Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Árni Sæberg skrifar 14. september 2023 16:56 Þetta plakat er meðal þess sem sagt er tekið út úr samhengi. Stöð 2/Sigurjón Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríki, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum vegna umræðu um hinseginfræðslu og kynfræðslu. Í henni segir að fullt tilefni sé til að koma ýmsum upplýsingum á framfæri. Íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það falli meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða. Á Íslandi séu í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Samkvæmt lögum um grunnskóla sé rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eigi grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir feli meðal annars í sér víðtæka fræðslu. Fræðsla taki tillit til aldurs og þroska Öll fræðsla taki tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi. Hinsegin fræðsla sé ekki kynfræðsla. Slík fræðsla fjalli um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum. Kynfræðsla snúist um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla sé einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 séu unnin í samstarfi við unglinga sem hafi áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin séu kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn séu gjarnan útsett fyrir klámi og veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi. Eftirfarandi skrifa undir yfirlýsinguna: Stjórnarráð Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga,Umboðsmaður barna, Menntamálastofnun, Barnaheill, Samtökin '78 og Heimili og skóli, landssamtök foreldra. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Kynlíf Tengdar fréttir „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34 „Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríki, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum vegna umræðu um hinseginfræðslu og kynfræðslu. Í henni segir að fullt tilefni sé til að koma ýmsum upplýsingum á framfæri. Íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það falli meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða. Á Íslandi séu í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Samkvæmt lögum um grunnskóla sé rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eigi grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir feli meðal annars í sér víðtæka fræðslu. Fræðsla taki tillit til aldurs og þroska Öll fræðsla taki tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi. Hinsegin fræðsla sé ekki kynfræðsla. Slík fræðsla fjalli um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum. Kynfræðsla snúist um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla sé einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 séu unnin í samstarfi við unglinga sem hafi áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin séu kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn séu gjarnan útsett fyrir klámi og veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi. Eftirfarandi skrifa undir yfirlýsinguna: Stjórnarráð Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga,Umboðsmaður barna, Menntamálastofnun, Barnaheill, Samtökin '78 og Heimili og skóli, landssamtök foreldra.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Kynlíf Tengdar fréttir „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34 „Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
„Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34
„Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01
Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00