum að uppreisnarmennirnir séu þegar byrjaðir að leita leiða til að velta McCarthy úr sessi og tilnefna Tom Emmer, sem situr í leiðtogaráði McCarthy, til að taka við af honum. Uppreisnarmennirnir telja að Emmer yrði líklegri til að hlusta á þá. Í yfirlýsingu til WP sagðist Emmer standa við bakið á McCarthy og að hann hefði engan áhuga á að ræða leynimakk af þessu tagi. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04 Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. 17. ágúst 2023 08:43 Repúblikanar halda þinginu í gíslingu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í lamasessi vegna hóps þingmanna Repúblikanaflokksins sem stendur í uppreisn gegn Kevin McCarthy, forseta þingdeildarinnar. Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram í vikunni og eru uppi spurningar um það hvort McCarthy geti leitt meirihlutann áfram. 8. júní 2023 13:56 Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Alger óreiða ríkir á þinginu vegna tiltölulega fámenns hóps úr þingflokki Repúblikanaflokksins sem vilja þvinga McCarthy til að skera verulega niður í rekstri ríkisins og stöðva aðstoð til Úkraínu. McCarthy þurfti að láta verulega eftir þessum þingmönnum þegar hann náði loks að tryggja sér embætti þingforseta og er nú að súpa seyðið af því. Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og McCarthy hefur átt í miklum vandræðum með þennan hóp fjar-hægri meðlima flokksins. Missi hann einungis fjögur atkvæði úr eigin flokki, kemur hann ekki frumvörpum í gengum þingið. Sjá einnig: McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Þingmenn eiga að semja og samþykkja tólf mismunandi frumvörp um fjárlög og fjármögnun ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þetta ferli tekur þó töluverðan tíma og þingmenn grípa reglulega til þess að semja stutt frumvarp sem tryggir áframhaldandi rekstur ríkisins til til skamms tíma, á meðan unnið er að umfangsmeiri frumvörpum. Þessi skyndifrumvörp kallast á ensku „continuing resolution“ eða CR. Fjögur af þessum tólf frumvörpum voru tekin fyrir á þingi í gær og voru þrjú þeirra samþykkt. Þau frumvörp sem samþykkt voru sneru að fjármögnun varnarmálaráðuneytisins, heimavarnaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins. Ekki tókst að samþykkja frumvarp um áframhaldandi stuðning við bandaríska bændur. Þessi þrjú frumvörp munu þó ekki koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs í Bandaríkjunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Takist hvort að samþykkja CR eða frumvörp til lengri tíma, stöðvast rekstur ríkisins. Það felur í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til áðurnefnd frumvörp hafa komist í gegnum þingið. Þetta myndi eiga við um tvær milljónir starfsmanna herafla Bandaríkjanna og rúmlega tvær milljónir annarra opinberra starfsmanna víðsvegar um Bandaríkin. Fari svo að rekstur ríkisins stöðvist, hefst stöðvunin formlega á miðnætti 1. október (sunnudag). Ómögulegt er að segja til um hve lengi stöðvunin myndi vara þar sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings virðist lömuð vegna deilna innan þingflokk Repúblikanaflokksins, sem fer með nauman meirihluta í þingdeildinni. Vilja að annar taki við Öldungadeildarþingmenn hafa unnið að þverpólitísku frumvarpi sem myndi fjármagna rekstur ríkisins til 17. nóvember og tryggja Úkraínumönnum áframhaldandi aðstoð. McCarthy segir ekki koma til greina að greiða atkvæði um það frumvarp. Þess í stað ætlar hann að leggja fram eigin CR-frumvarp í dag sem hann vonast til að þingmenn sýnir muni samþykkja og öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins. Þegar þetta er skrifað er McCarthy sagður í eiga í viðræðum við Nancy Pelosi, háttsettan þingmann í þingflokki Demókrataflokksins, í þinghúsinu. MCCARTHY and PELOSI huddling in the well of the House.— Jake Sherman (@JakeSherman) September 29, 2023 Frumvarp McCarthy felur í sér nærri því þrjátíu prósenta niðurskurð hjá mörgum stofnunum Bandaríkjanna. Litlar sem engar líkur eru á því að það verði samþykkt í öldungadeildinni. McCarthy gerði í vor samkomulag við Joe Biden, forseta. Það samkomulag kom í veg fyrir það að Bandaríkin færu í greiðsluþrot í fyrsta sinn og fól í sér að ríkisútgjöld til stofnanna, annarra en herafla Bandaríkjanna, yrðu ekkert aukin á næsta ári og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Greinendum vestanhafs þykir ólíklegt að þetta muni takast hjá McCarthy. Hann getur þar að auki ekki leitað sér aðstoðar meðal þingmanna Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, því uppreisnarmennirnir í Repúblikanaflokknum segja að það muni kosta hann embættið. Blaðamenn Washington Post hafa eftir heimildarmönnum sínum í Repúblikanaflokknum að uppreisnarmennirnir séu þegar byrjaðir að leita leiða til að velta McCarthy úr sessi og tilnefna Tom Emmer, sem situr í leiðtogaráði McCarthy, til að taka við af honum. Uppreisnarmennirnir telja að Emmer yrði líklegri til að hlusta á þá. Í yfirlýsingu til WP sagðist Emmer standa við bakið á McCarthy og að hann hefði engan áhuga á að ræða leynimakk af þessu tagi.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04 Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. 17. ágúst 2023 08:43 Repúblikanar halda þinginu í gíslingu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í lamasessi vegna hóps þingmanna Repúblikanaflokksins sem stendur í uppreisn gegn Kevin McCarthy, forseta þingdeildarinnar. Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram í vikunni og eru uppi spurningar um það hvort McCarthy geti leitt meirihlutann áfram. 8. júní 2023 13:56 Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04
Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. 17. ágúst 2023 08:43
Repúblikanar halda þinginu í gíslingu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í lamasessi vegna hóps þingmanna Repúblikanaflokksins sem stendur í uppreisn gegn Kevin McCarthy, forseta þingdeildarinnar. Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram í vikunni og eru uppi spurningar um það hvort McCarthy geti leitt meirihlutann áfram. 8. júní 2023 13:56
Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38