Getum við öll verið leiðtogar? Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 16. september 2023 13:30 Við þurfum að gefa okkur tíma til að hugleiða í hvernig samfélagi viljum við lifa. Finnst okkur að allir eigi að hafa tækifæri til að njóta sín og að við sýnum hvert öðru virðingu? Hvernig er okkar eigið hugarfar og venjur? Ef við viljum styrkja leiðtogahæfnina þurfum við að virða, treysta og hvetja hvert annað. Þannig eflum við sjálfsöryggi og jákvætt hugarfar. Við spyrjum og bendum á það sem okkur finnst að betur megi fara, hlustum og vinnum saman að því að finna nýjar og hagkvæmari lausnir. Trúum því að við gerum gert betur í dag en í gær. Við erum að byggja upp leiðtogamenningu þar sem samstaða og velvilji ríkir, tökum aldrei þátt í einelti eða ofbeldi. Áhrifin Vellíðan og sjálfstraust birtist m.a. í betri andlegri líðan og meiri starfsgleði. Almennt fækkar veikindadögum og við nýtum tímann betur í vinnunni. Þegar við komum heim eigum við enn til orku til að sinna áhugamálum. Njótum lífsins enn betur. Af hverju eru langtíma veikindi allt of algeng á Íslandi? Það er þekkt að þegar okkur líður illa og erum lengi kvíðin þá er líkaminn í stöðugum óttaviðbrögðum. Það flæðir óeðlilega mikið adrenalín um líkamann og við missum frá okkur lífsorkuna. Slík langvarandi vanlíðan veldur orkuleysi, veikindum og kulnun, sem við þekkjum því miður allt of mörg dæmi um. Við lifum við stöðugt vaxandi ytra áreiti og ógnir í síbylju frétta og svo sjáum við oft á samfélagsmiðlum að það eru margir að gera miklu flottari hluti en við sjálf. Við þurfum því alla daga að minna okkur á að við hvert og eitt erum einstök og eigum að geta notið okkar á eigin forsendum, án þess að allir þurfi að vita af því. Hvernig eigum við að bregðast við áreitinu? Ef við ætlum að vera leiðtogar í okkar eigin lífi, þurfum við hvert og eitt að gefa okkur tíma til að styrkja andlega og líkamlega líðan. Erum við tilbúin til að taka frá að meðaltali um 20 til 30 mínútur á dag fyrir okkar innri rækt og styrkingu. Hver og einn þarf að finna sér sína leið til hugleiðslu og líkamlegrar styrkingar. Ég var svo heppinn að kynnast Gunnari Eyjólfssyni leikara sem kenndi Qigong lífsorkuæfingar, sem ég hef notið síðan frá árinu 2009 og nýt þess í dag að kenna og leiða Qigong – öndun, hreyfingu og hugleiðslu. Hvaða lífsafstöðu ætlum við að rækta? Hugurinn er kvikur og það er oft stutt í hugsanir varnar og kvíða. Með réttri hugleiðslu og æfingum styrkjum við jákvæða lífsafstöðu, stöndum óhrædd með okkur og eflum allar góðar venjur, m.a. þær sem nefndar eru fyrst í greininni. Okkur líður best þegar allir fá tækifæri til að njóta sín – það er nóg pláss fyrir okkur öll. Stjórnendur – leiðtogar Svarið við upphafsspurningu þessarar greinar er tvímælalaust JÁ. – það geta allir orðið leiðtogar með því að ……… Ég hvet sérstaklega alla stjórnendur til að styrkja leiðtogahæfni allra innan sinna teyma. Það er ómældur ávinningur í betri líðan, við hjálpast að og styrkja hugarfarið „við getum gert betur í dag en í gær“. Okkur líður vel í vinnunni, skilum góðu starfi og við eigum orku til að njóta okkar vel í einkalífinu. Höfundur kennir og styður leiðtogahæfni og jákvæða lífsafstöðu - Meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Við þurfum að gefa okkur tíma til að hugleiða í hvernig samfélagi viljum við lifa. Finnst okkur að allir eigi að hafa tækifæri til að njóta sín og að við sýnum hvert öðru virðingu? Hvernig er okkar eigið hugarfar og venjur? Ef við viljum styrkja leiðtogahæfnina þurfum við að virða, treysta og hvetja hvert annað. Þannig eflum við sjálfsöryggi og jákvætt hugarfar. Við spyrjum og bendum á það sem okkur finnst að betur megi fara, hlustum og vinnum saman að því að finna nýjar og hagkvæmari lausnir. Trúum því að við gerum gert betur í dag en í gær. Við erum að byggja upp leiðtogamenningu þar sem samstaða og velvilji ríkir, tökum aldrei þátt í einelti eða ofbeldi. Áhrifin Vellíðan og sjálfstraust birtist m.a. í betri andlegri líðan og meiri starfsgleði. Almennt fækkar veikindadögum og við nýtum tímann betur í vinnunni. Þegar við komum heim eigum við enn til orku til að sinna áhugamálum. Njótum lífsins enn betur. Af hverju eru langtíma veikindi allt of algeng á Íslandi? Það er þekkt að þegar okkur líður illa og erum lengi kvíðin þá er líkaminn í stöðugum óttaviðbrögðum. Það flæðir óeðlilega mikið adrenalín um líkamann og við missum frá okkur lífsorkuna. Slík langvarandi vanlíðan veldur orkuleysi, veikindum og kulnun, sem við þekkjum því miður allt of mörg dæmi um. Við lifum við stöðugt vaxandi ytra áreiti og ógnir í síbylju frétta og svo sjáum við oft á samfélagsmiðlum að það eru margir að gera miklu flottari hluti en við sjálf. Við þurfum því alla daga að minna okkur á að við hvert og eitt erum einstök og eigum að geta notið okkar á eigin forsendum, án þess að allir þurfi að vita af því. Hvernig eigum við að bregðast við áreitinu? Ef við ætlum að vera leiðtogar í okkar eigin lífi, þurfum við hvert og eitt að gefa okkur tíma til að styrkja andlega og líkamlega líðan. Erum við tilbúin til að taka frá að meðaltali um 20 til 30 mínútur á dag fyrir okkar innri rækt og styrkingu. Hver og einn þarf að finna sér sína leið til hugleiðslu og líkamlegrar styrkingar. Ég var svo heppinn að kynnast Gunnari Eyjólfssyni leikara sem kenndi Qigong lífsorkuæfingar, sem ég hef notið síðan frá árinu 2009 og nýt þess í dag að kenna og leiða Qigong – öndun, hreyfingu og hugleiðslu. Hvaða lífsafstöðu ætlum við að rækta? Hugurinn er kvikur og það er oft stutt í hugsanir varnar og kvíða. Með réttri hugleiðslu og æfingum styrkjum við jákvæða lífsafstöðu, stöndum óhrædd með okkur og eflum allar góðar venjur, m.a. þær sem nefndar eru fyrst í greininni. Okkur líður best þegar allir fá tækifæri til að njóta sín – það er nóg pláss fyrir okkur öll. Stjórnendur – leiðtogar Svarið við upphafsspurningu þessarar greinar er tvímælalaust JÁ. – það geta allir orðið leiðtogar með því að ……… Ég hvet sérstaklega alla stjórnendur til að styrkja leiðtogahæfni allra innan sinna teyma. Það er ómældur ávinningur í betri líðan, við hjálpast að og styrkja hugarfarið „við getum gert betur í dag en í gær“. Okkur líður vel í vinnunni, skilum góðu starfi og við eigum orku til að njóta okkar vel í einkalífinu. Höfundur kennir og styður leiðtogahæfni og jákvæða lífsafstöðu - Meistarapróf í stjórnun og stefnumótun.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun