Heilinn á konum er helmingi minni Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. september 2023 09:01 Eitt ár er liðið frá morði íranskra stjórnvalda á Mahsa Amini, írönsku stúlkunni sem lést í haldi hinnar alræmdu írönsku siðgæðislögreglu. Amini hafði verið handtekin á þeim grundvelli að hún hefði ekki borið skyldubundinn höfuðklút kvenna á viðeigandi máta. Dauði Amini leiddi til mótmælaöldu í Íran sem breiddist út til fjölmargra landa. Í liðinni viku sótti ég stuðningsfund í Brussel vegna þessa tímamóta. Þúsundir Írana fylktu liði á götum borgarinnar og kröfðust lýðveldis sem byggði á lýðræði. Frá því íslömsku lýðveldi var komið á í Íran undir stjórn klerkaveldis árið 1979 hefur frelsi fólks verið skert gríðarlega, einkum kvenna. Þar búa konur við mikið ofríki, ofbeldi og kúgun. Ein írönsku kvennanna sem ég fundaði með í Brussel benti mér á að það væri komið nóg af því að litlar íranska stelpur væru aldar upp við að tvær konur jafngiltu einum manni þar sem heilinn á konum væri svo lítill. Þannig þyrfti t.d. tvö kvenkyns vitni á móti einu karlkyns. Á Íslandi er mesta kynjajafnrétti í heimi og svona tal hljómar sem lélegur brandari í okkar eyrum. Ofbeldi gegn konum er hins vegar eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Við förum heldur ekki varhluta af því hér. Ofbeldið er margs konar; konum er nauðgað, þær eru barðar, seldar, brenndar og vanvirtar. Þær eru myrtar í nafni heiðurs. Þær eru réttindalausar og kerfisbundið haldið ómenntuðum. Og þær eru handteknar og myrtar fyrir að hylja ekki ökkla eða hár sitt. En ofbeldið og kúgunin sem konur verða fyrir alls staðar í heiminum er á sumum svæðum útbreidd og viðurkennd siðvenja, jafnvel bundin í lög. Það er er sorgleg staðreynd og okkur mjög framandi. Það er siðferðileg skylda okkar að styðja við mannréttindabaráttu Írana, að styðja í orðum og gjörðum við ofsóttar og kúgaðar systur okkar um heim allan í minnkandi veröld. Að berjast fyrir því að íranskar konur geti, bókstaflega, um frjálst höfuð strokið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mótmælaalda í Íran Íran Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Eitt ár er liðið frá morði íranskra stjórnvalda á Mahsa Amini, írönsku stúlkunni sem lést í haldi hinnar alræmdu írönsku siðgæðislögreglu. Amini hafði verið handtekin á þeim grundvelli að hún hefði ekki borið skyldubundinn höfuðklút kvenna á viðeigandi máta. Dauði Amini leiddi til mótmælaöldu í Íran sem breiddist út til fjölmargra landa. Í liðinni viku sótti ég stuðningsfund í Brussel vegna þessa tímamóta. Þúsundir Írana fylktu liði á götum borgarinnar og kröfðust lýðveldis sem byggði á lýðræði. Frá því íslömsku lýðveldi var komið á í Íran undir stjórn klerkaveldis árið 1979 hefur frelsi fólks verið skert gríðarlega, einkum kvenna. Þar búa konur við mikið ofríki, ofbeldi og kúgun. Ein írönsku kvennanna sem ég fundaði með í Brussel benti mér á að það væri komið nóg af því að litlar íranska stelpur væru aldar upp við að tvær konur jafngiltu einum manni þar sem heilinn á konum væri svo lítill. Þannig þyrfti t.d. tvö kvenkyns vitni á móti einu karlkyns. Á Íslandi er mesta kynjajafnrétti í heimi og svona tal hljómar sem lélegur brandari í okkar eyrum. Ofbeldi gegn konum er hins vegar eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Við förum heldur ekki varhluta af því hér. Ofbeldið er margs konar; konum er nauðgað, þær eru barðar, seldar, brenndar og vanvirtar. Þær eru myrtar í nafni heiðurs. Þær eru réttindalausar og kerfisbundið haldið ómenntuðum. Og þær eru handteknar og myrtar fyrir að hylja ekki ökkla eða hár sitt. En ofbeldið og kúgunin sem konur verða fyrir alls staðar í heiminum er á sumum svæðum útbreidd og viðurkennd siðvenja, jafnvel bundin í lög. Það er er sorgleg staðreynd og okkur mjög framandi. Það er siðferðileg skylda okkar að styðja við mannréttindabaráttu Írana, að styðja í orðum og gjörðum við ofsóttar og kúgaðar systur okkar um heim allan í minnkandi veröld. Að berjast fyrir því að íranskar konur geti, bókstaflega, um frjálst höfuð strokið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar