Fólk ryðjist inn í grunnskóla með ásakanir gegn kennurum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2023 22:38 Þóra Geirlaug er kynfræðslukennari og hefur kennt kynfræðslu í um áratug. Hún minnir á að kennarar séu fagfólk sem ávallt velji nám sem er við hæfi nemenda. Það eigi við um kynfræðslu rétt eins og stærðfræði. Vísir/Einar Árnason Kynfræðslukennarar hafa setið undir ásökunum um barnaníð í kjölfar óvæginnar umræðu um nýþýdda kynfræðslubók fyrir grunnskólabörn sem nefnist Kyn, Kynlíf og allt hitt. Skipst var á skoðunum um kynfræðslu barna í Pallborðinu á Vísi í dag. Kynfræðslukennarinn Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir segir umræðuna á villigötum og að kennarar velji þá kafla til kennslu sem henti þroska hvers nemendahóps fyrir sig. Hún minnir á að kennarar séu fagfólk sem bjóði börnum upp á nám við hæfi í hverri námsgrein og að umrædd bók verði ekki kennd í heild sinni. Þóra segir framkomu nokkurra foreldra í umræðu um kynfræðslu hafa komið kennurum og ekki síst nemendum í opna skjöldu. Hilja Guðmundsdóttir, höfundur kennsluleiðbeininga með kynfræðslubók, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kynfræðslukennari og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis- fíkni og fjölskyldufræðingur ræddu kynfræðslu barna í Pallborðinu. „Því miður hefur umræðan farið gjörsamlega út um víðan völl og á svið sem tengjast kynfræðslu akkúrat ekki neitt og í alvarlegustu tilfellunum eru við að heyra af fólki sem ræðst inn í grunnskóla þar sem verið er að hóta kennurum, þar sem verið er að saka kennara um barnaníð og margt í þeim dúr og það er bara mjög alvarlegt. Það er mjög slæmt að fólk sem sinnir þessari vinnu að vera kennari og að kenna það sem okkur er uppálagt samkvæmt aðalnámskrá að sitja undir svona hótunum,“ segir þóra Geirlaug. Hvað segja krakkarnir þegar foreldrar og fullorðnir ráðast inn með svona offorsi? „Nú hef ég samband við ákveðinn hluta af nemendum á Íslandi og get ekki talað fyrir alla en mörg af þeim ungmennum sem ég hef rætt við eru bara svolítið sjokkeruð af því umræða ungs fólks í dag og síðustu misseri - og ef við spólum bara aftur um þrjátíu ár - þá er ungt fólk búið að kalla eftir kynfræðslu frá öruggum heimildum í áratugi og þau eru bara svolítið sjokkeruð líka að viðbrögðin séu á þennan hátt.“ Grunnskólar Skóla - og menntamál Kynlíf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55 Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Kynfræðslukennarinn Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir segir umræðuna á villigötum og að kennarar velji þá kafla til kennslu sem henti þroska hvers nemendahóps fyrir sig. Hún minnir á að kennarar séu fagfólk sem bjóði börnum upp á nám við hæfi í hverri námsgrein og að umrædd bók verði ekki kennd í heild sinni. Þóra segir framkomu nokkurra foreldra í umræðu um kynfræðslu hafa komið kennurum og ekki síst nemendum í opna skjöldu. Hilja Guðmundsdóttir, höfundur kennsluleiðbeininga með kynfræðslubók, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kynfræðslukennari og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis- fíkni og fjölskyldufræðingur ræddu kynfræðslu barna í Pallborðinu. „Því miður hefur umræðan farið gjörsamlega út um víðan völl og á svið sem tengjast kynfræðslu akkúrat ekki neitt og í alvarlegustu tilfellunum eru við að heyra af fólki sem ræðst inn í grunnskóla þar sem verið er að hóta kennurum, þar sem verið er að saka kennara um barnaníð og margt í þeim dúr og það er bara mjög alvarlegt. Það er mjög slæmt að fólk sem sinnir þessari vinnu að vera kennari og að kenna það sem okkur er uppálagt samkvæmt aðalnámskrá að sitja undir svona hótunum,“ segir þóra Geirlaug. Hvað segja krakkarnir þegar foreldrar og fullorðnir ráðast inn með svona offorsi? „Nú hef ég samband við ákveðinn hluta af nemendum á Íslandi og get ekki talað fyrir alla en mörg af þeim ungmennum sem ég hef rætt við eru bara svolítið sjokkeruð af því umræða ungs fólks í dag og síðustu misseri - og ef við spólum bara aftur um þrjátíu ár - þá er ungt fólk búið að kalla eftir kynfræðslu frá öruggum heimildum í áratugi og þau eru bara svolítið sjokkeruð líka að viðbrögðin séu á þennan hátt.“
Grunnskólar Skóla - og menntamál Kynlíf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55 Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55
Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25