„Eitthvað sem má alveg tala meira um“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2023 08:01 Elísa Viðarsdóttir fagnar bikarnum í fyrra ásamt dóttur sinni. Nú er annað barn á leiðinni sem og nýr bikar í safnið. Vísir/Hulda Margrét Valur varð í fyrrakvöld Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja árið í röð. Tvöföld gleði er fyrir Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, sem fagnar ekki aðeins titli heldur á von á sínu öðru barni. Þá hvarflar ekki að henni að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni, sem hún þakkar brautryðjendum sem á undan komu. Þór/KA vann dramatískan 3-2 sigur á Breiðabliki í Bestu deild kvenna í fyrrakvöld þar sem Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Þau úrslit þýddu að Valur er orðinn Íslandsmeistari. Elísa segir öðruvísi að vinna titilinn uppi í sófa. „Tilfinningin er alltaf jafn góð, þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og kannski öðruvísi að prófa að vinna þetta þegar maður er ekki inni á vellinum,“ „Við erum mjög stoltar af þessu en við erum ekkert búnar að setja punktinn fyrir aftan þetta. Við ætlum okkur að vinna deildina með stæl og með sem mestum mun.“ segir Elísa. Margra ára vinna að skapa raðsigurvegara Valur vinnur sinn fjórða Íslandsmeistaratitil í röð en liðið vann 2019, 2021 og í fyrra. Árið 2020 var mótið flautað af vegna kórónuveirufaraldursins. En hvað liggur að baki þessum ítrekaða árangri? „Það er margra ára vinna sem liggur að baki, hjá leikmönnum, þjálfarateymi og félaginu í heild sinni. Ég er alveg einstaklega stolt af þessum þar sem það var bras á okkur í vetur og í fyrri hluta móts og mér fannst við seint ná takti. Maður fór inn í mótið smá tvístíga þar sem við vorum búnar að missa marga frábæra leikmenn,“ segir Elísa. Vegna þess mótlætis sé þetta sérstaklega sætt. „En ég er svo ótrúlega stolt af leikmönnunum sem hafa verið öll þessi ár, stóðu í lappirnar, gáfu í og gáfu ekki eftir þrátt fyrir að hafa landað titlinum tvö ár í röð,“ „Það er margra ára vinna að baki ákveðnum kúltúr og það þarf mikið til að rugga slíkri velgengni. Leikmenn koma og fara en ef þú nærð að halda í ákveðin gildi og kúltúr innan klúbbsins er erfitt að stoppa það,“ segir Elísa. Endurtaka einstakan árangur Valsliðið er það þriðja innan félagsins til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í ár en kvennalið Vals í handbolta og körfubolta urðu einnig Íslandsmeistarar í vor. Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem félagið nær þessum magnaða árangri. „2019 fannst manni þetta algjörlega sögulegt og maður trúði því varla fyrr en maður sá það staðfest á blaði. Ég hugsaði einmitt með mér þá að þetta hlyti að vera einstakur árangur í Evrópu eða jafnvel öllum heiminn. Maður var gríðarlega hreykin af þessu 2019 og ég er alveg jafn stolt af þessu í dag. Þetta sýnir hvað kvennastarfið í Val er gott, þetta er einstakt og eitthvað sem má alveg tala meira um,“ segir Elísa. Klippa: Ég er svo ótrúlega stolt Aðrar konur rutt brautina Valskonur ætla ekki að staldra lengi við Íslandsmeistaratitilinn, þær vilja klára mótið með stæl og stefna langt í Meistaradeild Evrópu, en umspil um sæti í riðlakeppninni er um miðjan október. Elísa missir þó af því verkefni og rest deildarinnar þar sem hún á von á sínu öðru barni. „Það eru blendnar tilfinningar. Það er ótrúlega mikil gleði að vera að búa til nýtt líf og allir hraustir og heilbrigðir. En á sama tíma er leiðinlegt að missa af þessum skemmtilegu vikum sem fram undan eru.“ segir Elísa og bætir við: „Ég finn mér alltaf einhver verkefni og hlutverk sem ég get tekið þátt í og það er alveg sama hvort það er að bera brúsa eða klappa stelpunum á bakið. Eins og ég segi erum við ekki búnar að setja neinn punkt á eftir 6. október, sem er síðasti leikur í deild, og ætlum okkur klárlega lengra í Meistaradeildinni,“ segir Elísa sem mun vera áfram í kringum liðið, og æfir enn með því, þó hún sé hætt að spila - í bili. „Ég ætla mér það, ég er ennþá að sprikkla og hef gaman að því að mæta í klefann og sem betur fer er sá neisti ekki farinn. Ég ætla klárlega að leggja allt mitt að mörkum,“ segir Elísa. Þá komi ekki til greina að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni. „Nei. Sú pæling hefur ekki einu sinni komið upp í hugann, sem betur fer. Ég get þakkað forverum mínum í þessum barneignum í íþróttum kærlega fyrir, að vera búnar að ryðja brautina fyrir mig og fleiri. Sú pæling hefur aldrei komið upp og ég stefni á að koma ótrauð til baka og strax orðin spennt.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sjá meira
Þór/KA vann dramatískan 3-2 sigur á Breiðabliki í Bestu deild kvenna í fyrrakvöld þar sem Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Þau úrslit þýddu að Valur er orðinn Íslandsmeistari. Elísa segir öðruvísi að vinna titilinn uppi í sófa. „Tilfinningin er alltaf jafn góð, þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og kannski öðruvísi að prófa að vinna þetta þegar maður er ekki inni á vellinum,“ „Við erum mjög stoltar af þessu en við erum ekkert búnar að setja punktinn fyrir aftan þetta. Við ætlum okkur að vinna deildina með stæl og með sem mestum mun.“ segir Elísa. Margra ára vinna að skapa raðsigurvegara Valur vinnur sinn fjórða Íslandsmeistaratitil í röð en liðið vann 2019, 2021 og í fyrra. Árið 2020 var mótið flautað af vegna kórónuveirufaraldursins. En hvað liggur að baki þessum ítrekaða árangri? „Það er margra ára vinna sem liggur að baki, hjá leikmönnum, þjálfarateymi og félaginu í heild sinni. Ég er alveg einstaklega stolt af þessum þar sem það var bras á okkur í vetur og í fyrri hluta móts og mér fannst við seint ná takti. Maður fór inn í mótið smá tvístíga þar sem við vorum búnar að missa marga frábæra leikmenn,“ segir Elísa. Vegna þess mótlætis sé þetta sérstaklega sætt. „En ég er svo ótrúlega stolt af leikmönnunum sem hafa verið öll þessi ár, stóðu í lappirnar, gáfu í og gáfu ekki eftir þrátt fyrir að hafa landað titlinum tvö ár í röð,“ „Það er margra ára vinna að baki ákveðnum kúltúr og það þarf mikið til að rugga slíkri velgengni. Leikmenn koma og fara en ef þú nærð að halda í ákveðin gildi og kúltúr innan klúbbsins er erfitt að stoppa það,“ segir Elísa. Endurtaka einstakan árangur Valsliðið er það þriðja innan félagsins til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í ár en kvennalið Vals í handbolta og körfubolta urðu einnig Íslandsmeistarar í vor. Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem félagið nær þessum magnaða árangri. „2019 fannst manni þetta algjörlega sögulegt og maður trúði því varla fyrr en maður sá það staðfest á blaði. Ég hugsaði einmitt með mér þá að þetta hlyti að vera einstakur árangur í Evrópu eða jafnvel öllum heiminn. Maður var gríðarlega hreykin af þessu 2019 og ég er alveg jafn stolt af þessu í dag. Þetta sýnir hvað kvennastarfið í Val er gott, þetta er einstakt og eitthvað sem má alveg tala meira um,“ segir Elísa. Klippa: Ég er svo ótrúlega stolt Aðrar konur rutt brautina Valskonur ætla ekki að staldra lengi við Íslandsmeistaratitilinn, þær vilja klára mótið með stæl og stefna langt í Meistaradeild Evrópu, en umspil um sæti í riðlakeppninni er um miðjan október. Elísa missir þó af því verkefni og rest deildarinnar þar sem hún á von á sínu öðru barni. „Það eru blendnar tilfinningar. Það er ótrúlega mikil gleði að vera að búa til nýtt líf og allir hraustir og heilbrigðir. En á sama tíma er leiðinlegt að missa af þessum skemmtilegu vikum sem fram undan eru.“ segir Elísa og bætir við: „Ég finn mér alltaf einhver verkefni og hlutverk sem ég get tekið þátt í og það er alveg sama hvort það er að bera brúsa eða klappa stelpunum á bakið. Eins og ég segi erum við ekki búnar að setja neinn punkt á eftir 6. október, sem er síðasti leikur í deild, og ætlum okkur klárlega lengra í Meistaradeildinni,“ segir Elísa sem mun vera áfram í kringum liðið, og æfir enn með því, þó hún sé hætt að spila - í bili. „Ég ætla mér það, ég er ennþá að sprikkla og hef gaman að því að mæta í klefann og sem betur fer er sá neisti ekki farinn. Ég ætla klárlega að leggja allt mitt að mörkum,“ segir Elísa. Þá komi ekki til greina að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni. „Nei. Sú pæling hefur ekki einu sinni komið upp í hugann, sem betur fer. Ég get þakkað forverum mínum í þessum barneignum í íþróttum kærlega fyrir, að vera búnar að ryðja brautina fyrir mig og fleiri. Sú pæling hefur aldrei komið upp og ég stefni á að koma ótrauð til baka og strax orðin spennt.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sjá meira