Eru þau geðveik? Helga Baldvins Bjargardóttir skrifar 13. september 2023 11:00 Fyrir fimm árum síðan gaf deild klínískra sálfræðinga í Bretlandi út skýrslu í samvinnu við notendur geðheilbrigðisþjónustu sem kallast Vald-Ógn-Merking-Líkanið (e. Power Threat Meaning Framwork). Fimmtudaginn 14. september 2023 býður Rótin til vinnustofu á Grand Hótel með dr. Lucy Johnstone, sem er ráðgefandi klínískur sálfræðingur og annar aðalhöfundur þessa líkans. Með þessu líkani er ætlunin að hverfa af braut sjúkdómsvæðingar og geðgreininga en samþætta þess í stað fjölda rannsókna um hlutverk ýmiss konar valds í lífi fólks. Áhersla er lögð á hvernig misnotkun valds ógnar okkur og hvernig við sem manneskjur höfum lært að bregðast við slíkri ógn. Innan geðheilbrigðiskerfisins eru þessi viðbrögð við ógn (e. threat responses) gjarnan kölluð „einkenni“ en slík nálgun hefur sætt vaxandi gagnrýni bæði frá notendum geðheilbrigðisþjónustu og á vettvangi alþjóðlegra mannréttinda. Mannréttindanálgun 21. aldarinnar, sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks staðfestir, krefst samfélagslegra breytinga í átt að auknu jafnrétti. Það brýtur gegn mannréttindum þegar við einstaklingsgerum vanda sem er fyrst og fremst samfélagslega skapaður í gegnum ójöfnuð, misntokun valds og annað misrétti. Meðvitund um jaðarstöðu, staðalímyndir og fjölþætta mismunun er nauðsynleg til að veita fólki bestu fáanlegu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Vald-Ógn-Merking-Líkanið er ætlað að hjálpa fólki að skilja sjálft sig í samhengi við reynslu sína og erfiðar lífsaðstæður. Í stað þess að kenna sjálfu sér um, finnast það veikt, gallað eða „geðveikt“ tekur líkanið með í reikninginn áhrif félagslegra þátta á borð við fátækt, mismunun og ójöfnuð og hvernig þessir þættir í samhengi við ofbeldi og misnotkun stuðla að tilfinningalegri vanlíðan og krefjandi hegðun. Þá er jafnframt horft til þess hvaða merkingu fólk leggur sjálft í eigin reynslu og hvernig skilaboð frá samfélaginu geta aukið skömm, sjálfsásakanir, einangrun, ótta og sektarkennd. Vinnustofan er áhugaverð fyrir fagfólk í heilbrigðis- félags- og menntagreinum, ekki síst þau sem vinna með fólki sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og einnig það fólk sem þekkir þær af eigin raun eða hefur glímt við vímuefnavanda. Nemendur í háskólum í framangreindum greinum eru velkomnir og fá afslátt af þátttökugjaldi sem og öryrkjar. Höfundur er aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika og situr í varráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Baldvins Bjargardóttir Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum síðan gaf deild klínískra sálfræðinga í Bretlandi út skýrslu í samvinnu við notendur geðheilbrigðisþjónustu sem kallast Vald-Ógn-Merking-Líkanið (e. Power Threat Meaning Framwork). Fimmtudaginn 14. september 2023 býður Rótin til vinnustofu á Grand Hótel með dr. Lucy Johnstone, sem er ráðgefandi klínískur sálfræðingur og annar aðalhöfundur þessa líkans. Með þessu líkani er ætlunin að hverfa af braut sjúkdómsvæðingar og geðgreininga en samþætta þess í stað fjölda rannsókna um hlutverk ýmiss konar valds í lífi fólks. Áhersla er lögð á hvernig misnotkun valds ógnar okkur og hvernig við sem manneskjur höfum lært að bregðast við slíkri ógn. Innan geðheilbrigðiskerfisins eru þessi viðbrögð við ógn (e. threat responses) gjarnan kölluð „einkenni“ en slík nálgun hefur sætt vaxandi gagnrýni bæði frá notendum geðheilbrigðisþjónustu og á vettvangi alþjóðlegra mannréttinda. Mannréttindanálgun 21. aldarinnar, sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks staðfestir, krefst samfélagslegra breytinga í átt að auknu jafnrétti. Það brýtur gegn mannréttindum þegar við einstaklingsgerum vanda sem er fyrst og fremst samfélagslega skapaður í gegnum ójöfnuð, misntokun valds og annað misrétti. Meðvitund um jaðarstöðu, staðalímyndir og fjölþætta mismunun er nauðsynleg til að veita fólki bestu fáanlegu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Vald-Ógn-Merking-Líkanið er ætlað að hjálpa fólki að skilja sjálft sig í samhengi við reynslu sína og erfiðar lífsaðstæður. Í stað þess að kenna sjálfu sér um, finnast það veikt, gallað eða „geðveikt“ tekur líkanið með í reikninginn áhrif félagslegra þátta á borð við fátækt, mismunun og ójöfnuð og hvernig þessir þættir í samhengi við ofbeldi og misnotkun stuðla að tilfinningalegri vanlíðan og krefjandi hegðun. Þá er jafnframt horft til þess hvaða merkingu fólk leggur sjálft í eigin reynslu og hvernig skilaboð frá samfélaginu geta aukið skömm, sjálfsásakanir, einangrun, ótta og sektarkennd. Vinnustofan er áhugaverð fyrir fagfólk í heilbrigðis- félags- og menntagreinum, ekki síst þau sem vinna með fólki sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og einnig það fólk sem þekkir þær af eigin raun eða hefur glímt við vímuefnavanda. Nemendur í háskólum í framangreindum greinum eru velkomnir og fá afslátt af þátttökugjaldi sem og öryrkjar. Höfundur er aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika og situr í varráði Rótarinnar.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar