Þýski landsliðsþjálfarinn fjarverandi á móti Íslandi í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2023 11:00 Martina Voss-Tecklenburg ræðir við leikmenn þýska liðsins eftir að það datt úr leik í riðlakeppni HM í sumar. Getty/Elsa Þýska kvennalandsliðið í fótbolta er í vandræðum þessi misserin og þetta er því góður tími fyrir íslensku stelpurnar að mæta þeim í Þjóðadeildinni. Liðin mætast í Bochum í dag. Þýska liðið er ekki aðeins í vandræðum inn á vellinum því utan hans glímir landsliðsþjálfarinn við veikindi. Martina Voss-Tecklenburg gat ekki stýrt liðinu á móti Dönum og hún verður heldur ekki við stjórnvölinn í leiknum á móti Íslandi í dag. View this post on Instagram A post shared by DFB-Frauen (@dfb_frauenteam) Aðstoðarkona hennar Britta Carlson mun stýra liðinu eins og í tapleiknum á móti Dönum. Carlson hefur hins vegar tekið það fram að hún vilji alls ekki taka við liðinu. Þessi afstaða Carlson og óvissa um veikindi Voss-Tecklenburg þýðir að þýska liðið er svolítið í lausu lofti eins og sá í 2-0 tapi á móti Dönum fyrir nokkrum dögum. Íslenska liðið vann 1-0 sigur á Wales á sama tíma. Þjóðadeildin er í raun barátta um sæti á Ólympíuleikunum í París á næsta ári því sigurvegari hvers riðils á enn möguleika á að komast þangað. Tapið á móti Danmörku í fyrsta leik þýðir að þýska liðið verður helst að vinna íslensku stelpurnar í dag og pressan er mikil á þýska liðinu eftir ófarirnar á HM í sumar. Þýska liðið vann vissulega 6-0 sigur í fyrsta leik á HM en náði bara einu stigi út úr síðustu tveimur leikjunum og sat því eftir í riðlinum. Voss-Tecklenburg hefur verið landsliðsþjálfari frá árinu 2019 og árangurinn hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir sérstaklega í samanburði við fyrri ár. Silfrið á EM 2022 gaf þó von um að bjartari tímar væru í vændum og þess vegar voru vonbrigðin á HM í sumar enn meiri. Hún er með samning til ársins 2025 og það er því óvissuástand í gangi á meðan ekki er vitað um alvarleika veikindanna og um hvort hún geti hreinlega snúið aftur á hliðarlínuna. Leikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 16.15 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Þýska liðið er ekki aðeins í vandræðum inn á vellinum því utan hans glímir landsliðsþjálfarinn við veikindi. Martina Voss-Tecklenburg gat ekki stýrt liðinu á móti Dönum og hún verður heldur ekki við stjórnvölinn í leiknum á móti Íslandi í dag. View this post on Instagram A post shared by DFB-Frauen (@dfb_frauenteam) Aðstoðarkona hennar Britta Carlson mun stýra liðinu eins og í tapleiknum á móti Dönum. Carlson hefur hins vegar tekið það fram að hún vilji alls ekki taka við liðinu. Þessi afstaða Carlson og óvissa um veikindi Voss-Tecklenburg þýðir að þýska liðið er svolítið í lausu lofti eins og sá í 2-0 tapi á móti Dönum fyrir nokkrum dögum. Íslenska liðið vann 1-0 sigur á Wales á sama tíma. Þjóðadeildin er í raun barátta um sæti á Ólympíuleikunum í París á næsta ári því sigurvegari hvers riðils á enn möguleika á að komast þangað. Tapið á móti Danmörku í fyrsta leik þýðir að þýska liðið verður helst að vinna íslensku stelpurnar í dag og pressan er mikil á þýska liðinu eftir ófarirnar á HM í sumar. Þýska liðið vann vissulega 6-0 sigur í fyrsta leik á HM en náði bara einu stigi út úr síðustu tveimur leikjunum og sat því eftir í riðlinum. Voss-Tecklenburg hefur verið landsliðsþjálfari frá árinu 2019 og árangurinn hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir sérstaklega í samanburði við fyrri ár. Silfrið á EM 2022 gaf þó von um að bjartari tímar væru í vændum og þess vegar voru vonbrigðin á HM í sumar enn meiri. Hún er með samning til ársins 2025 og það er því óvissuástand í gangi á meðan ekki er vitað um alvarleika veikindanna og um hvort hún geti hreinlega snúið aftur á hliðarlínuna. Leikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 16.15 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira