Ein vinsælasta veggmynd miðborgarinnar horfin Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2023 20:00 Myndin var gríðarvinsæl sem bakgrunnur fyrir Instagram-myndir, einkum meðal ferðamanna. Verslunarstjóri við Skólavörðustíg harmar mjög að málað hafi verið yfir eina vinsælustu veggmynd miðborgarinnar, að því er virðist í óleyfi. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að oft myndaðist löng biðröð ferðamanna fyrir framan hana. Nágrannar við Vegamótastíg ráku margir upp stór augu einn morguninn í nýliðinni viku. Veggmyndin sem fyrir var á bak og burt og í hennar stað komið nýtt verk, talsvert meira abstrakt, og allt í málningarslettum á gangstéttinni fyrir framan. Áður prýddu vegginn útþandir lundavængir, tilvalinn bakgrunnur fyrir Instagram-myndir. Ferðamenn og aðrir voru enda duglegir að nýta sér vegginn einmitt til þess, eins og færslurnar sem sjást í meðfylgjandi innslagi eru til vitnis um. Anna Helga Guðmundsdóttir verslunarstjóri Pennans Eymundsson, bókabúðar og kaffihúss á móti veggnum, vottar einnig um það. „Á góðviðrisdögum var biðröð í að komast í að taka mynd, áhrifavaldar einir með „timer“ að taka allskonar stellingar fyrir framan vængina. Það var mjög gaman að þessu, þetta var mjög falleg mynd,“ segir Anna. Veggurinn stendur jafnramt á bak við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og umlykur þar portið við húsið. Þorsteinn Bragason forstjóri Minjaverndar, sem fer með yfirráð yfir húsinu, segir að listamennirnir sem máluðu hið nýja verk hafi ekki fengið til þess leyfi. Listamennirnir sem máluðu vængina hafi hins vegar beðið um leyfi og fengið það. Anna Helga Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson á Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Það er þýski listamaðurinn CEBU sem á heiðurinn af vængjamyndinni og hefur greinilega skilið eftir sig fleiri veggmyndir á ferð sinni um landið. Og þó að vængirnir hafi ekki staðið ýkja lengi, líklegast ekki málaðir nema á þessu ári, verður þeirra sárt saknað. „Svo kemur þetta,“ segir Anna og bendir á nýja verkið. „Sem ég veit ekki hver gerði eða hvað á að vera eða neitt. Og ég vil allavega frekar sjá vængina. En svo breytist þetta með tímanum og maður verður að taka því.“ Þannig að þú kannski bara hvetur aðra listamenn til að brjóta heilann og koma með nýja tillögu? „Já, það er alltaf gott að fá tilbreytingu í lífið,“ segir Anna. Og ferðamenn sem urðu á vegi fréttastofu undu sér vissulega vel án vængjanna í dag; stilltu sér glaðir upp við aðra veggmynd neðar í götunni. Markaður fyrir veggmyndir í Reykjavík er semsagt sprelllifandi. Styttur og útilistaverk Reykjavík Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Nágrannar við Vegamótastíg ráku margir upp stór augu einn morguninn í nýliðinni viku. Veggmyndin sem fyrir var á bak og burt og í hennar stað komið nýtt verk, talsvert meira abstrakt, og allt í málningarslettum á gangstéttinni fyrir framan. Áður prýddu vegginn útþandir lundavængir, tilvalinn bakgrunnur fyrir Instagram-myndir. Ferðamenn og aðrir voru enda duglegir að nýta sér vegginn einmitt til þess, eins og færslurnar sem sjást í meðfylgjandi innslagi eru til vitnis um. Anna Helga Guðmundsdóttir verslunarstjóri Pennans Eymundsson, bókabúðar og kaffihúss á móti veggnum, vottar einnig um það. „Á góðviðrisdögum var biðröð í að komast í að taka mynd, áhrifavaldar einir með „timer“ að taka allskonar stellingar fyrir framan vængina. Það var mjög gaman að þessu, þetta var mjög falleg mynd,“ segir Anna. Veggurinn stendur jafnramt á bak við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og umlykur þar portið við húsið. Þorsteinn Bragason forstjóri Minjaverndar, sem fer með yfirráð yfir húsinu, segir að listamennirnir sem máluðu hið nýja verk hafi ekki fengið til þess leyfi. Listamennirnir sem máluðu vængina hafi hins vegar beðið um leyfi og fengið það. Anna Helga Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson á Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Það er þýski listamaðurinn CEBU sem á heiðurinn af vængjamyndinni og hefur greinilega skilið eftir sig fleiri veggmyndir á ferð sinni um landið. Og þó að vængirnir hafi ekki staðið ýkja lengi, líklegast ekki málaðir nema á þessu ári, verður þeirra sárt saknað. „Svo kemur þetta,“ segir Anna og bendir á nýja verkið. „Sem ég veit ekki hver gerði eða hvað á að vera eða neitt. Og ég vil allavega frekar sjá vængina. En svo breytist þetta með tímanum og maður verður að taka því.“ Þannig að þú kannski bara hvetur aðra listamenn til að brjóta heilann og koma með nýja tillögu? „Já, það er alltaf gott að fá tilbreytingu í lífið,“ segir Anna. Og ferðamenn sem urðu á vegi fréttastofu undu sér vissulega vel án vængjanna í dag; stilltu sér glaðir upp við aðra veggmynd neðar í götunni. Markaður fyrir veggmyndir í Reykjavík er semsagt sprelllifandi.
Styttur og útilistaverk Reykjavík Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira