Kyrrstaða þrátt fyrir tækifæri til breytinga Hildur Harðardóttir skrifar 28. september 2023 08:00 Í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum kemur skýrt fram hvers vegna þörf er á samráðs- og samstöðuvettvangi líkt og félagið hefur verið frá stofnun þess fyrir sjö árum. Skýrslan um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017. Niðurstöður sýna því miður að lítil breyting hefur orðið á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að ákvörðunar- og áhrifavaldi innan 12 stærstu fyrirtækja atvinnugreinarinnar á síðastliðnum tveimur árum. Þvert á móti hefur ákvörðunarvald og ábyrgð kvenna innan þessara fyrirtækja farið úr 36% prósentustigum niður í 32%. Hverjar eru góðu fréttirnar? Sem fyrr finnum við fyrir sterkum vilja orku- og veitufyrirtækja í að efla jafnrétti og fjölbreytileika í geiranum. Þessi fyrirtæki hafa veitt Konum í orkumálum stuðning við þau verkefni sem félagið leggur áherslu á, meðal annars þessa skýrslu, og er það ómetanlegt. Við sjáum vísbendingar um að það örli á breytingum sem vonandi koma fram í nánustu framtíð í helstu áhrifastöðum innan fyrirtækjanna. Á aldursbilinu 30-44 ára eru nefnilega tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar. Þetta sjáum við í ár eftir að hafa kafað dýpra í gögn til þess að átta okkur betur á samsetningu kynja, aldurs og reynslu í stjórnunarstöðum og þeim tækifærum sem hafa skapast til þess að ráða inn fleiri konur. Fimm karlkyns forstjórar en ein kona Tækifærin til að fjölga kvenstjórnendum hafa verið til staðar undanfarið. Að minnsta kosti sex ráðningar á forstjórum hafa átt sér stað á síðustu sex árum, þar af hafa verið ráðnir fimm karlar og einungis ein kona. Einn karlanna tók við af kvenkyns forstjóra. Kynjahlutfall heildarfjölda starfsfólks í þessum 12 stærstu orku- og veitufyrirtækjum sem skýrslan byggir á hefur staðið í stað í 27/73 prósentum síðan árið 2020. Er þessi karllæga atvinnugrein frábrugðin öðrum atvinnugreinum þegar kemur að ráðningu æðsta stjórnanda? Eins og frægt er hafa einungis sjö konur verið forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni samanborið við hundruð karla sem endurspeglar líka kynjahlutföll forstjóra í stærstu fyrirtækjum landsins. Þarna er glerþak til staðar og skýringarnar eflaust margar en staðalímyndir, ómeðvitaðir fordómar og þriðja vaktin hafa vafalaust áhrif. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri yfir 60 ára Jafnrétti og fjölbreytileiki á sér margar hliðar og eitt af því sem við sjáum í okkar gögnum er minni aldursdreifing kvenna í æðstu stöðum. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri er yfir 60 ára, samanborið við 17 karlkyns framkvæmdastjóra. Mögulega skýrist það af kynjasamsetningu geirans í áranna rás. Gögnin sýna líka að meiri líkur eru á því að karl sé ráðinn í stað karls en kona. Ætli þessar niðurstöður hafi líka endurspeglast í síðustu könnun félagsins um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum? Þar kom fram að konur upplifa þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. Það er ljóst af niðurstöðum skýrslunnar í ár að tækifæri voru til að ráða fleiri konur í framkvæmdastjórn og nýta betur hæfileika þeirra og reynslu. Áfram gakk! Jafnrétti og fjölbreytileiki er hagsmunamál allra í orku- og veitugeiranum. Sem betur fer heyrum við af jákvæðum fréttum frá fyrirtækjum í geiranum sem ekki rötuðu inn í skýrsluna að þessu sinni. Okkar von er að þessar niðurstöður verði hvatning til þeirra sem ákvörðunarvaldið hafa í ráðningum að horfa til fjölbreytileika og hafa þor til að veðja á að leiðtogahæfileikar og reynsla kvenna skili sama ávinningi til fyrirtækjanna eins og karla. Það er löngu orðið þekkt að aukið jafnrétti og fjölbreytileiki skilar sér í sterkari rekstrarstöðu og góðum ákvörðunum í þágu sjálfbærrar þróunar. Nú er tækifærið að sýna það í verki að orku- og veitugeirinn geti verið öðrum atvinnugreinum fyrirmynd á Íslandi og víðar. Skýrsluna má finna á www.kio.is Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum kemur skýrt fram hvers vegna þörf er á samráðs- og samstöðuvettvangi líkt og félagið hefur verið frá stofnun þess fyrir sjö árum. Skýrslan um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017. Niðurstöður sýna því miður að lítil breyting hefur orðið á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að ákvörðunar- og áhrifavaldi innan 12 stærstu fyrirtækja atvinnugreinarinnar á síðastliðnum tveimur árum. Þvert á móti hefur ákvörðunarvald og ábyrgð kvenna innan þessara fyrirtækja farið úr 36% prósentustigum niður í 32%. Hverjar eru góðu fréttirnar? Sem fyrr finnum við fyrir sterkum vilja orku- og veitufyrirtækja í að efla jafnrétti og fjölbreytileika í geiranum. Þessi fyrirtæki hafa veitt Konum í orkumálum stuðning við þau verkefni sem félagið leggur áherslu á, meðal annars þessa skýrslu, og er það ómetanlegt. Við sjáum vísbendingar um að það örli á breytingum sem vonandi koma fram í nánustu framtíð í helstu áhrifastöðum innan fyrirtækjanna. Á aldursbilinu 30-44 ára eru nefnilega tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar. Þetta sjáum við í ár eftir að hafa kafað dýpra í gögn til þess að átta okkur betur á samsetningu kynja, aldurs og reynslu í stjórnunarstöðum og þeim tækifærum sem hafa skapast til þess að ráða inn fleiri konur. Fimm karlkyns forstjórar en ein kona Tækifærin til að fjölga kvenstjórnendum hafa verið til staðar undanfarið. Að minnsta kosti sex ráðningar á forstjórum hafa átt sér stað á síðustu sex árum, þar af hafa verið ráðnir fimm karlar og einungis ein kona. Einn karlanna tók við af kvenkyns forstjóra. Kynjahlutfall heildarfjölda starfsfólks í þessum 12 stærstu orku- og veitufyrirtækjum sem skýrslan byggir á hefur staðið í stað í 27/73 prósentum síðan árið 2020. Er þessi karllæga atvinnugrein frábrugðin öðrum atvinnugreinum þegar kemur að ráðningu æðsta stjórnanda? Eins og frægt er hafa einungis sjö konur verið forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni samanborið við hundruð karla sem endurspeglar líka kynjahlutföll forstjóra í stærstu fyrirtækjum landsins. Þarna er glerþak til staðar og skýringarnar eflaust margar en staðalímyndir, ómeðvitaðir fordómar og þriðja vaktin hafa vafalaust áhrif. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri yfir 60 ára Jafnrétti og fjölbreytileiki á sér margar hliðar og eitt af því sem við sjáum í okkar gögnum er minni aldursdreifing kvenna í æðstu stöðum. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri er yfir 60 ára, samanborið við 17 karlkyns framkvæmdastjóra. Mögulega skýrist það af kynjasamsetningu geirans í áranna rás. Gögnin sýna líka að meiri líkur eru á því að karl sé ráðinn í stað karls en kona. Ætli þessar niðurstöður hafi líka endurspeglast í síðustu könnun félagsins um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum? Þar kom fram að konur upplifa þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. Það er ljóst af niðurstöðum skýrslunnar í ár að tækifæri voru til að ráða fleiri konur í framkvæmdastjórn og nýta betur hæfileika þeirra og reynslu. Áfram gakk! Jafnrétti og fjölbreytileiki er hagsmunamál allra í orku- og veitugeiranum. Sem betur fer heyrum við af jákvæðum fréttum frá fyrirtækjum í geiranum sem ekki rötuðu inn í skýrsluna að þessu sinni. Okkar von er að þessar niðurstöður verði hvatning til þeirra sem ákvörðunarvaldið hafa í ráðningum að horfa til fjölbreytileika og hafa þor til að veðja á að leiðtogahæfileikar og reynsla kvenna skili sama ávinningi til fyrirtækjanna eins og karla. Það er löngu orðið þekkt að aukið jafnrétti og fjölbreytileiki skilar sér í sterkari rekstrarstöðu og góðum ákvörðunum í þágu sjálfbærrar þróunar. Nú er tækifærið að sýna það í verki að orku- og veitugeirinn geti verið öðrum atvinnugreinum fyrirmynd á Íslandi og víðar. Skýrsluna má finna á www.kio.is Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar